Skip to main content
19. mars 2020

Vinnuferðir innanlands og helgarlokun

""

Tilkynning frá rektor til nemenda og starfsfólks 19. mars 2020:

„Kæru nemendur og starfsfólk. 

Neyðarstjórn Háskóla Íslands fundaði í morgun (19. mars 2020) til að fara yfir stöðu mála varðandi COVID-19.

Vinnuferðir/vettvangsferðir innanlands og mælingar utanhúss

  • Settar hafa verið viðmiðunarreglur um vinnuferðir/vettvangsferðir innanlands og mælingar utanhúss og er þær að finna hér.

Helgarlokun og þrif

  • Eftir hádegi á morgun, föstudag, og fram að hádegi á mánudag verða allar byggingar Háskóla Íslands þrifnar rækilega til þess að draga úr smithættu. Því er starfsfólk sem er á staðnum vinsamlega beðið um yfirgefa byggingar Háskólans eigi síðar en kl. 12.00 á morgun föstudag og þeir sem mæta í byggingar skólans á mánudag komi eftir kl. 12.00. Starfsfólk er vinsamlega beðið um að skilja snyrtilega við til að auðvelda þrifin.

Skipulag náms, kennslu, námsmats og prófa

  • Nemendur eru hvattir til að halda sínu striki þrátt fyrir mjög krefjandi aðstæður. Unnið er að enn frekari stuðningi við rafræna kennslu, skipulagningu námsmats og prófa og verður nemendum haldið upplýstum eftir því sem vinnunni vindur fram.

Sveigjanlegt vinnufyrirkomulag

  • Neyðarstjórn minnir á að starfsfólk hefur sveigjanleika varðandi vinnufyrirkomulag að höfðu samráði við næsta yfirmann. Sjá nánar hér.

Almennar upplýsingar er að finna á COVID-19 síðu Háskóla Íslands. Einnig minnum við nemendur á netspjallið.

Starfsfólk er beðið um að tilkynna um sóttkví eða smit til næsta yfirmanns. Nemendur eru vinsamlega beðnir um að tilkynna slíkt til deildar. Fræðasvið upplýsi neyðarstjórn í tölvupósti til neydarstjorn@hi.is.

Við erum öll almannavarnir.

Með góðri kveðju,
Jón Atli Benediktsson, rektor“

""