Skip to main content

Fornleifafræði

Fornleifafræði

Hugvísindasvið

Fornleifafræði

BA gráða – 180 einingar

Fornleifafræði fjallar um samfélög með því að rannsaka minjar um þau. Fortíðin er meginviðfangsefni fornleifafræðinnar en í vaxandi mæli er aðferðum hennar einnig beitt til að greina samfélög nútímans. Söguleg fornleifafræði fjallar um þau tímabil sem ritheimildir eru einnig til um en forsöguleg fornleifafræði fjallar um þá tíma sem fornleifar einar eru til frásagnar um.

Skipulag náms

X

Aðferðafræði I (FOR101G)

Í námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði fornleifafræðilegrar aðferðafræði. Helstu efni sem fjallað verður um eru: Saga aðferðafræðinnar, löggjöf og siðfræði, undirbúningur rannsókna, rannsóknaráætlanir og heimildakönnun, fornleifaskráning, loftljósmyndun og fjarkönnun, aðferðir við uppgröft og úrvinnslu uppgraftargagna, gagnasöfn, forvarsla og miðlun. Námskeiðið er kennt með fyrirlestrum og umræðutímum en í upphafi misseris verður námskeiðið kennt á vettvangi. Önnur námskeið í fornleifafræði sem kennd eru á sama misseri munu taka mið af því.

X

Vinnulag í fornleifafræði (FOR102G)

Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur fyrir frekara háskólanám í fornleifafræði. Framsetning efnis og þekkingar í ræðu og riti er veigamikill þáttur í því. Að námskeiðinu loknu ættu nemendur að hafa skýrar hugmyndir um þær kröfur sem gerðar eru til nemenda á háskólastigi og hvaða aðferðum þeir þurfa að beita til þess að uppfylla þessar kröfur.

 Farið er yfir helstu þætti í ritun fræðilegs texta með áherslu á ritgerðaskrif en einnig fjallað um önnur form sem varða fornleifafræði sérstaklega, s.s. uppgrafta- og skráningarskýrslur. Fjallað er um heimildanotkun og lögð áhersla á gagnrýnið viðhorf við meðferð og túlkun texta. Fjallað er um mismunandi gerðir heimilda og hvernig þær nýtast fornleifafræðingum við rannsóknir og kynntar ólíkar leiðir við miðlun fornleifafræðilegra upplýsinga.

X

Inngangur að fornleifafræði (FOR103G)

Yfirlitsnámskeið um viðfangsefni og aðferðir fornleifafræðinnar. Hvað er fornleifafræði? Saga fornleifafræðinnar, hugmyndafræðilegur grundvöllur og samband hennar við aðrar greinar fortíðarvísinda. Hvernig eru fornleifar notaðar til að varpa ljósi á samfélagsgerð, umhverfi, hagkerfi og viðskipti, trú og hugmyndafræði, þróun og breytileika?

X

Gagnrýnin hugsun (HSP105G)

Námskeiðinu er ætlað að gera nemendum grein fyrir mikilvægi gagnrýninnar hugsunar með því að kynna helstu hugtök og aðferðir og mismunandi skilning á eðli og hlutverki hennar. Nemendur verða þjálfaðir í gagnrýninni hugsun eins og hún kemur fyrir í heimspeki og í daglegu lífi og starfi. Lögð er áhersla á að greina röksemdafærslur. Helstu rökvillur og rökbrellur verða ræddar og nemendum kennt hvernig má greina þær og forðast. Ítarlega verður farið í samband gagnrýninnar hugsunar og siðfræði.

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Sérstök áhersla er lögð á umræður um raunhæf úrlausnarefni. Reynt verður að hafa verkefni eins hagnýt og kostur er og tengja þau sem flestum sviðum daglegrar reynslu.

X

Íslensk miðaldasaga í ljósi ritheimilda og fornleifa (FOR205G)

Í námskeiðinu er fjallað um sögu Íslands frá landnámi til siðaskipta í ljósi ritheimilda og fornleifa. Yfirlit um sögu víkingaaldar og sögu rannsókna á víkingaöld. Farið er yfir landnámið, forsendur þess og framgang í ljósi fornleifa og ritheimilda. Fjallað verður um mótun nýs samfélags, sjálfsmynd þess og hagrænan grundvöll, byggðaþróun, trú og trúskipti, pólitísk innanlandsátök og innleiðingu ríkisvalds á þrettándu öld.  Kirkjan og félagsleg, menningarleg, pólitísk og hagræn áhrif hennar eru í brennidepli í seinni hluta námskeiðsins. Þessi viðfangsefni verða sett í samhengi við almenna sagnaritun tímabilsins, þróun tækni og efnismenningar og þróun mála í umheiminum. Áhersla er lögð á að nemendur kynni sér frumheimildir, bæði ritheimildir og fornleifar. Kennslan fer fram í fyrirlestrum og í umræðutímum.

X

Forsaga (FOR204G)

Forsaga fjallar um menningarsögu mannkyns eins og hún birtist í efnismenningunni, frá upphafi verkmenningar fyrir rúmlega 2,5 milljónum ára til loka járnaldar (≈ 0-800 AD), þ.e. einkum þau tímabil sem aðeins takmarkaðar eða engar ritheimildir eru til um. Í námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði forsögu, svo sem tímatalsfræði og skilgreiningar forsögulegra menningarsamfélaga. Auk þess  verður fjallað um ýmsar birtingarmyndir forsögulegra menningarsamfélaga, svo sem búsetumynstur, grafsiði, verkmenningu og verktækni, verslun og viðurværi. Áhersla verður lögð á þróun mannsins í hnattrænu samhengi og síðari forsögu Evrópu (≈ 10.000 BC-800 AD).

Í lok námskeiðsins er þess vænst að nemendur geti fótað sig í orðfæri forsögulegrar fornleifafræði og kunni skil á helstu vörðum forsögulegrar tímatalsfræði og evrópskrar forsögu.

X

Fornleifarannsókn á vettvangi (FOR406G)

Fornleifauppgröftur. Markmið námskeiðs er að auka færni og þekkingu nemenda á uppgraftaraðferðum, einstökum þáttum fornleifarannsókna og að vinna sjálfstætt. Á staðnum verður m.a. kennt á gagnagrunninn Intrasis og uppmælingar með alstöð. Nemendur fá þjálfun í frágangi og pökkun gripa sem finnast í uppgreftinum. Nemendur munu einnig skrá forngripi í menningarsögulegt gagnasafn, Sarp. Uppgraftarsvæði: Bæjarstæði Árbæjar á Árbæjarsafni í Reykjavík. Tími námskeiðs eru fjórar heilar vinnuvikur og hefst námskeiðið í maí eftir að vormisserisprófum líkur á Hugvísindasviði.

X

Starfsreynsla við uppgröft eða safn (FOR413G)

This course is comprised solely of work experience connected to archaeology undertaken by the student. Work can include participation on an archaeological fieldschool, excavation (uppgröftur), survey project (fornleifaskráning), post-excavation analysis (urvinnsla) including finds or conservation work (forvarsla) and work at a museum or heritage agency. If you are in doubt about what might count, contact the head of the department. The work must entail a minimum of 40 full-working days. At the end of the work, students must ask for a report form to be filled out by their employer/supervisor and this form must then be returned to the head of department. The form is available on the departmental website and can be downloaded here: https://fornleifafraedi.hi.is/?attachment_id=741.

