Samstarf | Háskóli Íslands Skip to main content

Samstarf

Nemendur við Matvæla- og næringarfræðideild fá tækifæri til að tengjast atvinnulífi og öðlast reynslu í samskiptum við innlenda sem og erlenda aðila. Það er ómetanleg reynsla sem nemendur búa að eftir að námi lýkur. 

Innlent samstarf

Sérstakur samningur er við Matís, sem er opinbert hlutafélag í rannsóknum og nýsköpun á matvælum. Hjá Matís vinnur fjöldi nemenda að verkefnum í framhaldsnámi með það að markmiði að efla alþjóðlega samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu, stuðla að hollustu og öryggi matvæla. Öflugt samstarf er einnig við margrar deildir Landspítala, Embætti Landlæknis, Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, Matvælastofnun, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum auk fjölmargra fyrirtækja í matvælaiðnaði. Jafnframt er mikið þverfaglegt samstarf um rannsóknir milli kennara í hinum ýmsu deildum háskólans.

Alþjóðlegt samstarf

Kennarar við deildina eru í mjög virku samstarfi við virta háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum. Til dæmis við fjölda rannsóknarhópa við erlenda háskóla og stofnanir, auk tengsla við fjölmarga fleiri erlenda aðila.  Nemendur bæði í grunn- og framhaldsnámi eiga því kost á mikilli reynslu gegnum alþjóðleg tengsl.

Dæmi um alþjóðlegt samstarf í næringarfræði

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.