Skip to main content
24. júní 2020

Eindagi skrásetningargjalds framlengdur - Möguleikar á að dreifa greiðslum

Háskóli Íslands hefur ákveðið að seinka eindaga skrásetningargjalds við skólann til 5. ágúst og býður nemendum jafnframt að dreifa greiðslum á skrásetningargjaldinu. Þetta er gert til þess að koma til móts við stúdenta sem margir horfa upp á tekjutap vegna áhrifa kórónaveirufaraldursins.

Árlegt skrásetningargjald Háskóla Íslands er 75.000 krónur og höfðu nemendur upphaflega frest til að greiða það til 4. júlí.

Nemendur geta skipt greiðslu skrásetningargjaldsins
Nemendum býðst að greiða skrásetningargjaldið í einu lagi með debet- eða kreditkorti eða að velja kortalán og dreifa þá greiðslum á gjaldinu eins og hentar hverjum og einum.

Hvar á að greiða skrásetningargjaldið?
-    Núverandi nemendur skólans geta greitt skrásetningargjaldið í Uglu, undir Uglan mín.
-    Nemendur, sem hefja nám í haust og hafa fengið samþykkta umsókn, geta greitt skrásetningjaldið í samskiptagátt skólans þar sem þeir sóttu upphaflega um nám. 
-    Núverandi og verðandi nemendur munu einnig fá greiðsluseðil í netbanka sinn og geta líka valið að greiða þar. 

Ef nemendur eru með spurningar um greiðslu skrásetningargjaldsins er hægt að hafa samband við Nemendaskrá í gegnum netfangið nemskra@hi.is.

  

Háskólatorg