X

Starfsreynsla við uppgröft eða safn (FOR419G)

This course is comprised solely of work experience connected to archaeology undertaken by the student. Work can include participation on an archaeological fieldschool, excavation (uppgröftur), survey project (fornleifaskráning), post-excavation analysis (urvinnsla) including finds or conservation work (forvarsla) and work at a museum or heritage agency. If you are in doubt about what might count, contact the head of the department. The work must entail a minimum of 20 full-working days. At the end of the work, students must ask for a report form to be filled out by their employer/supervisor and this form must then be returned to the head of department. The form is available on the departmental website and can be downloaded here: https://fornleifafraedi.hi.is/?attachment_id=741.

X

Aðferðafræði II (FOR202G)

Námskeiðið er ætlað sem inngangur að þeim verklegum þáttum sem þarf að hafa í huga við úrvinnslu uppgraftargagna: Hvað er gert við gripina sem finnast, teikningarnar, mælingarnar, ljósmyndirnar? Á námskeiðinu er farið í gegnum öll þau atriði er snúa að úrvinnslunni og að lokum skrifa nemendur lokaskýrslu. Námskeiðinu er skipt upp í nokkrar lotur, þar sem hver lota snýr að ákveðnum verkefnum í tíma, undir handleiðslu kennara. Unnið verður úr þeim gögnum er fengust á námskeiðinu Fornleifarannsókn á vettvangi II (FOR406G). Það er því ráðlagt að nemendur hafi lokið þessu námskeiði á vorönn.

X

Gripafræði (FOR303G)

Námskeiðið fjallar annars vegar um almennan grundvöll gripafræðinnar, gerðfræði og efnisfræði, og hins vegar um helstu flokka gripa sem finnast á Íslandi, leirker, steináhöld og steinílát, skartgripi og vopn, tréílát, vefnað, gler, krítarpípur o.fl.

X

Kennileg fornleifafræði (FOR408G)

Markmiðið með námskeiðinu er að veita nemendum innsýn í kennilegan bakgrunn fornleifafræðinnar, einkum í Evrópu og Norður-Ameríku. Farið verður yfir sögu kenninga og skýrt frá áhrifum þeirra á þróun fræðigreina almennt. Merking kennilegrar fornleifafræði verður reifuð, samhliða því sem farið verður ítarlega yfir helstu kenningar, strauma og stefnur, og áhrif þeirra á fræðigreinina. Kennt verður með fyrirlestrum, auk þess sem nemendur verða látnir taka þátt í umræðum og vinna að hópverkefnum (4-5 nemendur saman) um kenningar fornleifafræðinnar og kynna niðurstöður þess með framsögu.

X

Dauði og endurfæðing - Inngangur að síðmiðöldum - Heimssaga I (SAG115G)

Síðmiðaldir (14.-15. öld) einkenndust af andstreymi á flestum sviðum evrópsks samfélags. Eftir mannfjölgun, þenslu og vöxt undangenginna þriggja alda sóttu drepsóttir nú fast að með mannfelli og hörmungum. Efnahagsþrengingar settu svip sinn á mannlíf hátt og lágt ― valdamenningu, félagsformgerðir og trúarlíf. Menntun, menning og listir héldu fyrra afli en dauði og forgengileiki mannlegs lífs var víða í forgrunni. Innri friður álfunnar átti einnig undir högg að sækja þegar konungsveldi efldust enn frekar, oft með íþyngjandi og ófriðlegum hætti fyrir vinnandi stéttir og almúga. Rómarkirkjan, sem risið hafði hátt undir páfavaldi á hámiðöldum, fór hins vegar halloka fyrir veraldarvaldhöfum eða staðbundnu kirkjuvaldi og dró úr völdum páfa innan kirkju og kristindóms. En hvert sem litið er á tímabilinu haldast dauði og endurfæðing í hendur, eftirvænting eftir því sem tekur við þessa heims og annars í skugga dauðans.
Dauði og endurfæðing er inngangsnámskeið sniðið að nýnemum í sagnfræði ― öðrum er velkomið að nýta það sem valnámskeið. Lesin verður grunnbók um tímabilið en sjónum einkum beint að eftirtöldum þemum í fyrirlestrum: (1) Hnignun páfavalds og efling kirkjuþinga; (2) trúarinnlifun, alþýðutrú og mystisismi; (3) efling ríkisvalds við þröngan kost, stríð og örðuga skattheimtu; (4) Svarti dauði og mannfækkun af hallærum ― langvinn áhrif á efnahag, verslun og félagsgerðir; (5) menntun, menning og listir í skugga mannfellis og drepsótta; (6) rætur siðaskipta og endurreisnar í miðaldamenningu.
Námsmat byggir á stuttri ritgerð og skriflegu lokaprófi.

X

Miðaldakirkjur og list þeirra sem spegill á samfélagið (SAG355G)

Hvað er vitað um íslenskar miðaldakirkjur og á hverju byggist sú vitneskja? Hvaða máli skiptu þessar kirkjur í samtíma sínum? Á Íslandi eru engar varðveittar miðaldakirkjur en samt er ýmislegt um þær vitað. Kirkjugrunnar hafa verið grafnir upp og rýnt hefur verið í ritheimildir til að átta sig á hvernig þessar kirkjur hafa litið út. Mikið af listmunum úr innra rými kirkna hefur aftur á móti varðveist. Námskeiðið miðar að því að kynna það sem vitað er um íslenskar miðaldakirkjur og um leið samfélagið sem byggði þær og notaði. Hverjir byggðu hvað og hvers vegna? Farið er yfir helstu flokka kirkna í stærðar- og tignarröð: Dómkirkjur, klausturkirkjur/kirkjur á stærri stöðum, aðrar kirkjur. Ytra form kirknanna verður kynnt ásamt heimildaefninu sem þessi þekking byggir á og endurnýting byggingartimburs fram eftir öldum.

X

Einstaklingsverkefni (FOR501G)

Einstaklingsverkefni.

X

Eldfjallafræði (JAR514M)

Eldgos eru eitt þeirra meginferla sem skapar og mótar svipmót jarðar. Eldgos geta leitt af sér hamfarir og valdið verulegu tjóni á mannvirkjum. Kvikugösin sem rísa upp frá eldspúandi gígunum viðhalda andrúmslofti jarðar, sem og hafa veruleg áhrif á eiginleika andrúmsloftsins og loftstrauma þess. Kvikuvirkni neðanjarðar, og í sumum tilfellum eldvirknin ofan jarðar, hefur myndað beint eða óbeint stóran hluta að þeim málmum sem við nemum úr jörðu. Þannig að fyrirbærið eldgos hefur bein og óbein áhrif á mannkynið sem og tengsl við margar af undirgreinum jarðvísindanna. Af þeim sökum er grunnskilningur á því hvernig eldfjöll og eldstöðvakerfi virka og framlag eldvirkninar til hringrásaferla jarðar góð undirstaða fyrir alla nemendur í jarðvísindum.

Í þessu námskeiði verður farið í grunnatriði eldfjallafræðinnar; ferðalag kviku upptakastað til yfirborðs og almenn ferli sem stjórna eldvirkni á yfirborði og dreifingu gosefna. Fjallað verður líka um grunnatriði eldgosavár og hnattrænna áhrifa eldgosa.

Verklegar æfingar eru vikulega og beinast að því að leysa vandamál með útreikningum, greiningu gagna og rökstuðningi. Ein vettvangsferð á Reykjanes.

X

Náttúrulandfræði (LAN101G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kunni skil á undirstöðuatriðum er varða líflandfræði og jarðveg, þekki helstu hugtök og aðferðir sem beitt er og verði færir um að greina og túlka íslenskt umhverfi í ljósi þeirra. Farið verður í myndun jarðvegs og eiginleika hans, útbreiðslu jarðvegsgerða, jarðvegsrof og jarðvegsmengun. Fjallað verður um hringrásir efna og orku, útbreiðslu lífríkis og áhrifaþætti, búsvæðabelti, líffræðilega fjölbreytni og verndun lífríkis. Rætt verður sérstaklega um áhrif nýtingar og ástand jarðvegs og gróðurs, orsakir og afleiðingar jarðvegseyðingar og hnignunar gróðurlenda.

