Skip to main content
24. apríl 2020

Ný dagsetning brautskráningar – 27. júní 2020

""

Samkvæmt 3. mgr. 52. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 skal brautskráning kandídata í júní fara fram á laugardegi sem næst miðjum júní ár hvert. Rektor getur ákveðið frávik frá þessum dagsetningum sem skulu auglýst með minnst tveggja mánaða fyrirvara.
 
Í ljósi þess óvissuástands sem ríkir í þjóðfélaginu vegna COVID-19 faraldursins hefur rektor ákveðið að dagsetning brautskráningar sem auglýst hefur verið 20. júní nk. verði færð til 27. júní nk. Kandídatar fá send rafræn bréf með nánari upplýsingum þegar nær dregur brautskráningu.

Frá brautskráningu Háskóla Íslands