Skip to main content

Fundargerð háskólaráðs 30. ágúst 2018

07/2018

HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2018, fimmtudaginn 30. ágúst var haldinn fundur í háskólaráði sem hófst kl. 13.

Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Benedikt Traustason, Guðrún Geirsdóttir, Helga Lind Mar, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ólafur Pétur Pálsson, Siv Friðleifsdóttir og Valdimar Víðisson. Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð og Þórður Kristinsson.

1.    Nýtt háskólaráð skv. lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008.
Rektor setti fundinn og bauð fulltrúa í háskólaráði Háskóla Íslands velkomna til starfa. Fjallað verður um dagskrá, starfshætti og starfsáætlun háskólaráðs með fullskipuðu ráði á næsta fundi.

2.    Tilnefning þriggja fulltrúa í háskólaráð og eins sameiginlegs varamanns fyrir þá, sbr. 4. tölul. 3. mgr. og 5. mgr. 6. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008.
Samkvæmt lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008 tilnefnir háskólaráð, skipað átta fulltrúum, sameiginlega þrjá fulltrúa til viðbótar, auk sameiginlegs varamanns þeirra, til þess að ráðið teljist fullskipað. Rektor bar upp tillögu um að viðbótarfulltrúarnir þrír verði þau Ásthildur Margrét Otharsdóttir, ráðgjafi og formaður stjórnar Marel hf., Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknardósent við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Fyrir fundinum lágu ferilskrár þeirra allra. Málið var rætt.
– Samþykkt einróma.

Þá bar rektor upp tillögu um að sameiginlegur varamaður þeirra þriggja verði Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur. Fyrir fundinum lá ferilskrá hans. Málið var rætt.
– Samþykkt einróma.

Nýtt háskólaráð fyrir tímabilið 2018-2020 er þá þannig skipað:

Aðalmenn:
•    Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og rektor Háskóla Íslands, forseti ráðsins,
•    Ásthildur Margrét Otharsdóttir, ráðgjafi og formaður stjórnar Marel hf., fulltrúi tilnefndur af háskólaráði,
•    Benedikt Traustason, líffræðinemi, fulltrúi stúdenta,
•    Guðrún Geirsdóttir, dósent við Deild kennslu og menntunarfræði á Menntavísindasviði og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, fulltrúi háskólasamfélagsins,
•    Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknardósent við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, fulltrúi tilnefndur af háskólaráði,
•    Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði, fulltrúi háskólasamfélagsins,
•    Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, fulltrúi tilnefndur af háskólaráði,
•    Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, BS í sálfræði, fulltrúi stúdenta,
•    Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði, fulltrúi háskólasamfélagsins,
•    Siv Friðleifsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, fulltrúi tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðherra,
•    Valdimar Víðisson, skólastjóri, fulltrúi tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðherra.

Varamenn:
•    Davíð Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri, varamaður fyrir Siv Friðleifsdóttur,
•    Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, varamaður fyrir Ásthildi Margréti Otharsdóttur, Guðvarð Má Gunnlaugsson og Rögnu Árnadóttur,
•    Helga Lind Mar, laganemi, varamaður fyrir Benedikt Traustason,
•    Jóhann Óli Eiðsson, laganemi, varamaður fyrir Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur,
•    Jón Ólafsson, prófessor við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs, varamaður fyrir Guðrúnu Geirsdóttur.
•    Lárus Thorlacius, prófessor við Raunvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, varamaður fyrir Ólaf Pétur Pálsson,
•    Sigrún Ólafsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasviðs, varamaður fyrir Ingibjörgu Gunnarsdóttur,
•    Snædís Karlsdóttir, varamaður fyrir Valdimar Víðisson.

Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 13.30.