Haldnir verða þrír fyrirlestrar á viku þar sem farið verður yfir meginefni námskeiðsins. Tveimur tímum á viku verður varið í verkefnavinnu þar sem nemendur munu vinna í hópum að úrlausn verkefna. Ein hálfs dags ferð er farin út fyrir Reykjavík til að framkvæma gróðurmælingar og safna jarðvegssýnum.

X

Kortagerð og kortahönnun (LAN102G)

“visualization is the process of making the invisible visible[...] the process of making the cognitive imagination visual using available and culturally dominant technologies is one of the most consistent behaviors of mankind.”

„Myndræn framsetning er að gera ósýnileg fyrirbæri sýnileg [eða] það að gera sjónrænt grein fyrir ímyndun hugans með tiltækri tækni og í samræmi við menningarleg viðmið. Þetta er eitt af því sem mannkynið hefur alltaf leitast við að gera.” - Cox, D. (2006). "Metaphoric Mappings: The Art of Visualization." MIT Press.

Kortagerð er einn af mikilvægum hlutum landupplýsingahönnunar.

Nemendur kynnast fræðilegri undirstöðu kortagerðar með hjálp stafrænnar tækni. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum greinargóðan skilning á hugtökum og hagnýtum atriðum sem snerta myndræna framsetningu á kortum og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Það snertir ýmis mikilvæg svið í landfræði og skyldum greinum. Í gegnum fyrirlestra og umræður fá nemendur skilning á sögu kortagerðar, helstu kenningum og hugtökum á fagsviðinu og hlutverki landfræðilegra upplýsingakerfa við gerð korta nú á dögum. Fyrirlestrum er fylgt eftir með verkefnum sem hjálpa nemendum að skilja undirstöðuhugtök kortagerðar, sem og skipulegum æfingum í tölvuveri  þar sem nemendur læra að nýta sér landfræðileg upplýsingakerfi við einfalda greiningu og framsetningu landupplýsinga. Nemendur öðlast færni til að rýna eigin verk og annarra á gagnrýninn hátt og geta útskýrt og réttlætt eigin ákvarðanir varðandi myndræna framsetningu á korti.

X

Mannvistarlandfræði (LAN104G)

Kynnt verða hugtök og kenningastraumar í samfélagsvísindum, með áherslu á notkun og birtingarform í samtímarannsóknum í mannvistarlandfræði og ferðamálafræði. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á notkun hugtaka í vísindalegri umræðu og þjálfun í meðferð þeirra. Má þar telja algeng hugtök eins og staður, rými, hnattrænt, staðbundið, hnattvæðing, sjálfbær þróun, náttúra, landslag, menning, sjálfsmynd, ímynd og samfélag. Kennsluform er blanda fyrirlestra og umræðutíma í smærri hópum, sem tengjast skilaverkefnum nemenda. Próftökuréttur er háður verkefnaskilum og þátttöku í umræðuhópum.

X

Jarðvegsfræði (LAN516G)

Námskeiðið hentar nemendum á öðru og þriðja námsári
Námskeiðið felur í sér eftirfarandi helstu þætti:

  • Jarðvegsmyndandi ferla
  • Eðlis- og efnaeiginleika jarðvegs
  • Flokkun jarðvegs og hnattræna dreifingu
  • Hlutverk jarðvegs í vistkerfum
  • Áhrif utan að komandi þátta (t.d. gróðurs og loftslags) á jarðveg og næringarefnainnihald
  • Jarðvegsrof og landhnignun
  • Íslenskur jarðvegur og einkenni hans
  • Áhrif fólks á jarðveg og gróður
  • Jarðvegur sem rannsóknarefni varðandi mannvist og umhverfissögu

Námskeiðið samanstendur af fyrirlesturum, vettvangs- og rannsóknastofuvinnu og ritgerðaskrifum.

X

Aðferðafræði og hugtök listfræði (LIS101G)

Aðferðafræði, hugtök og saga listfræði (LIS101G) er inngangsnámskeið sem er hugsað sem grunnnámskeið fræðigreinarinnar listfræði. Fjallað er um listhugtakið, sögu listfræðinnar, fræðilegar forsendur listasögu sem sjálfstæðrar fræðigreinar, hugtök og heiti, rannsóknaraðferðir og helstu kenningar innan listfræði. Nemendur fá þjálfun í myndgreiningu og myndlestri og kynnast helstu greiningaraðferðum listfræðinnar, s.s. formalískri, íkónógrafískri og marxískri myndgreiningu. Gagnrýnar kenningar sem hafa endurmótað skilgreiningu 'myndlistar' og umfjöllun um myndlist verða teknar til skoðunar í fyrirlestrum, lesefni og umræðum, þar á meðal póst-strúktúralismi, feminísmi og efirlendufræði. Saga og þróun listfræðinnar verður skoðuð í samhengi sögu safna og annarra liststofnana, í víðara samhengi sjónmenningar og mótun og skilgreiningu áhorfandans. Verkefni eru hönnuð til þess að að þjálfa myndgreiningu, gagnrýna hugsun og ritfærni.

X

Grasafræði (LÍF102G)

Plöntur sem lífverur. Bygging og starfsemi plöntufrumna. Ljóstillífun. Innri og ytri bygging plantna, vöxtur og æxlun. Ættliðaskipti, þróun, lífsferlar og einkenni helstu hópa plantna. Fjallað verður um mosa og útdauðar og núlifandi æðplöntur en mest áhersla lögð á blómplöntur. Þróun og gerð fræja, blóma og aldina. Helstu lífbelti jarðar. Gróður á Íslandi.

Verklegar æfingar: Dæmi skoðuð af ytri og innri byggingu plantna úr helstu hópum. Frumu- og vefjagerðir, fræ, blóm og aldin. Áhrif umhverfis á ytri og innri gerð plantna.

Próf: Verklegt (20%) og skriflegt próf (80% heildareinkunnar). Lágmarkseinkunnar er krafist í báðum prófhlutum.

X

Vistfræði (LÍF311G)

Fyrirlestrar: Inngangur. Þróun. Atferli. Söguleg og vistfræðileg líflandafræði. Stofnar: Dreifing einstaklinga, fæðingartölur, dánartölur, aldursdreifing, líftöflur, vöxtur stofna, stjórnun stofnstærðar, stofnsveiflur, far. Samspil tegunda: Samkeppni, afrán, aðrar samskiptagerðir. Nýting stofna. Stjórnun skaðlegra stofna. Samfélög: Lýsing, tegundasamsetning, tegundafjölbreytni, fæðuvefir, stöðugleiki, framvinda. Vistkerfi: Hringrás efna, orkurás, framleiðni, næringarkeðjur, neysluþrep, vistfræðileg nýtni. Vistfræði þurrlendis, sjávar og fersks vatns; kynning á íslenskum vistkerfum.

Verklegar æfingar: Æfingar fara fram á rannsóknarstofu og úti við, eftir því sem aðstæður leyfa. Lögð er áhersla á beitingu vísindalegrar aðferðar í vistfræði, breytileika og meðferð gagna. Gerðar eru m.a. athuganir á stofnvexti bifdýrastofna, athuganir á gróðri og dýralífi þurrlendis, á beltaskiptingu í fjöru og á straumvatni.  Mætingarskylda: í allar verklegar æfingar. 

Námsmat: Verklegar æfingar og málstofur vega 50% af lokaeinkunn, þar af ein viðameiri skýrsla sem kynna á munnlega. Tíu skriflegar æfingar gilda 50%. Lágmarkseinkunnar er krafist úr öllum námshlutum.

X

Inngangur að mannfræði (MAN103G)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum undirstöðuatriði félagslegrar og menningarlegrar mannfræði og helstu efnisþætti greinarinnar. Fjallað er um verkefnasvið mannfræði, sögu greinarinnar, helstu kennistefnur, rannsóknaraðferðir og hugtök. Ennfremur er fjallað um skipan samfélaga almennt, tengsl vistkerfis og samfélags og félagslegar breytingar. Þá eru einstakir þættir félagsskipunar ræddir s.s. sifjar, stjórnskipan, hagskipan og trúarbrögð og fjallað er um rannsóknir mannfræðinga á íslensku samfélagi.

X

Inngangur að líffræðilegri mannfræði (MAN330G)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum undirstöðuatriði líffræðilegrar mannfræði og forsögu tegundarinnar Homo sapiens. Fjallað er um grunnþætti erfðafræðinnar, með áherslu á mannerfðafræði og stofnerfðafræði. Fjallað er um þróunarsögu prímata og þá eiginleika sem aðgreina prímata frá öðrum spendýrum, og þá eiginleika sem aðgreina manninn frá öðrum prímötum. Farið er ítarlega í þróunarsögu manntegunda (hominid evolution) með hliðsjón af steingervðum beinum, steinverkfærum og öðrum fornleifum sem fundist hafa í Afríku og víðar. Að lokum er fjallað um erfðafræðilegan breytileika og lífeðlisfræðilega aðlögunarhæfni tegundarinnar Homo sapiens.

X

Aftökur og upplýsing. Íslandssaga II (SAG112G)

Veitt verður yfirlit um valda þætti í sögu Íslands frá byrjun sextándu aldar til upphafs þeirrar nítjándu og fjallað sérstaklega um nokkur viðfangsefni tímabilsins, m.a. út frá frumheimildum. Greint verður frá viðhorfi fræðimanna og almennings til þessa hluta Íslandssögunnar, ástæður þess og breytingar á síðustu áratugum, fjallað um breytingar á íslensku þjóðlífi í kjölfar siðaskipta og um heilbrigðismál, menntun og menningu, galdra og trúarstefnur, dómsmál, þéttbýlismyndun, framfarahugmyndir og tengsl Íslands við umheiminn fram undir aldamótin 1800. Nemendur skrifa stutta ritgerð eða verkefni um afmarkað efni sem einkum byggir á frumheimildum.

X

Inngangur að þjóðfræði (ÞJÓ103G)

Þjóðfræði kynnt sem fræðigrein á íslenska og alþjóðlega vísu. Helstu hugtök þjóðfræðinnar skýrð sem og svið hennar. Rætt er meðal annars um kenningar um hópa, efnismenningu, siði, túlkun þjóðfræðiefnisins og hlutverk þjóðfræðinnar. Þá verður rætt ítarlega um rannsóknarsögu þjóðfræði hérlendis og í nágrannalöndum. Stuðst verður við aðalinngangsrit um þjóðfræði og greinar helstu þjóðfræðitímarita.

Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum kennara og umræðum hópsins, auk þess sem nemendur flytja fyrirlestra og stjórna umræðum.

X

Fornvistfræði (FOR405G)

Námskeiðið skiptist í þrjá hluta: 1. Almennur inngangur að fornvistfræði, markmiðum hennar og notagildi. 2. Aðferðir fornvistfræðinnar þ.m.t. sýnatökutækni, aldursgreiningar, greining lífveruleifa og túlkunarmöguleikar. 3. Rannsóknarvettvangur fornvistfræðinnar (land, ferskvatn, sjór, andrúmsloft, bólstaðir og menningarlandslag). Fjallað er með dæmum um rannsóknarspurningar sem svarað er með fornvistfræðilegum aðferðum. Kennsla fer fram með fyrirlestrum og verklegum æfingum. Æfingar fara fram í kennslustofu, en farinn verður einn borleiðangur í nærliggjandi stöðuvatn.

X

Kynjafornleifafræði (FOR410G)

Yfirlitsnámskeið um kynjafornleifafræði (e. Archaeology of Gender) þar sem farið verður yfir sögu og þróun greinarinnar, tengingu hennar við femínisma og síðvirknihyggju, um leið og greint verður frá helstu áherslum og skilgreiningum innan hennar. Kyngerfishugtakið (e. gender) er sífellt að víkka og teygir sig því til rannsókna á konum, körlum, jafnt sem börnum eða á ákveðnum þjóðfélagshópum, aldri og lífshlaupi. Tekin verða dæmi frá fornleifarannsóknum sem byggja á kenningum og aðferðum kynjafornleifafræðinnar og kynntir verða þeir möguleikar sem hún getur boðið upp á hérlendis við fornleifarannsóknir.

X

Dýrabeinafræði (FOR423G)

Námskeiðið er kynning á aðferðafræðilegum og kennilegum forsendum dýrabeinafræði. Dýrabein verða skoðuð með tilliti til innri gerðar, efnafræði og þróunarsögu. Ljósi verður varpað á þau ferli sem eiga sér stað frá dauða lífveru þar til bein hennar liggja á borði dýrabeinafræðings. Farið verður yfir meginatriði gagnasöfnunnar og greiningar. Notagildi dýrabeinafræði við rannsóknir á mismunandi samfélagsgerðum er skoðað. Þá verður fjallað um sögu þá sem gömul bein geta sagt okkur um mannlíf fyrri alda innan hins norræna menningarsvæðis, og þá sérstaklega á Íslandi.

X

Landshættir og fornleifaskráning (FOR405M)

Námskeiðið fjallar um landshætti og rannsókn þeirra með fornleifafræðilegum aðferðum.  Fjallað er um kennilegar forsendur og aðferðir við greiningu en aðaláhersla lögð á þjálfun aðferða við fornleifaskráningu á vettvangi.

X

Fornleifafræði eftir 1500 (FOR702M)

Í nútíma heimi er auðvelt að hugsa um fortíðina sem eitthvað sem er langt í burtu og hversdeginum óviðkomandi – hvort sem það er heimsókn á safn eða jafnvel fornleifafræðinám, sagan virðist alltaf vera aðskilin frá hversdagsleikanum. Hún er áhugamál okkar eða eitthvað sem við skoðum okkur til skemmtunar. Markmið þessa námskeiðs er að skoða samtímann frá sjónarhorni fornleifa- og sagnfræði: á hvaða hátt er líf okkar afleiðing atburða sem gerðust í fortíðinni? Námskeiðið mun sýna hvernig fortíðin lifir í nútímanum – ekki sem sögustaðir eða fornleifafræðibók heldur sem eitthvað sem hefur áhrif á skipulag hversdagsins og efnisveruleikan sem við búum í. Þótt rætur þessa ferla nái aftur til líffræðilegrar þróunar okkar þá má færa sterk rök fyrir því að flestir áhrifavaldarnir sem skapa umhverfi okkar eigi sér upphaf á síðustu 500 árum.

