Fylgigögn með umsókn | Háskóli Íslands Skip to main content

Fylgigögn með umsókn

Sótt er um meistaranám í lýðheilsuvísindum, faraldsfræði og líftölfræði, sem og um viðbótardiplóma í lýðheilsuvísindum, í rafrænni umsóknargátt Háskóla Íslands.

Hér að neðan eru upplýsingar um fylgigögn með umsóknum.

Vinsamlega merkið öll gögn vandlega með nafni og kennitölu, einnig þau gögn sem skilað er rafrænt. Hengið einungis .pdf skjöl við umsókn.

Fylgigögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt (t.d. staðfestan námsferil) skal skilað til: Háskóli Íslands, Nemendaskrá, Sæmundargötu 2, 102 Rvk.

Meistaranám í lýðheilsuvísindum, faraldsfræði og líftölfræði:

Fyrra nám
Hafi umsækjandi lokið grunnnámi frá öðrum skóla en HÍ ber að skila staðfestu afriti námsferils þar sem fram kemur raðeinkunn/árangur í einstaka námskeiðum.

Námsferil skal senda til: Háskóli Íslands, Nemendaskrá, Sæmundargötu 2, 102 Rvk.

Að öllu jöfnu er beðið um að viðkomandi skóli sendi staðfest gögn beint til Nemendaskrár. Hafi grunnnámi verið lokið erlendis er einnig nauðsynlegt að fram komi upplýsingar um einkunna og einingakerfi viðkomandi skóla.

Námsleið og kjörsvið
Hér skal velja viðeigandi námsleið, t.d. Lýðheilsuvísindi, Meistarapróf, 120 einingar. Umsækjendur eru ekki bundnir af vali á kjörsviði í umsókn, en ef kjörsvið er í boði á námsleið þá vinsamlega veldu þá líklegustu.

Meðmælendur
Gott er að leita til þeirra sem þekkja til vinnubragða þinna og persónu, t.d. kennara, vinnuveitanda eða samstarfsaðila. Skrá þarf nöfn tveggja meðmælenda. Einungis verður haft samband við meðmælendur ef þörf er á og ekki án samráðs við umsækjanda.

Ferilskrá
Reyndu að hafa ferilskrá hnitmiðaða. Ritaskrá má einnig fylgja sé hún fyrir hendi.

Greinargerð um markmið og væntingar
Góð greinargerð á að sýna fram á að þú sért vel undirbúin/n til að takast á við krefjandi nám á framhaldsstigi og sýna fram á skilning þinn á innihaldi námsins.

Greinagerð má skila rafrænt eða með því að fylla út þetta form.  Hún á ekki að vera lengri en ein A4 bls. , eða um 1000 orð, og svara þessum spurningum:

  1. Hvað vakti áhuga þinn á náminu? Getur þú tengt þann áhuga við fyrra nám eða starfsreynslu?
  2. Telur þú þig búa að þeim grunni sem þarf til standast námskröfur í skyldunámskeiðum? Hvaða valnámskeiðum og/eða hvaða áherslulínu sérðu fyrir þér að ljúka?
  3. Hefur þú hugmyndir að lokaverkefni? Hvernig metur þú hæfni þína til að takast á við rannsóknarverkefni og hvaða reynslu vonast þú til að öðlast við þá vinnu?
  4. Hver eru markmið þín að námi loknu?
  5. Námsáætlun: Hvaða námskeiðum hyggstu ljúka á fyrsta ári í náminu? Muntu ljúka námi á 4 eða 6 misserum?*
  6. Annað sem þú vilt taka fram.

*Fullt nám er 30ects á misseri. Að baki hverju 6e námskeiði eru u.þ.b. 42 fyrirlestrar, dæma- og umræðutímar. Að jafnaði má gera ráð fyrir 27klst í tímasókn og heimavinnu að baki hverrar einingar – 6e námskeið samsvarar þannig um fjórum 40st vinnuvikum. Námið er ekki skipulagt með fjarnám í huga og námskeið fara fram milli 8:00-16:00. Mörg skyldunámskeiða eru kennd í 3-6 vikna lotum.

Námskeiðaval
Hér skal merkja við þau skyldu- og valnámskeið sem nemandi hyggst ljúka á fyrsta námsári.

Listi yfir valnámskeið er ekki tæmandi og umsækjendur geta við endurskoðun námskeiðaskráninga í byrjun misseris valið önnur framhaldsnámskeið í kennsluskrá HÍ, í samráði við skrifstofu námsins.

Samstarfsaðilar
Ef þú hefur þegar lagt drög að rannsóknarverkefni utan deilda HÍ biðjum við þig að senda staðfestingu á þátttöku þeirrar stofnunnar eða fyrirtækis sem þú hyggst vinna verkefnið með. Liggi fyrir drög að umsókn um fjárstuðning til sjóða biðjum við þig að senda afrit.


Viðbótardiplóma í lýðheilsuvísindum

Upplýsingar um námsferil
Hafi umsækjandi lokið grunnnámi frá öðrum skóla en HÍ ber að skila staðfestu afriti námsferils þar sem fram kemur raðeinkunn/árangur í einstaka námskeiðum.

Námsferil skal senda til: Háskóli Íslands, Nemendaskrá, Sæmundargötu 2, 102 Rvk.

Að öllu jöfnu er beðið um að viðkomandi skóli sendi staðfest gögnin beint til Nemendaskrár. Hafi grunnnámi verið lokið erlendis er einnig nauðsynlegt að fram komi upplýsingar um einkunnir og einingakerfi viðkomandi skóla.

Námsleið
Hér skal velja Lýðheilsuvísindi, Viðbótardiplóma, 30 einingar.

Ferilskrá
Reyndu að hafa ferilskrá mjög stutta og hnitmiðaða.

Námskeiðaval
Hér skal merkja við skyldunámskeið og þau valnámskeið sem nemandi hyggst ljúka. Listi yfir valnámskeið er ekki tæmandi og umsækjendur geta við endurskoðun námskeiðaskráninga í byrjun misseris valið önnur framhaldsnámskeið í kennsluskrá HÍ, í samráði við skrifstofu námsins.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.