Skip to main content
2. nóvember 2017

Guð og gróðurhúsaáhrif

Hver er staða náttúrunnar í Biblíunni og kristinni hefð? Hvernig túlka guðfræðingar í samtímanum þá hugmynd að maðurinn sé kóróna sköpunarverksins? Hvaða leiðsögn geta guðfræðingar veitt til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga með réttlátum og ábyrgum hætti? Og hvað merkir það að vinna að réttlæti í loftslagsmálum í guðfræðilegu samhengi? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem tekist er á við í bókinni Guð og gróðurhúsaáhrif. Kristin siðfræði á tímum loftslagsbreytinga sem Háskólaútgáfan hefur gefið út. Höfundur bókarinnar er Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. 

Nú fer fram kröftug umræða innan kristinnar guðfræði eins og í öðrum fræðigreinum um umhverfið, náttúruna og hnattræna hlýnun, enda hafa guðfræðingar löngum tekið alvarlega þá gagnrýni að kristni sé einstaklega mannhverf. Í bókinni Guð og gróðurhúsaáhrif er tekist á við spurningar sem lúta að kristnum áhrifum og hugmyndum um náttúruna í fortíð og nútíð.

Hægt er að lesa viðtal við Sólveigu Önnu um bókina á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs.