Rannsóknir við Hjúkrunarfræðideild | Háskóli Íslands Skip to main content

Rannsóknir við Hjúkrunarfræðideild

Kennarar við Hjúkrunarfræðideild stunda fjölbreyttar rannsóknir og eiga öflugt samstarf við innlenda og erlenda vísindamenn.

Rannsóknavirkni kennara við Hjúkrunarfræðideild er í miklum vexti. Við deildina eru stundaðar rannsóknir á heimsmælikvarða í samstarfi við fjölmarga erlenda háskóla og fræðimenn. Sérsvið kennara eru fjölbreytt og rannsóknir þeirra taka til alls æviskeiðs mannsins, heilsu og þróunar heilbrigðisþjónustu. Kennarar við Hjúkrunarfræðideild birta greinar í virtum tímaritum og gefa út bækur sem m.a. nýtast nemendum í námi sínu.

Nemendur í framhaldsnámi við Hjúkrunarfræðideild fá tækifæri til að stunda rannsóknir undir leiðsögn framúrskarandi vísindafólks. 

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði var starfrækt við deildina á árunum 1997 - 2017. Stofnunin var vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á fræðasviðum hjúkrunar- og ljósmóðurfræði. Hlutverk stofnunarinnar voru að auka sýnileika rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum, m.a. með ýmsum viðburðum, og styðja við og efla rannsóknavirkni kennara við Hjúkrunarfræðideild. Starfsemi stofnunarinnar hefur verið lögð í dvala um óákveðinn tíma og verkefni hennar hafa færst til skrifstofu Hjúkrunarfræðideildar. 

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.