Skip to main content
8. ágúst 2017

Gyða Margrét Pétursdóttir dósent

Dr. Gyða Margrét Pétursdóttir hlaut á dögunum framgang í stöðu dósents við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Alls fengu þrjátíu og fimm akademískir starfsmenn við Háskóla Íslands framgang í starfi. Hópurinn er af öllum fimm fræðasviðum skólans og gekkst hann undir ítarlegt faglegt mat á vegum dóm- og framgangsnefnda fræðasviðanna og forseta þeirra áður en framgangur var veittur.

Gyða er með meistarapróf í félgasfræði og doktorspróf í kynjafræði frá Háskóla Íslands þar sem hún hefur starfað sem lektor síðustu árin. 

Stjórnmálafræðideild óskar henni innilega til hamingju með framganginn.