X

Efnisveruleiki og líkamleiki í kristinni menningu (FOR604M)

Í þessu námskeiði verða heimsmyndir miðalda og árnýaldar skoðaðar frá sjónarhorni efnismenningar, þ. á m. kirkjugripa, klæða, skarts og handrita, með áherslu á líkama og skynjun. Nemendur verða kynntir fyrir nýjum straumum og stefnum innan kennilegrar fornleifafræði eins og líkamleika og efnisveruleika, sér í lagi (en ekki einungis) í sambandi við trúarlega upplifun. Sjónum verður einkum beint að íslenskri efnismenningu frá 1100–1700 en einnig verða skoðuð dæmi víðar úr Evrópu.      Meðal viðfangsefna eru:

  • Fornleifafræði og líkaminn 
  • Saga skynfæranna
  • Efnisveruleiki helgigripa
  • Galdrar og lækningar
  • Fornleifafræði tilfinninga
  • Helgir dómar – verslun með líkamshluta
  • Siðaskiptin og myndbrot
  • Handrit og líkamleiki
X

Einstaklingsverkefni (FOR610G)

Einstaklingsverkefni.

X

Gróðurríki Íslands og jarðvegur (LÍF615M)

Kennt á móti LÍF 606M og ráða skráningar hvort námskeiðið er kennt. Íslenska háplöntuflóran; samsetning, fjölbreytni, staða í flóruríki jarðar. Heimskautaflóran: uppruni, kerfisfræði, vistfræði. Líflandafræði flórunnar við Norður Atlantshaf. Ísöld á norðurhveli, ísaldarlok á Íslandi og í Evrópu og gróðursaga á nútíma. Tilgátur um aldur og uppruna íslensku flórunnar og heimskautaflóru á norðurhveli. Íslenskur jarðvegur; myndun, sérkenni, eyðimerkurmyndun. Gróðurbreytingar eftir landnám. Flóra Íslands og útbreiðsla um landið, búsvæði og líffræðileg fjölbreytni. Válistategundir. Aðferðir til að lýsa og flokka gróður. Íslensk gróðurlendi: flokkun, útbreiðsla, umhverfi og nýting. Verkleg kennsla fer að hluta til fram að sumari til: 4 daga sumarnámskeið.

X

Rokkar og stokkar og reður í krús: Söfn og fræði (SAF201G)

Námskeiðið er almennur inngangur að safnafræði. Fjallað verður um helstu þætti safnastarfs og fræðilegar og sögulegar forsendur þess. Skoðað verður hlutverk safna í fortíð og nútíð, uppbygging safnkosts, flokkun, skráning og varðveisla. Hugað verður að aðgengi, fræðslu, sýningagerð og gildi rannsókna fyrir safnastarf. Einnig verða skoðaðar mismunandi aðferðir við túlkun og framsetningu á sýningum. Íslensk söfn verða sett í samhengi við þjóðfræði, sem og erlent safnastarf og fræði. Námskeiðið skiptist í þrjár lotur, sem hver fyrir sig spannar um 4 vikna tímabil. Í hverjum hluta eru fyrirlestrar frá kennara auk skipulagðrar heimsóknar á tiltekið safn og umræður í kjölfarið. Áhersla verður lögð á umræður og verkefnavinnu innan safna.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

X

Efnahagur og lífshættir - Íslandssaga III (SAG270G)

Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum yfirsýn yfir meginþætti í félags- og hagsögu Íslands frá byrjun 19. aldar og fram til okkar tíma. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist gagnrýninn skilning á félagslegum og efnahagslegum aðstæðum Íslendinga og hvernig þær breytast. Jafnframt er leitast við að nemendur öðlist færni við að greina og miðla fræðilegri þekkingu og byggi þar á því sem þeir hafa lært í námskeiðinu Sagnfræðileg vinnubrögð.  Helstu viðfangsefni námskeiðsins eru efnahagsleg tengsl Íslands við umheiminn; vöxtur og hnignun landbúnaðarsamfélagsins, orsakir og afleiðingar atvinnubyltingarinnar um 1900, stéttaskipting og nýir lífshættir í iðnaðarsamfélagi; konur, karlar og atvinnulífið; fólksfjöldi og fjölskyldulíf; áhrif heimsstyrjaldanna; kreppan mikla og haftakerfið, hagvöxtur og hagsveiflur; Evrópusamvinna og alþjóðavæðing efnahagslífs; vöxtur velferðarsamfélagsins; atvinnuþróun á lýðveldistímanum; fjármálavæðing efnahagslífs og „Hrunið“.

X

Stjórnmál og menning — Íslandssaga IV (SAG273G)

Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum gagnrýnin skilning á sagnaritun um þróun íslensks stjórnmála- og menningarlífs frá upphafi nítjándu aldar til samtímans. Sjónum er beint að eftirtöldum þáttum: (i) þjóðríki og sjálfstæðisbarátta, (ii) lýðræði, (iii) menning og menntun, (iv) kyn, kynverund og stéttir, (v) flokkar og hagsmunasamtök og (vi) tengsl við umheiminn. Áhersla er lögð á að setja sögu Íslands í norrænt, vestrænt og hnattrænt samhengi. Í námskeiðinu fá nemendur þjálfun í að lesa og ræða frum- og eftirheimildir sem og í að afla heimilda og skrifa fræðilegan texta um afmarkað viðfangsefni.

X

Landfræðileg upplýsingakerfi 1 (UMV401G)

Nemendur með UMV401G sem skyldunámskeið hafa forgang við skráningu. 

Markmið: Að gera nemendum frá breiðum bakgrunni mögulegt að hagnýta landfræðileg upplýsingakerfi til kortagerðar og landfræðilegrar greiningar við skýrslu- og álitsgerð, kynningu verkefna, vinnu og rannsóknir. Að nemendur öðlist þroska og þjálfun til að 1) stýra verkefnum á sviði landfræðilegra upplýsinga, 2) meta hvernig landfræðileg greining og kort nýtast best fyrir fjölbreytt verkefni, 3) rita texta sem túlkar korta og lýsir landfræðilegri greiningu, 4) rita fagmannlega skýrslu um verkefni sem hagnýtir sér landfræðileg upplýsingakerfi, kort og landfræðilega greiningu. 

Efni: Kynning á landfræðilegum upplýsingakerfum og landfræðilegum gögnum. Gerð landakorta og þematískra korta. Notuð verða vektor gögn og rasta gögn. Farið verður í val eftir eigindum og staðsetningu, og gerð kortalaga út frá vali. Kennd verða tengsl við töflugögn og landfræðileg tengsl. Æfðar verða fjölbreyttar aðgerðir með kortalög, t.d. klippa, sameina, flytja gögn á milli laga, auk teikningar og gerðar nýrra kortalaga. Tenging loftmynda við kortalög verður kennd. Sýnd verður tenging gagna með GPS hnitum við landakort. Kynnt verður landfræðileg greining gagna. Áhersla er á að stuðla að þroska nemenda við að velja innihald korta, aðgerðir og greiningartæki, hanna kort og túlka kort með texta. 

Kennsluhættir: Nemendur kynnast og fá þjálfun í algengri hagnýtri notkun landfræðilegra upplýsingakerfa í verklegum kennslutímum í tölvustofu, við vinnu heimaverkefna og gerð lokaverkefnis byggðum á raunverulegum gögnum. Verkefni eru hönnuð til að hvetja til þroska nemenda í vali korta, innihalds og greiningartækni auk túlkunar korta.

X

Efnismenning og samfélag: Hlutirnir, heimilið, líkaminn (ÞJÓ205G)

Í námskeiðinu verður efnisleg hversdagsmenning tekin til gagngerrar umfjöllunar. Gefið verður yfirlit yfir þetta þverfaglega rannsóknarsvið og rýnt jöfnum höndum í dæmi úr samtímanum og frá fyrri tíð, íslensk og erlend. Meðal annars verður fjallað um föt og tísku, matarhætti, hlutina sem umkringja okkur í daglega lífinu, rusl og hreinlæti, handverk og neyslumenningu, hús og garða, heimilið, borgarlandslag, söfn og sýningar. Um leið kynnast nemendur ýmsum kenningum og sjónarhornum sem leggja t.a.m. áherslu á mannslíkamann, kyngervi, neyslu, rými og stað.

