Skip to main content
2. nóvember 2016

Verktakar byggja hraðar í Noregi en á Íslandi

""

Á Þjóðarspeglinu síðasta föstudag kynnti Þórólfur Matthíasson hagfræðingur grein sem hann, ásamt Ævari Rafni Hafþórssyni, vann upp úr meistararitgerð Ævars.

Þar kom fram að iðnaðarmenn í Noregi eru að jafnaði allt að 23 stundir að byggja hvern fermertra í íbúðarhúsnæði á meðan íslenskir iðnaðarmenn eru allt að 31 klukkustund með sama verk.  

Vefmiðillinn Vísir ræddi við Þórólf um rannsóknina en þar var leitast við að bera saman framleiðni iðnaðarmanna í byggingariðnaði á Íslandi og í Noregi. 

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.