Skip to main content

Samstarf við Stjórnmálafræðideild

Samstarf við Stjórnmálafræðideild - á vefsíðu Háskóla Íslands

Stjórnmálafræðideild á í margskonar samstarfi við ýmsa aðila, bæði innanlands og erlendis. Tengsl við atvinnulífið eru góð og vinna fjölmörg fyrirtæki og stofnanir með deildinni. Samstarf Háskólans annars vegar og fyrirtækja og opinberra aðila hins vegar skilar starfsmönnum og nemendum skólans miklu. Öflug samvinna er atvinnulífinu ekki síður mikilvæg en skólanum þar sem Háskólinn hefur verið driffjöður íslensks atvinnulífs og gegnir enn lykilhlutverki í því að gera Ísland samkeppnishæft á alþjóðavettvangi.

Öflugt alþjóðlegt samstarf

Háskóli Íslands starfar í alþjóðlegu umhverfi og á Stjórnmálafræðideild samstarf við fjölmarga erlenda háskóla og rannsóknastofnanir um rannsóknir, nemendaskipti, starfsmannaskipti og fleira. Öllum nemendum deildarinnar gefst kostur á að taka hluta af námi sínu við erlenda háskóla og fjöldi erlendra nema stundar nám við deildina ár hvert. Stjórnmálafræðideild leggur mikla áherslu á alþjóðleg samskipti í öllu starfi sínu og vinnur stöðugt að því að styrkja þau og efla.