Nýnemum við Heilbrigðisvísindasvið er boðið á kynningarfundi hjá sinni deild eða námsbraut. Þar eru veittar mikilvægar upplýsingar um námið og fyrstu skrefin í Háskólanum. Þá vekjum við einnig sérstaka athygli á nýnemadögum Háskóla Íslands, þar sem fá má ýmsar gagnlegar upplýsingar og fróðleik. Kynningarfundir fyrir nýnema á haustönn fara fram hjá deildum og/eða námsbrautum. Athugið að deildarskrifstofur geta átt eftir að uppfæra eldri dags- og tímasetningar í sumum tilfellum: Show Geislafræði og lífeindafræði Kynningarfundur fyrir nýnema í BS-námi í geislafræði haustið 2025 fer fram þriðjudaginn 19. ágúst kl. 11:40 - 12:20 í stofu S-210 í Stapa. Nemendur eru hvattir til að mæta og fá frekari upplýsingar um umgjörð og efni námsins ásamt kynningu frá FLOG (Félag lífeinda- og geislafræðinema). Kynningarfundur fyrir nýnema í BS-námi í lífeindafræði haustið 2025 fer fram föstudaginn 22. ágúst kl. 13:20 – 14:00 í stofu HT-105 á Háskólatorgi. Nemendur eru hvattir til að mæta og fá frekari upplýsingar um umgjörð og efni námsins ásamt kynningu frá FLOG (Félag lífeinda- og geislafræðinema). Upphaf kennslu haustið 2025 í lífeindafræði og geislafræði er mánudaginn 18. ágúst. Show Heilbrigðisgagnafræði Nýnemakynning verður haldin á netinu kl. 13 þriðjudaginn 26. ágúst 2025. Nýnemar fá tölvupóst með hlekk á fundinn. Kennsla hefst mánudaginn 1. september. Show Hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Kynningarfundur fyrir nýnema í hjúkrunarfræði haustið 2025 fer fram miðvikudaginn 20. ágúst kl. 10:00 í Eddu. Nemendur eru hvattir til að mæta og fá frekari upplýsingar um umgjörð og efni námsins. Kennsla á haustönn 2025 hefst 18. ágúst. Show Lyfjafræði Kynningarfundur fyrir nýnema í BS-námi í lyfjafræði haustið 2025 verður mánudaginn 18. ágúst kl. 11:30–12:30 í stofu 104 í Haga. Upphaf kennslu haustið 2025 er 18. ágúst. Show Lýðheilsuvísindi Allir nýnemar í MPH/MS námi við MLV skulu skrá sig í skyldunámskeiðið LÝÐ108F Málstofa nýnema í lýðheilsuvísindum, faralds- og líftölfræði á fyrsta haustmisseri náms. Þar er farið yfir ýmsar hagnýtar upplýsingar, fræðileg vinnubrögð og skipulag náms, heimildaleit og vísindalæsi auk undirstöðuþjálfunar í tölfræðiforritinu R. Show Læknisfræði Kynningarfundur fyrir nýnema í læknisfræði fer fram mánudaginn 11. ágúst kl. 8:20 og er partur af námskeiðinu LÆK123G. Upphaf kennslu haustið 2025 er 11.-18. ágúst. Upphaf kennslu á vormisseri 2026 er 5. janúar. Sjá frekari upplýsingar um kennslu- og prófatímabil í læknisfræði í Kennsluskrá 2025-26. Show Matvæla- og næringarfræði Kynningarfundur fyrir nýnema í BS-námi í matvælafræði og næringarfræði haustið 2025 fer fram föstudaginn 15. ágúst kl. 10-11 í stofu HT-104. Nemendur eru hvattir til að mæta og fá frekari upplýsingar um umgjörð og efni námsins. Upphafsdagur kennslu haustið 2025 er 21. ágúst, sjá nánar á kennsluvefnum Canvas fyrir einstök námskeið. Upphaf kennslu á vormisseri 2025 er í annarri viku janúar 2026 - sjá nánar á kennsluvefnum Canvas fyrir einstök námskeið. Show Sálfræði Kynningarfundur fyrir nýnema í sálfræði haustið 2025 verður haldinn föstudaginn 15. ágúst kl. 15:00 í stofu HT-105 á Háskólatorgi. Þar verður farið yfir ýmsar gagnlegar upplýsingar og Anima, félag sálfræðinema, mun kynna starfsemi sína. Kennsla í Sálfræðideild haustið 2025 hefst mánudaginn 18. ágúst. Show Sjúkraþjálfunarfræði Kynningarfundur fyrir nýnema í BS-námi í sjúkraþjálfunarfræði haustið 2025 fer fram mánudaginn 18. ágúst kl. 12:45 í Stapa stofu 114. Kynningafundur fyrir MS-nám í sjúkraþjálfun fer fram miðvikudaginn 13. ágúst kl. 11:40 í stofu 108 í Stapa. Show Talmeinafræði Engir nýnemar í talmeinafræði haustið 2025. Show Tannlæknisfræði og tannsmíði Kynningarfundur fyrir nýnema í tannlæknisfræði og tannsmíði haustið 2025 fer fram mánudaginn 18. ágúst kl. 16:30 í stofu 201 á Tannlæknadeild. Farið verður yfir helstu atriði námsins. Kennsla haustið 2025 hefst 18. ágúst. facebooklinkedintwitter