Skip to main content
11. júní 2020

Nýtt umsjónarkerfi fyrir doktorsnám

Nýtt rafrænt umsjónarkerfi fyrir doktorsnám hefur nú verið tekið upp á öllum fræðasviðum háskólans. Það er Miðstöð framhaldsnáms sem annast hefur gerð kerfisins, ásamt Upplýsinga- og tæknisviði. Kerfið nefnist Doktorsnáman og verður það aðgengilegt öllum doktorsnemum og umsjónarkennurum þeirra á íslensku og ensku. Enska heitið er PhD Portal.

Markmiðið er að auðvelda nemendum, leiðbeinendum og umsýsluaðilum um doktorsnám utanumhald um hvers kyns áætlanir, vörður og framvindu námsins. Doktorsnáman er byggð á almennum ferli doktorsnáms, sem birtist í reglum Háskóla Íslands, og samþykkt háskólaráðs um viðmið og kröfur um gæði doktorsnáms. Ekki verða breytingar á verklagi nemendaskrár vegna tilkomu kerfisins, sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið. Verkefnisstjórar doktorsnáms á fræðasviðum munu annast kynningu á Doktorsnámunni innan sviða og deilda á næstunni.

Kerfið er að finna á innri vef Háskólans, Uglunni.

Logo doktorsnamu

Hópur sem kemur að vinnslu Doktorsnámunnar.