X

Norræn trú (ÞJÓ437G)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.

X

Starfsreynsla við uppgröft eða safn (FOR413G)

This course is comprised solely of work experience connected to archaeology undertaken by the student. Work can include participation on an archaeological fieldschool, excavation (uppgröftur), survey project (fornleifaskráning), post-excavation analysis (urvinnsla) including finds or conservation work (forvarsla) and work at a museum or heritage agency. If you are in doubt about what might count, contact the head of the department. The work must entail a minimum of 40 full-working days. At the end of the work, students must ask for a report form to be filled out by their employer/supervisor and this form must then be returned to the head of department. The form is available on the departmental website and can be downloaded here: https://fornleifafraedi.hi.is/?attachment_id=741.

X

Starfsreynsla við uppgröft eða safn (FOR419G)

This course is comprised solely of work experience connected to archaeology undertaken by the student. Work can include participation on an archaeological fieldschool, excavation (uppgröftur), survey project (fornleifaskráning), post-excavation analysis (urvinnsla) including finds or conservation work (forvarsla) and work at a museum or heritage agency. If you are in doubt about what might count, contact the head of the department. The work must entail a minimum of 20 full-working days. At the end of the work, students must ask for a report form to be filled out by their employer/supervisor and this form must then be returned to the head of department. The form is available on the departmental website and can be downloaded here: https://fornleifafraedi.hi.is/?attachment_id=741.

X

Aðferðafræði II (FOR202G)

Námskeiðið er ætlað sem inngangur að þeim verklegum þáttum sem þarf að hafa í huga við úrvinnslu uppgraftargagna: Hvað er gert við gripina sem finnast, teikningarnar, mælingarnar, ljósmyndirnar? Á námskeiðinu er farið í gegnum öll þau atriði er snúa að úrvinnslunni og að lokum skrifa nemendur lokaskýrslu. Námskeiðinu er skipt upp í nokkrar lotur, þar sem hver lota snýr að ákveðnum verkefnum í tíma, undir handleiðslu kennara. Unnið verður úr þeim gögnum er fengust á námskeiðinu Fornleifarannsókn á vettvangi II (FOR406G). Það er því ráðlagt að nemendur hafi lokið þessu námskeiði á vorönn.

X

Gripafræði (FOR303G)

Námskeiðið fjallar annars vegar um almennan grundvöll gripafræðinnar, gerðfræði og efnisfræði, og hins vegar um helstu flokka gripa sem finnast á Íslandi, leirker, steináhöld og steinílát, skartgripi og vopn, tréílát, vefnað, gler, krítarpípur o.fl.

X

Kennileg fornleifafræði (FOR408G)

Markmiðið með námskeiðinu er að veita nemendum innsýn í kennilegan bakgrunn fornleifafræðinnar, einkum í Evrópu og Norður-Ameríku. Farið verður yfir sögu kenninga og skýrt frá áhrifum þeirra á þróun fræðigreina almennt. Merking kennilegrar fornleifafræði verður reifuð, samhliða því sem farið verður ítarlega yfir helstu kenningar, strauma og stefnur, og áhrif þeirra á fræðigreinina. Kennt verður með fyrirlestrum, auk þess sem nemendur verða látnir taka þátt í umræðum og vinna að hópverkefnum (4-5 nemendur saman) um kenningar fornleifafræðinnar og kynna niðurstöður þess með framsögu.

X

BA-ritgerð í fornleifafræði (FOR261L)

.

X

Þrettán hlutir (FOR701M)

Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion.  The course will be taught in english.

X

Matargerð til forna (FOR303M)

Í þessu námskeiði er rýnt í matvæli og matarhefðir (e. foodways) fornra samfélaga víðs vegar um heiminn og hvernig mataræði þeirra getur mótað skilning okkar á þeim. Meðal viðfangsefna námskeiðsins er upphaf akuryrkju og húsdýrahalds, hjátrú og helgisiðir í kringum mat, séð frá sjónarhorni fornleifafræði, sagnfræði og etnógrafíu.

X

Dauði og endurfæðing - Inngangur að síðmiðöldum - Heimssaga I (SAG115G)

Síðmiðaldir (14.-15. öld) einkenndust af andstreymi á flestum sviðum evrópsks samfélags. Eftir mannfjölgun, þenslu og vöxt undangenginna þriggja alda sóttu drepsóttir nú fast að með mannfelli og hörmungum. Efnahagsþrengingar settu svip sinn á mannlíf hátt og lágt ― valdamenningu, félagsformgerðir og trúarlíf. Menntun, menning og listir héldu fyrra afli en dauði og forgengileiki mannlegs lífs var víða í forgrunni. Innri friður álfunnar átti einnig undir högg að sækja þegar konungsveldi efldust enn frekar, oft með íþyngjandi og ófriðlegum hætti fyrir vinnandi stéttir og almúga. Rómarkirkjan, sem risið hafði hátt undir páfavaldi á hámiðöldum, fór hins vegar halloka fyrir veraldarvaldhöfum eða staðbundnu kirkjuvaldi og dró úr völdum páfa innan kirkju og kristindóms. En hvert sem litið er á tímabilinu haldast dauði og endurfæðing í hendur, eftirvænting eftir því sem tekur við þessa heims og annars í skugga dauðans.
Dauði og endurfæðing er inngangsnámskeið sniðið að nýnemum í sagnfræði ― öðrum er velkomið að nýta það sem valnámskeið. Lesin verður grunnbók um tímabilið en sjónum einkum beint að eftirtöldum þemum í fyrirlestrum: (1) Hnignun páfavalds og efling kirkjuþinga; (2) trúarinnlifun, alþýðutrú og mystisismi; (3) efling ríkisvalds við þröngan kost, stríð og örðuga skattheimtu; (4) Svarti dauði og mannfækkun af hallærum ― langvinn áhrif á efnahag, verslun og félagsgerðir; (5) menntun, menning og listir í skugga mannfellis og drepsótta; (6) rætur siðaskipta og endurreisnar í miðaldamenningu.
Námsmat byggir á stuttri ritgerð og skriflegu lokaprófi.

X

Miðaldakirkjur og list þeirra sem spegill á samfélagið (SAG355G)

Hvað er vitað um íslenskar miðaldakirkjur og á hverju byggist sú vitneskja? Hvaða máli skiptu þessar kirkjur í samtíma sínum? Á Íslandi eru engar varðveittar miðaldakirkjur en samt er ýmislegt um þær vitað. Kirkjugrunnar hafa verið grafnir upp og rýnt hefur verið í ritheimildir til að átta sig á hvernig þessar kirkjur hafa litið út. Mikið af listmunum úr innra rými kirkna hefur aftur á móti varðveist. Námskeiðið miðar að því að kynna það sem vitað er um íslenskar miðaldakirkjur og um leið samfélagið sem byggði þær og notaði. Hverjir byggðu hvað og hvers vegna? Farið er yfir helstu flokka kirkna í stærðar- og tignarröð: Dómkirkjur, klausturkirkjur/kirkjur á stærri stöðum, aðrar kirkjur. Ytra form kirknanna verður kynnt ásamt heimildaefninu sem þessi þekking byggir á og endurnýting byggingartimburs fram eftir öldum.

X

Einstaklingsverkefni (FOR501G)

Einstaklingsverkefni.

X

Eldfjallafræði (JAR514M)

Eldgos eru eitt þeirra meginferla sem skapar og mótar svipmót jarðar. Eldgos geta leitt af sér hamfarir og valdið verulegu tjóni á mannvirkjum. Kvikugösin sem rísa upp frá eldspúandi gígunum viðhalda andrúmslofti jarðar, sem og hafa veruleg áhrif á eiginleika andrúmsloftsins og loftstrauma þess. Kvikuvirkni neðanjarðar, og í sumum tilfellum eldvirknin ofan jarðar, hefur myndað beint eða óbeint stóran hluta að þeim málmum sem við nemum úr jörðu. Þannig að fyrirbærið eldgos hefur bein og óbein áhrif á mannkynið sem og tengsl við margar af undirgreinum jarðvísindanna. Af þeim sökum er grunnskilningur á því hvernig eldfjöll og eldstöðvakerfi virka og framlag eldvirkninar til hringrásaferla jarðar góð undirstaða fyrir alla nemendur í jarðvísindum.

Í þessu námskeiði verður farið í grunnatriði eldfjallafræðinnar; ferðalag kviku upptakastað til yfirborðs og almenn ferli sem stjórna eldvirkni á yfirborði og dreifingu gosefna. Fjallað verður líka um grunnatriði eldgosavár og hnattrænna áhrifa eldgosa.

Verklegar æfingar eru vikulega og beinast að því að leysa vandamál með útreikningum, greiningu gagna og rökstuðningi. Ein vettvangsferð á Reykjanes.

X

Náttúrulandfræði (LAN101G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kunni skil á undirstöðuatriðum er varða líflandfræði og jarðveg, þekki helstu hugtök og aðferðir sem beitt er og verði færir um að greina og túlka íslenskt umhverfi í ljósi þeirra. Farið verður í myndun jarðvegs og eiginleika hans, útbreiðslu jarðvegsgerða, jarðvegsrof og jarðvegsmengun. Fjallað verður um hringrásir efna og orku, útbreiðslu lífríkis og áhrifaþætti, búsvæðabelti, líffræðilega fjölbreytni og verndun lífríkis. Rætt verður sérstaklega um áhrif nýtingar og ástand jarðvegs og gróðurs, orsakir og afleiðingar jarðvegseyðingar og hnignunar gróðurlenda.

Haldnir verða þrír fyrirlestrar á viku þar sem farið verður yfir meginefni námskeiðsins. Tveimur tímum á viku verður varið í verkefnavinnu þar sem nemendur munu vinna í hópum að úrlausn verkefna. Ein hálfs dags ferð er farin út fyrir Reykjavík til að framkvæma gróðurmælingar og safna jarðvegssýnum.

X

Kortagerð og kortahönnun (LAN102G)

“visualization is the process of making the invisible visible[...] the process of making the cognitive imagination visual using available and culturally dominant technologies is one of the most consistent behaviors of mankind.”

„Myndræn framsetning er að gera ósýnileg fyrirbæri sýnileg [eða] það að gera sjónrænt grein fyrir ímyndun hugans með tiltækri tækni og í samræmi við menningarleg viðmið. Þetta er eitt af því sem mannkynið hefur alltaf leitast við að gera.” - Cox, D. (2006). "Metaphoric Mappings: The Art of Visualization." MIT Press.

Kortagerð er einn af mikilvægum hlutum landupplýsingahönnunar.

Nemendur kynnast fræðilegri undirstöðu kortagerðar með hjálp stafrænnar tækni. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum greinargóðan skilning á hugtökum og hagnýtum atriðum sem snerta myndræna framsetningu á kortum og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Það snertir ýmis mikilvæg svið í landfræði og skyldum greinum. Í gegnum fyrirlestra og umræður fá nemendur skilning á sögu kortagerðar, helstu kenningum og hugtökum á fagsviðinu og hlutverki landfræðilegra upplýsingakerfa við gerð korta nú á dögum. Fyrirlestrum er fylgt eftir með verkefnum sem hjálpa nemendum að skilja undirstöðuhugtök kortagerðar, sem og skipulegum æfingum í tölvuveri  þar sem nemendur læra að nýta sér landfræðileg upplýsingakerfi við einfalda greiningu og framsetningu landupplýsinga. Nemendur öðlast færni til að rýna eigin verk og annarra á gagnrýninn hátt og geta útskýrt og réttlætt eigin ákvarðanir varðandi myndræna framsetningu á korti.

X

Mannvistarlandfræði (LAN104G)

Kynnt verða hugtök og kenningastraumar í samfélagsvísindum, með áherslu á notkun og birtingarform í samtímarannsóknum í mannvistarlandfræði og ferðamálafræði. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á notkun hugtaka í vísindalegri umræðu og þjálfun í meðferð þeirra. Má þar telja algeng hugtök eins og staður, rými, hnattrænt, staðbundið, hnattvæðing, sjálfbær þróun, náttúra, landslag, menning, sjálfsmynd, ímynd og samfélag. Kennsluform er blanda fyrirlestra og umræðutíma í smærri hópum, sem tengjast skilaverkefnum nemenda. Próftökuréttur er háður verkefnaskilum og þátttöku í umræðuhópum.

X

Jarðvegsfræði (LAN516G)

Námskeiðið hentar nemendum á öðru og þriðja námsári
Námskeiðið felur í sér eftirfarandi helstu þætti:

  • Jarðvegsmyndandi ferla
  • Eðlis- og efnaeiginleika jarðvegs
  • Flokkun jarðvegs og hnattræna dreifingu
  • Hlutverk jarðvegs í vistkerfum
  • Áhrif utan að komandi þátta (t.d. gróðurs og loftslags) á jarðveg og næringarefnainnihald
  • Jarðvegsrof og landhnignun
  • Íslenskur jarðvegur og einkenni hans
  • Áhrif fólks á jarðveg og gróður
  • Jarðvegur sem rannsóknarefni varðandi mannvist og umhverfissögu

Námskeiðið samanstendur af fyrirlesturum, vettvangs- og rannsóknastofuvinnu og ritgerðaskrifum.

X

Aðferðafræði og hugtök listfræði (LIS101G)

Aðferðafræði, hugtök og saga listfræði (LIS101G) er inngangsnámskeið sem er hugsað sem grunnnámskeið fræðigreinarinnar listfræði. Fjallað er um listhugtakið, sögu listfræðinnar, fræðilegar forsendur listasögu sem sjálfstæðrar fræðigreinar, hugtök og heiti, rannsóknaraðferðir og helstu kenningar innan listfræði. Nemendur fá þjálfun í myndgreiningu og myndlestri og kynnast helstu greiningaraðferðum listfræðinnar, s.s. formalískri, íkónógrafískri og marxískri myndgreiningu. Gagnrýnar kenningar sem hafa endurmótað skilgreiningu 'myndlistar' og umfjöllun um myndlist verða teknar til skoðunar í fyrirlestrum, lesefni og umræðum, þar á meðal póst-strúktúralismi, feminísmi og efirlendufræði. Saga og þróun listfræðinnar verður skoðuð í samhengi sögu safna og annarra liststofnana, í víðara samhengi sjónmenningar og mótun og skilgreiningu áhorfandans. Verkefni eru hönnuð til þess að að þjálfa myndgreiningu, gagnrýna hugsun og ritfærni.

X

Grasafræði (LÍF102G)

Plöntur sem lífverur. Bygging og starfsemi plöntufrumna. Ljóstillífun. Innri og ytri bygging plantna, vöxtur og æxlun. Ættliðaskipti, þróun, lífsferlar og einkenni helstu hópa plantna. Fjallað verður um mosa og útdauðar og núlifandi æðplöntur en mest áhersla lögð á blómplöntur. Þróun og gerð fræja, blóma og aldina. Helstu lífbelti jarðar. Gróður á Íslandi.

