Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs | Háskóli Íslands Skip to main content

Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs

Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs - á vefsíðu Háskóla Íslands

Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs veitir vísindafólki ráðgjöf við tölfræðilegar greiningar í rannsóknum.

Við Tölfræðiráðgjöfina starfa 3 - 4 sérfræðingar í tölfræði. Hlutverk þeirra er að veita starfsfólki og doktorsnemum á Heilbrigðisvísindasviði faglega aðstoð og ráðgjöf. 

Tölfræðiráðgjöfin veitir aðstoð við:

  • myndun rannsóknarspurningar eða núll tilgátu (Problem Formulation)
  • ákvörðun rannsóknarsniðs
  • val á tölfræðiaðferð
  • framkvæmd rannsóknar og túlkun niðurstaðna
  • notkun tölfræðiforrita við tölfræðilega greiningu
  • að skilja tölfræðilegar aðferðir sem notaðar eru í öðrum rannsóknum og nefndar í ritrýndum rannsóknargreinum um efnið
  • val á tölfræðiforriti
  • aðferðarfræðihluta styrkumsókna
  • að svara ritrýni í birtingaferli rannsóknagreina

Hægt er að senda Tölfræðiráðgjöfinni stuttar fyrirspurnir á trhvs@hi.is  eða panta tíma og fá ráðgjöf.
Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu Tölfræðiráðgjafarinnar