Skip to main content
7. mars 2022

Greinasafn um tengsl Íslands og Írlands

Greinasafn um tengsl Íslands og Írlands - á vefsíðu Háskóla Íslands

Út er komið greinasafnið Iceland – Ireland: Memory, Literature, Culture on the Atlantic Periphery í ritstjórn Gunnþórunnar Guðmundsdóttur, prófessors við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og Fionnuala Dillane, prófessors við University College Dublin á Írlandi.

Í bókinni er fjallað um ýmsa þræði áhrifa, sambanda og líkinda í bókmenntum og menningu Íslands og Írlands, eyjasamfélaga á jaðri Evrópu sem hafa tengst á beinan og óbeinan hátt í gegnum aldirnar. Margháttuð tengsl þeirra eru skoðuð allt frá miðöldum til okkar daga og kafað ofan í skilning á fortíð og samtíð sem sjá má í ljóðum, skáldsögum, miðaldatextum og minnismenningu beggja landa. Könnuð eru fyrirbæri á borð við knattleik og ‚hurling‘ Íra, írska daga á Akranesi, glæpasögur, hinseginleika, seinni heimsstyrjöldina, hrunið og margt fleira.

Höfundar greina eru Ásta Kristín Benediktsdóttir, Daisy Neijmann og Gunnþórunn Guðmundsdóttir (Íslensku- og menningardeild HÍ); Gísli Sigurðsson (Stofnun Árna Magnússonar) og Fionnuala Dillane, Sharae Deckard, Anne Fogarty, Lucy Collins, John Brannigan og Paul Rouse (University College Dublin).

Nánari upplýsingar um bókina er að finna á vef Brill-forlagsins, útgefanda bókarinnar.

Út er komið greinasafnið Iceland – Ireland: Memory, Literature, Culture on the Atlantic Periphery í ritstjórn Gunnþórunnar Guðmundsdóttur, prófessors við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands