Skip to main content

Viltu starfa við nýsköpun?

Viltu starfa við nýsköpun? - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands er í fjölbreyttu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir sem skapar tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk til að starfa að nýsköpun og leysa hagnýt verkefni. Tækifærin geta sem dæmi falist í:

  • Rannsóknum í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.
  • Starfsþjálfun.
  • Hluta-, sumar- eða framtíðarstarfi í nýsköpunartengdum verkefnum.

Starfsfólki og nemendum býðst auk þess margs konar stuðningur við nýsköpunar- og frumkvöðlastarf innan skólans.

Stuðningur

Á Tengslatorgi Háskóla Íslands geta fyrirtæki og stofnanir auglýst laus hluta-, sumar- og framtíðarstörf eða önnur atvinnutengd verkefni fyrir stúdenta skólans.

Hjá skólanum eru starfandi Náms- og starfsráðgjafar sem aðstoða nemendur við að brúa bilið frá námi í starf og veita leiðbeiningar um gerð:

  • Ferilskrár
  • Kynningarbréfs
  • Starfsferilsmöppu

Náms- og starfsráðgjafar aðstoða einnig við undirbúning fyrir atvinnuviðtöl.

Atvinnudagar Háskóla Íslands er árlegur viðburður þar sem áhersla er lögð á atvinnumál og undirbúning nemenda skólans fyrir þátttöku á vinnumarkaði.

Háskóli Íslands er einnig í samstarfi við ýmsa aðila úr atvinnulífinu um starfsþjálfun í grunnnámi og framhaldsnámi sem hefur það að markmiði að leiða saman metnaðarfulla nemendur annars vegar og fyrirtæki og stofnanir hins vegar með sameiginlegan ávinning allra aðila að leiðarljósi. Markmið skólans er að efla þetta samstarf enn frekar. Tækifæri til starfsþjálfunar eru auglýst á Tengslatorgi. Kynntu þér framboðið!

Nemendum Háskóla Íslands stendur auk þess til boða að sækja um starfsþjálfun hjá alþjóðastofnunum til að kynnast betur hugverkaréttindum. Auglýst er eftir umsóknum árlega og öll áhugasöm eru hvött til að kynna sér málið vel. 

Háskóli Íslands veitir þeim sem hafa áhuga á að feta nýsköpunarveginn ýmiss konar stuðning, meðal annars í formi ráðgjafar og aðstöðu. Auk þess stendur skólinn fyrir árlegri samkeppni um Vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ með veglegum verðlaunum og er bakhjarl ýmissa hraðla.

Nýsköpun í Háskóla Íslands

Nýsköpun er stór þáttur í starfsemi Háskóla Íslands og á undanförnum árum hafa fjölmörg fyrirtæki verið stofnuð á grundvelli frumkvöðlastarfs, rannsókna og hugmynda innan veggja skólans. Hugverkanefnd Háskóla Íslands og Landspítala hefur haft aðkomu að stofnun yfir 20 fyrirtækja í eigu starfsfólks og skólans. Á vefsíðunni Sprotafyrirtæki Háskóla Íslands er að finna lista yfir þau fyrirtæki sem hafa verið stofnuð út frá nýsköpunarverkefnum í Háskólanum frá árinu 2000 til dagsins í dag.

Hafðu samband við verkefnastjóra nýsköpunar á Vísinda- og nýsköpunarsviði skólans ef að þú þarft aðstoð við að feta veginn.

Tengt efni