Skip to main content

Fundargerð háskólaráðs 25. ágúst 2022

8/2022

HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2022, fimmtudaginn 25. ágúst var haldinn fundur í háskólaráði Háskóla Íslands sem hófst kl. 13.00.

Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Aðalheiður Jóhannsdóttir (varamaður fyrir Silju Báru R. Ómarsdóttur), Brynhildur Ásgeirsdóttir, Davíð Þorláksson, Hólmfríður Garðarsdóttir, Katrín Atladóttir, Katrín Björk Kristjánsdóttir og Ólafur Pétur Pálsson. Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð, og Þórður Kristinsson.

1.    Setning fundar.
Rektor setti fundinn og bauð fulltrúa í háskólaráði velkomna til starfa. Þá spurði rektor hvort einhver gerði athugasemd við dagskrá fundarins og var svo ekki. Einnig spurði rektor hvort einhver lýsti sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð máls á dagskrá og var svo ekki. Greindi rektor frá því að fjallað verður um dagskrá, starfshætti og starfsáætlun háskólaráðs með fullskipuðu ráði á næsta fundi.

Samkvæmt lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008 tilnefnir háskólaráð, skipað átta fulltrúum, sameiginlega þrjá fulltrúa til viðbótar, auk sameiginlegs varamanns þeirra, til þess að ráðið teljist fullskipað. Rektor ræddi feril samráðs á meðal fulltrúa ráðsins um val viðbótarfulltrúanna og þau sjónarmið sem fram hafa komið.

Rektor bar síðan upp tillögu um að viðbótarfulltrúarnir þrír verði þau Arnar Þór Másson, ráðgjafi og stjórnarformaður Marel hf., Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Bravo Earth og Þorvaldur Ingvarsson, læknir og sjálfstætt starfandi sérfræðingur. Fyrir fundinum lágu ferilskrár þeirra allra. Málið var rætt.
– Samþykkt einróma.

Þá bar rektor upp tillögu um að sameiginlegur varamaður þeirra þriggja verði Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fyrir fundinum lá ferilskrá hans.
– Samþykkt einróma.

Nýtt háskólaráð Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2022-2024 er þá þannig skipað:

Aðalmenn:

•    Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og rektor Háskóla Íslands, forseti ráðsins,
•    Arnar Þór Másson, ráðgjafi og formaður stjórnar Marel hf., fulltrúi tilnefndur af háskólaráði,
•    Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir, læknanemi, fulltrúi tilnefndur af heildarsamtökum nemenda,
•    Davíð Þorláksson, lögfræðingur og MBA, framkvæmdastjóri Betri samgangna, fulltrúi tilnefndur af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
•    Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor við Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði, fulltrúi háskólasamfélagsins tilnefndur af háskólaþingi,
•    Katrín Atladóttir, verkfræðingur og vörustjóri hjá Dohop, fulltrúi tilnefndur af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
•    Katrín Björk Kristjánsdóttir, félagsráðgjafarnemi, fulltrúi tilnefndur af heildarsamtökum nemenda,
•    Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði, fulltrúi háskólasamfélagsins tilnefndur af háskólaþingi,
•    Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði, fulltrúi háskólasamfélagsins tilnefndur af háskólaþingi,
•    Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Bravo Earth, fulltrúi tilnefndur af háskólaráði,
•    Þorvaldur Ingvarsson, læknir og sjálfstætt starfandi sérfræðingur, fulltrúi tilnefndur af háskólaráði.

Varamenn:
•    Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Lagadeild á Félagsvísindasviði, varamaður fyrir Silju Báru R. Ómarsdóttur,
•    Arna Hauksdóttir, prófessor við Læknadeild á Heilbrigðisvísindasviði og við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, varamaður fyrir Hólmfríði Garðarsdóttur,
•    Daníel Þór Ólason, prófessor við Sálfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði, varamaður fyrir Ólaf Pétur Pálsson,
•    Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, varamaður fyrir Arnar Þór Másson, Vilborgu Einarsdóttur og Þorvald Ingvarsson,
•    Ingvar Þóroddsson, verkfræðinemi, varamaður fyrir Katrínu Björk Kristjánsdóttur,
•    Nanna Elísa Snædal Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á hugverkasviði hjá Samtökum iðnaðarins, varamaður fyrir Davíð Þorláksson.
•    Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, varamaður fyrir Brynhildi Kristínu Ásgeirsdóttur.
•    Sigurður Tómasson, hagfræðingur, varamaður fyrir Katrínu Atladóttur.

Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 13.15