Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands er vísindaleg rannsókna- og fræðastofnun sem heyrir undir Heilbrigðisvísindasvið. Eitt af markmiðum stofnunarinnar er að veita rannsakendum stuðning, til dæmis upplýsingar um styrkjamöguleika, aðstoð við umsóknagerð, rekstur verkefna og tölfræðiráðgjöf. Innlendir og erlendir rannsóknastyrkir Á Heilbrigðisvísindastofnun er veitt margvísleg aðstoð tengd innlendum og erlendum rannsóknastyrkjum. Til dæmis: ráðgjöf og upplýsingar um sjóði og styrkjamöguleika aðstoð við undirbúning umsókna í innlenda og erlenda rannsóknasjóði aðstoð í samningaferli og við samningagerð verkefnastjórnun rannsóknarverkefna, rekstur, og aðstoð við skýrslugerð aðstoð við skráningu meðferðarprófana í gagnagrunn Nánari upplýsingar veita: Ása Vala ÞórisdóttirRannsóknastjóri5254835asavala [hjá] hi.is Magnús Ragnar GuðmundssonVerkefnisstjóri5255928magnusrg [hjá] hi.is Framhaldsnámsstjóri Framhaldsnámsstjóri Heilbrigðisvísindasviðs vinnur að eflingu framhaldsnáms við sviðið í samvinnu við: Doktorsnámsnefnd Heilbrigðisvísindasviðs fastanefndir deilda umsjónarmenn framhaldsnáms á öðrum sviðum Miðstöð framhaldsnáms önnur svið Háskóla Íslands Guðjón Ingi GuðjónssonFramhaldsnámsstjóri5255902gudjoni [hjá] hi.is Tölfræðiráðgjöf Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs veitir ráðgjöf við tölfræðilegar greiningar í rannsóknum. Þjónusta Tölfræðiráðgjafarinnar er fyrir starfsfólk og doktorsnema Heilbrigðisvísindasviðs. Klínískt rannsóknarsetur Klínískt rannsóknarsetur (KRS) er rekið af Landspítala og Háskóla Íslands. Markmið þess er að styðja og efla innviði stofnananna og auka samstarf þeirra í klínískum rannsóknum. KRS er tengiliður fyrir alþjóðleg rannsóknarverkefni og vinnur að samhæfingu verkefna með rannsóknarsetrum í öðrum löndum. KRS veitir aðstoð og ráðgjöf um framkvæmd klínískra rannsókna og þjálfun fyrir starfsfólk og nema í góðum klínískum starfsháttum Prófastofa Prófastofa Heilbrigðisvísindasviðs veitir vísindafólki ráðgjöf varðandi sjálfsmatskvarða, þ.e. allar þær mælingar sem byggja á svörum fólks við spurningum eða spurningalistum. Til dæmis með aðstoð við val á útgefnum prófum, þýðingu prófa, samningu nýrra spurninga og ráðleggingum varðandi fyrirlögn prófa. Nánari upplýsingar um Prófastofu. Heilbrigðisvísindabókasafn Heilbrigðisvísindabókasafnið þjónar starfsfólki Landspítala og kennurum og nemendum Heilbrigðisvísindasviðs. Safnið hefur áskrift að hundruðum rafrænna tímarita og gagnasafna, s.s. PsycInfo, Scopus, Cinahl og UpToDate, og er greiðandi í landsaðgangi. Safnið býr einnig yfir þó nokkrum rafbókakosti. Vísinda- og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands Vísinda- og nýsköpunarsvið annast sameiginleg málefni HÍ sem lúta að rannsóknum. Til dæmis: framtal starfa árlegt mat á rannsóknum mat á umsækjendum við nýráðningar og framgang umsýslu rannsóknatengdra sjóða umsjón með sókn í erlenda sjóði hagnýtingu rannsókna Hugverkanefnd sannsóknasetrum HÍ á landsbyggðinni. emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.