Skip to main content
14. mars 2016

Fyrsta doktorsvörn sameiginlegs náms lagadeilda HÍ & KU

""

Irina Domurath varði doktorsritgerð sína: Consumer Debt and Contract Law – Protection from over-indebtedness in EU mortgage law (Neytendaskuldir og samningaréttur – vernd gegn yfirskuldsetningu samkvæmt reglum Evrópuréttar um húsnæðislán) við lagadeildir Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla.  Er hér um að ræða fyrstu doktorsvörnina sem fram fer úr sameiginlegu doktorsnámi deildanna.

Leiðbeinendur voru Elvira Méndez Pinedo, prófessor við Lagadeild  Háskóla Íslands, Anders Møllmann, prófessor við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla, og Peter Rott, prófessor við Kassel-háskólann í Þýskalandi.

Andmælendur voru Vibe Ulfbeck, prófessor við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla, Hans W. Micklitz, prófessor við European University Institute í Flórens, og Vanessa Mak, prófessor við Tilburg háskóla.

Helle Krunke, prófessor við Lagadeild Kaupmannahafnarháskóla, stýrði athöfninni sem fram fór í Kaupmannahafnarháskóla þann 11. mars síðastliðinn.

Irina Domurath er fædd í Þýskalandi 1980. Hún lauk meistaraprófi í lögum frá lagadeild Humboldt-háskólans í Berlin árið 2004 og útskrifaðist með LL.M. gráðu í  auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 2010. Irina hóf doktorsnám við Lagadeild Háskóla Íslands árið 2011 og var síðan árið 2012 samþykkt inn í sameiginlegt doktorsnám lagadeilda Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla og lauk doktorsprófi þann 11. mars sl.

Prófessor Vibe Ulfbeck KU, nýdoktor Irina Domurath, prófessor Eyvindur G. Gunnarsson HÍ
""
Irina Domurath
Hans W. Milcklitz og Irina Domurath
Vibe Ulfbeck
Prófessor Vibe Ulfbeck KU, nýdoktor Irina Domurath, prófessor Eyvindur G. Gunnarsson HÍ
Irina Domurath
Hans W. Milcklitz og Irina Domurath
Vibe Ulfbeck