Skip to main content
4. júlí 2020

Nýir sviðs- og deildarforsetar taka við

""

Níu nýir deildarforsetar tóku til starfa við Háskóla Íslands hinn 1. júlí auk nýs forseta Félagsvísindasviðs.

Stefán Hrafn Jónsson er nýr forseti Félagsvísindasviðs og tekur hann við af Daða Má Kristóferssyni sem gegnt hefur starfinu um sjö ára skeið eða frá 2013.

Jónína Einarsdóttir prófessor er nýr deildarforseti Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar. Hún tekur við af Stefáni Hrafni Jónssyni prófessor. 

Ása Ólafsdóttir prófessor er nýr deildarforseti Lagadeildar. Hún tekur við af Aðalheiði Jóhannsdóttur prófessor. 

Gylfi Magnússon prófessor er nýr deildarforseti Viðskiptafræðideildar. Hann tekur við af Inga Rúnari Eðvarðssyni prófessor. 

Urður Njarðvík prófessor er nýr deildarforseti Sálfræðideildar. Hún tekur við af Daníel Þór Ólasyni prófessor. 

Sólveig Anna Bóasdóttir prófesor er nýr deildarforseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar og tekur Rúnari Má Þorsteinssyni prófessor.

Ársæll Már Arnarsson prófessor er nýr deildarforseti Deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda. Hann tekur við af Önnu Sigríði Ólafsdóttur prófessor.

Kristín Jónsdóttir dósent er nýr deildarforseti Deildar kennslu- og menntunarfræði. Hún tekur við af Jónínu Völu Kristinsdóttur dósent.

Freysteinn Sigmundsson vísindamaður er nýr deildarforseti Jarðvísindadeildar. Hann tekur við af Magnúsi Tuma Guðmundssyni prófessor. 

Einar Örn Sveinbjörnsson prófessor er nýr deildarforseti Raunvísindadeildar. Hann tekur við af Oddi Ingólfssyni prófessor.

Níu nýir deildarforsetar tóku til starfa við Háskóla Íslands hinn 1. júlí auk nýs forseta Félagsvísindasviðs.