Skip to main content

Samstarf við Matvæla- og næringarfræðideild

Samstarf við Matvæla- og næringarfræðideild - á vefsíðu Háskóla Íslands

Nemendur við Matvæla- og næringarfræðideild fá tækifæri til að tengjast atvinnulífi og öðlast reynslu í samskiptum við innlenda sem og erlenda aðila. Það er ómetanleg reynsla sem nemendur búa að eftir að námi lýkur. 

Yfirlit yfir helstu rannsóknarstofnanir og háskóla sem Matvæla- og næringarfræðideild eru í samstarfi við má sjá á IRIS rannsóknargátt deildarinnar 

Innlent samstarf

Sérstakur samningur er við Matís, sem er opinbert hlutafélag í rannsóknum og nýsköpun á matvælum. Hjá Matís vinnur fjöldi nemenda í matvælafræði að verkefnum í framhaldsnámi með það að markmiði að efla alþjóðlega samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu, stuðla að hollustu og öryggi matvæla. Verkleg kennsla fer að miklu leyti fram á Matís auk þess sem sum námskeið eru alfarið kennd þar.

Öflugt samstarf er einnig við HeilbrigðisvísindastofnunLandspítala, Embætti Landlæknis, Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, Matvælastofnun, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum auk fjölmargra fyrirtækja í matvælaiðnaði. Jafnframt er mikið þverfaglegt samstarf um rannsóknir milli kennara í hinum ýmsu deildum háskólans.

Alþjóðlegt samstarf

Kennarar við deildina eru í mjög virku samstarfi við virta háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum. Til dæmis við fjölda rannsóknarhópa við erlenda háskóla og stofnanir, auk tengsla við fjölmarga fleiri erlenda aðila. Kennarar í næringarfræði eru til dæmis í mjög virku samstarfi við yfir 30 fjölþjóðlega rannsóknarhópa. Nemendur bæði í grunn- og framhaldsnámi eiga því kost á mikilli reynslu gegnum alþjóðleg tengsl.

Meistarnám í matvælafræði er kennt á ensku og einnig boðið upp á samnorrænt meistaranám Aquatic food production - AQ Food