Rannsóknaþjónusta | Háskóli Íslands Skip to main content

Rannsóknaþjónusta

Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands tilheyrir Heilbrigðisvísindasviði og er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á sviðinu. Að stofnuninni standa allir vísindamenn Heilbrigðisvísindasviðs, deildir og rannsóknareiningar.

Rannsakendum Heilbrigðisvísindastofnunar og samstarfsfólki stendur til boða fjölbreytt þjónusta en meginhlutverk þjónustunnar er:
-ráðgjöf og upplýsingar um sjóði og styrkjamöguleika
-aðstoð við undirbúning umsókna í innlenda og erlenda rannsóknasjóði
-aðstoð í samningaferli og við samningagerð 
-verkefnastjórnun rannsóknarverkefna, rekstur, og aðstoð við skýrslugerð
-aðstoð við skráningu meðferðarprófana í gagnagrunn 

Rannsóknastjóri

Á Heilbrigðisvísindasviði starfar rannsóknastjóri sem veitir starfsfólki sviðsins ráðgjöf varðandi styrkjamöguleika. Hún aðstoðar einnig við undirbúning umsókna í innlenda og erlenda rannsóknarsjóði og við rekstur verkefna. 

Tölfræðiráðgjöf

Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs veitir ráðgjöf við tölfræðilegar greiningar í rannsóknum. Þjónusta Tölfræðiráðgjafarinnar er fyrir starfsfólk og doktorsnema Heilbrigðisvísindasviðs.

Framhaldsnámsstjóri

Framhaldsnámsstjóri vinnur að eflingu framhaldsnáms í samvinnu við 
-doktorsnámsnefnd 
-rannsóknanámsnefndir 
-umsjónarmenn framhaldsnáms 
-eflingu tengsla Heilbrigðisvísindasviðs við Miðstöð framhaldsnáms og önnur svið Háskóla Íslands.  
 

Vísinda- og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands

Vísinda- og nýsköpunarsvið annast sameiginleg málefni HÍ sem lúta að rannsóknum. Til dæmis framtal starfa, árlegt mat á rannsóknum, mat á umsækjendum við nýráðningar og framgang auk umsýslu rannsóknatengdra sjóða. Sviðið hefur auk þess umsjón með sókn í erlenda sjóði, hagnýtingu rannsókna, Hugverkanefnd og Rannsóknasetrum HÍ á landsbyggðinni. 

Klínískt rannsóknarsetur

Klínískt rannsóknarsetur (KRS) er rekið af Landspítala og Háskóla Íslands. Markmið þess er að styðja og efla innviði stofnananna og auka samstarf  þeirra í klínískum rannsóknum. KRS er tengiliður fyrir alþjóðleg rannsóknarverkefni og vinnur að samhæfingu verkefna með rannsóknarsetrum í öðrum löndum. KRS veitir ráðgjöf um flest sem viðkemur styrkumsóknum og undirbúning og framkvæmd rannsókna.

Heilbrigðisvísindabókasafn

Heilbrigðisvísindabókasafn Landspítala og Háskóla Íslands þjónar 
- Landspítala og kennurum og nemendum Heilbrigðisvísindasviðs
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.