Rannsóknaþjónusta | Háskóli Íslands Skip to main content

Rannsóknaþjónusta

Vísindafólki á Heilbrigðisvísindasviði stendur til boða ýmis þjónusta varðandi rannsóknir. Öflugar rannsóknir eru einn af hornsteinum Heilbrigðisvísindasviðs og því er kappkostað að veita rannsakendum þá aðstoð sem þeir þurfa. 

Meginhlutverk rannsóknaþjónustu Heilbrigðisvísindasviðs er aðstoð við umsóknagerð, upplýsingar um styrkjamöguleika, tölfræðiráðgjöf, rekstur verkefna o.fl.

Rannsóknastjóri

Á Heilbrigðisvísindasviði starfar rannsóknastjóri sem veitir starfsfólki sviðsins ráðgjöf varðandi styrkjamöguleika. Hún aðstoðar einnig við undirbúning umsókna í innlenda og erlenda rannsóknarsjóði og við rekstur verkefna. 

Tölfræðiráðgjöf

Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs veitir ráðgjöf við tölfræðilegar greiningar í rannsóknum. Þjónusta Tölfræðiráðgjafarinnar er fyrir starfsfólk og doktorsnema Heilbrigðisvísindasviðs.

Vísinda- og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands

Vísinda- og nýsköpunarsvið annast sameiginleg málefni HÍ sem lúta að rannsóknum. Til dæmis framtal starfa, árlegt mat á rannsóknum, mat á umsækjendum við nýráðningar og framgang auk umsýslu rannsóknatengdra sjóða. Sviðið hefur auk þess umsjón með sókn í erlenda sjóði, hagnýtingu rannsókna, Hugverkanefnd og Rannsóknasetrum HÍ á landsbyggðinni. 

Klínískt rannsóknarsetur

Klínískt rannsóknarsetur (KRS) er rekið af Landspítala og Háskóla Íslands. Markmið þess er að styðja og efla innviði stofnananna og auka samstarf  þeirra í klínískum rannsóknum. KRS er tengiliður fyrir alþjóðleg rannsóknarverkefni og vinnur að samhæfingu verkefna með rannsóknarsetrum í öðrum löndum. KRS veitir ráðgjöf um flest sem viðkemur styrkumsóknum og undirbúning og framkvæmd rannsókna.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.