Skip to main content

Hagnýt skjalfræði - Viðbótardiplóma

Hagnýt skjalfræði - Viðbótardiplóma

Hugvísindasvið

Hagnýt skjalfræði

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Diplóma í hagnýtri skjalfræði er hagnýt 30 eininga námsleið fyrir þau sem lokið hafa bakkalárprófi í einhverri grein. Námið er ætlað nemendum sem hafa áhuga á að vinna við skjalavörslu og skjalastjórn, hvort sem er hjá opinberri stofnun, opinberu skjalasafni eða fyrirtæki. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíð (SAG103M)

Í þessu námskeiði er farið yfir hlutverk opinberra skjalasafna og skjalavörslu og skjalastjórn í fortíð og nútíð. Farið verður yfir upprunaregluna og þýðingu hennar fyrir sagnfræðirannsóknir og ágrip af stjórnsýslusögu. Þá verður fjallað um lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar á Íslandi og eftirlitshlutverk opinberra skjalasafna. Farið verður yfir skilgreiningu á afhendingarskyldum aðilum og skyldum þeirra samkvæmt lögum. Jafnframt verður fjallað um þróun skjalavörslu og skjalastjórnar á 20. og 21. öld og skjalasöfn og skráning þeirra skoðuð. Þá verður fjallað um uppbyggingu nútíma skjalasafna með tilliti til reglna sem um þau gilda. Helstu verkefni skjalastjóra verða skoðuð. Gestakennarar eru m.a. sérfræðingar í Þjóðskjalasafni Íslands og munu þeir fara yfir helstu verkþætti í skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila.

X

Einkaskjalasöfn - varðveisla og notkun þeirra til rannsókna (SAG103F)

Fjallað verður um einkaskjalasöfn, varðveislu þeirra og hvernig þau nýtast sem heimildir um sögu liðinna tíma. Skoðað verður hvaða hlutverk skjalavörslustofnanir hafa í varðveislu einkaskjalasafna og söfnun þeirra, hvernig og hvar einkaskjalasöfn eru varðveitt á Íslandi, m.a. í samanburði við önnur lönd. Jafnframt verður fjallað um hvernig einkaskjalasöfn hafa verið notuð sem heimildir og aðgengi að þeim.  Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku. Fyrirlestrar verða haldnir og auk þeirra er gert ráð fyrir að nemendur leysi verkefni í hópvinnu og sjálfstætt. Gert er ráð fyrir heimsóknum til vörslustofnana sem varðveita einkaskjalasöfn.  

X

Hagnýtt verkefni í skjalfræði (SAG104F)

Námskeiðið er æfing í sjálfstæðum vinnubrögðum við þann þátt skjalavörslu og skjalastjórnar sem nemandi velur sér. Nemendur velja sér verkefni í samráði við kennara. Verkefnið á að vera hagnýtt og getur til dæmis falið í sér skráningu og frágang á opinberu skjalasafni eða einkasjalasafni ásamt greinargerð, hvers konar vinna við skjalasafn stofnunar eða hjá einkaaðila með greinargerð um þá vinnu t.d. gerð málalykils, skjalavistunaráætlunar eða við tilkynningu á rafrænu gagnasafni.  

X

Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana (OSS204F)

Fjallað verður um íslensk stjórnvöld, íslenska stjórnsýslukerfið, reglur sem gilda um samskipti og yfirstjórn innan stjórnsýslukerfisins, um meðferð stjórnsýslumála og upplýsingarétt almennings. Aðalháerslan er á meðferð stjórnsýslumála og þýðingu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 í því sambandi. 

X

Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)

Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.

X

Hagnýtt verkefni í skjalfræði (SAG104F)

Námskeiðið er æfing í sjálfstæðum vinnubrögðum við þann þátt skjalavörslu og skjalastjórnar sem nemandi velur sér. Nemendur velja sér verkefni í samráði við kennara. Verkefnið á að vera hagnýtt og getur til dæmis falið í sér skráningu og frágang á opinberu skjalasafni eða einkasjalasafni ásamt greinargerð, hvers konar vinna við skjalasafn stofnunar eða hjá einkaaðila með greinargerð um þá vinnu t.d. gerð málalykils, skjalavistunaráætlunar eða við tilkynningu á rafrænu gagnasafni.  

X

Miðlun og menning (HMM240F)

Í námskeiðinu er menningarhugtakið teknar til gagnrýninnar skoðunar. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis því sem hlutverk, skilyrði og áhrif menningar í samtímanum eru vegin og metin. Markmiðið er að skapa samræðu fræðilegrar umræðu um menningararf, menningarstefnu og menningarlega sjálfbærni við praktísk úrlausnarefni sem tengjast miðlun menningar. Þannig er hugað að samspili menningarlífs við félagslegar, pólitískar og hagrænar aðstæður í sögu og samtíð og kannað hvernig þessir þættir bæði skilyrða og gera mögulega menningarmiðlun í samtímanum. Skoðað er hvernig menningararfur, hefðir, félagslegt minni, hugmyndir um upprunaleika og sjálfsmynd hafa áhrif á mótun og endursköpun menningar og hvernig nota má hugtök eins og „menningarlegt auðmagn“, „menningarlegt forræði“ og „orðræða um menningararf“ til að greina og skilja birtingarmyndir menningar. 

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Emil Gunnlaugsson
Kolbrún Fjóla Rúnarsdóttir
Emil Gunnlaugsson
Safnfræði - BA nám - aukagrein skjalfræði

Ég tók skjalfræði sem aukagrein samhliða sagnfræðinámi og reyndist það heillaspor. Námið gaf mér góða innsýn inní heim skjalasafna og er afar praktískt, sérstaklega fyrir sagnfræðinema en líka aðra því námið er góður leiðarvísir til þess að skilja hlutverk, uppbyggingu og nýtingarmöguleika skjalasafna. Ég myndi mæla með skjalfræði fyrir aðra sagnfræðinema en það ætti einnig að nýtast sem góð viðbót við margar aðrar greinar.

Kolbrún Fjóla Rúnarsdóttir
BA

Skjalfræðin í Hí er bæði praktískt og skemmtilegt nám. í náminu er lögð áhersla á hagnýt verkefni og virka þátttöku nemanda. Námið gaf mér góða innsýn inn í verkferla skjalastjóra og starfsemi Þjóðskjalasafns og héraðskjalsafna. Deildin er lítil og kennarar héldu vel utan um hvern og einn nemanda. Í Skjalfræðinni var farið yfir feril skjala frá því þau verða til allt þar til þeim er skilað til Þjóðskjalasafns eða héraðskjalasafns og verða að fræðilegri heimild. Áhersla í náminu á notkun og varðveislu á rafrænum skjölum og gögnum hefur einnig nýst mér ákaflega vel í starfi. Ég tók skjalfræðina sem aukagrein og sé ekki eftir því, námið opnaði dyr mínar að spennandi starfsumhverfi skjalafræðinga og núverandi starfi mínu skjalafræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.