Verklegar æfingar: Dæmi skoðuð af ytri og innri byggingu plantna úr helstu hópum. Frumu- og vefjagerðir, fræ, blóm og aldin. Áhrif umhverfis á ytri og innri gerð plantna.

Próf: Verklegt (20%) og skriflegt próf (80% heildareinkunnar). Lágmarkseinkunnar er krafist í báðum prófhlutum.

X

Vistfræði (LÍF311G)

Fyrirlestrar: Inngangur. Þróun. Atferli. Söguleg og vistfræðileg líflandafræði. Stofnar: Dreifing einstaklinga, fæðingartölur, dánartölur, aldursdreifing, líftöflur, vöxtur stofna, stjórnun stofnstærðar, stofnsveiflur, far. Samspil tegunda: Samkeppni, afrán, aðrar samskiptagerðir. Nýting stofna. Stjórnun skaðlegra stofna. Samfélög: Lýsing, tegundasamsetning, tegundafjölbreytni, fæðuvefir, stöðugleiki, framvinda. Vistkerfi: Hringrás efna, orkurás, framleiðni, næringarkeðjur, neysluþrep, vistfræðileg nýtni. Vistfræði þurrlendis, sjávar og fersks vatns; kynning á íslenskum vistkerfum.

Verklegar æfingar: Æfingar fara fram á rannsóknarstofu og úti við, eftir því sem aðstæður leyfa. Lögð er áhersla á beitingu vísindalegrar aðferðar í vistfræði, breytileika og meðferð gagna. Gerðar eru m.a. athuganir á stofnvexti bifdýrastofna, athuganir á gróðri og dýralífi þurrlendis, á beltaskiptingu í fjöru og á straumvatni.  Mætingarskylda: í allar verklegar æfingar. 

Námsmat: Verklegar æfingar og málstofur vega 50% af lokaeinkunn, þar af ein viðameiri skýrsla sem kynna á munnlega. Tíu skriflegar æfingar gilda 50%. Lágmarkseinkunnar er krafist úr öllum námshlutum.

X

Inngangur að mannfræði (MAN103G)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum undirstöðuatriði félagslegrar og menningarlegrar mannfræði og helstu efnisþætti greinarinnar. Fjallað er um verkefnasvið mannfræði, sögu greinarinnar, helstu kennistefnur, rannsóknaraðferðir og hugtök. Ennfremur er fjallað um skipan samfélaga almennt, tengsl vistkerfis og samfélags og félagslegar breytingar. Þá eru einstakir þættir félagsskipunar ræddir s.s. sifjar, stjórnskipan, hagskipan og trúarbrögð og fjallað er um rannsóknir mannfræðinga á íslensku samfélagi.

X

Inngangur að líffræðilegri mannfræði (MAN330G)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum undirstöðuatriði líffræðilegrar mannfræði og forsögu tegundarinnar Homo sapiens. Fjallað er um grunnþætti erfðafræðinnar, með áherslu á mannerfðafræði og stofnerfðafræði. Fjallað er um þróunarsögu prímata og þá eiginleika sem aðgreina prímata frá öðrum spendýrum, og þá eiginleika sem aðgreina manninn frá öðrum prímötum. Farið er ítarlega í þróunarsögu manntegunda (hominid evolution) með hliðsjón af steingervðum beinum, steinverkfærum og öðrum fornleifum sem fundist hafa í Afríku og víðar. Að lokum er fjallað um erfðafræðilegan breytileika og lífeðlisfræðilega aðlögunarhæfni tegundarinnar Homo sapiens.

X

Aftökur og upplýsing. Íslandssaga II (SAG112G)

Veitt verður yfirlit um valda þætti í sögu Íslands frá byrjun sextándu aldar til upphafs þeirrar nítjándu og fjallað sérstaklega um nokkur viðfangsefni tímabilsins, m.a. út frá frumheimildum. Greint verður frá viðhorfi fræðimanna og almennings til þessa hluta Íslandssögunnar, ástæður þess og breytingar á síðustu áratugum, fjallað um breytingar á íslensku þjóðlífi í kjölfar siðaskipta og um heilbrigðismál, menntun og menningu, galdra og trúarstefnur, dómsmál, þéttbýlismyndun, framfarahugmyndir og tengsl Íslands við umheiminn fram undir aldamótin 1800. Nemendur skrifa stutta ritgerð eða verkefni um afmarkað efni sem einkum byggir á frumheimildum.

X

Inngangur að þjóðfræði (ÞJÓ103G)

Þjóðfræði kynnt sem fræðigrein á íslenska og alþjóðlega vísu. Helstu hugtök þjóðfræðinnar skýrð sem og svið hennar. Rætt er meðal annars um kenningar um hópa, efnismenningu, siði, túlkun þjóðfræðiefnisins og hlutverk þjóðfræðinnar. Þá verður rætt ítarlega um rannsóknarsögu þjóðfræði hérlendis og í nágrannalöndum. Stuðst verður við aðalinngangsrit um þjóðfræði og greinar helstu þjóðfræðitímarita.

Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum kennara og umræðum hópsins, auk þess sem nemendur flytja fyrirlestra og stjórna umræðum.

X

Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)

Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.

X

BA-ritgerð í fornleifafræði (FOR261L)

.

X

Fornvistfræði (FOR405G)

Námskeiðið skiptist í þrjá hluta: 1. Almennur inngangur að fornvistfræði, markmiðum hennar og notagildi. 2. Aðferðir fornvistfræðinnar þ.m.t. sýnatökutækni, aldursgreiningar, greining lífveruleifa og túlkunarmöguleikar. 3. Rannsóknarvettvangur fornvistfræðinnar (land, ferskvatn, sjór, andrúmsloft, bólstaðir og menningarlandslag). Fjallað er með dæmum um rannsóknarspurningar sem svarað er með fornvistfræðilegum aðferðum. Kennsla fer fram með fyrirlestrum og verklegum æfingum. Æfingar fara fram í kennslustofu, en farinn verður einn borleiðangur í nærliggjandi stöðuvatn.

X

Kynjafornleifafræði (FOR410G)

Yfirlitsnámskeið um kynjafornleifafræði (e. Archaeology of Gender) þar sem farið verður yfir sögu og þróun greinarinnar, tengingu hennar við femínisma og síðvirknihyggju, um leið og greint verður frá helstu áherslum og skilgreiningum innan hennar. Kyngerfishugtakið (e. gender) er sífellt að víkka og teygir sig því til rannsókna á konum, körlum, jafnt sem börnum eða á ákveðnum þjóðfélagshópum, aldri og lífshlaupi. Tekin verða dæmi frá fornleifarannsóknum sem byggja á kenningum og aðferðum kynjafornleifafræðinnar og kynntir verða þeir möguleikar sem hún getur boðið upp á hérlendis við fornleifarannsóknir.

X

Dýrabeinafræði (FOR423G)

Námskeiðið er kynning á aðferðafræðilegum og kennilegum forsendum dýrabeinafræði. Dýrabein verða skoðuð með tilliti til innri gerðar, efnafræði og þróunarsögu. Ljósi verður varpað á þau ferli sem eiga sér stað frá dauða lífveru þar til bein hennar liggja á borði dýrabeinafræðings. Farið verður yfir meginatriði gagnasöfnunnar og greiningar. Notagildi dýrabeinafræði við rannsóknir á mismunandi samfélagsgerðum er skoðað. Þá verður fjallað um sögu þá sem gömul bein geta sagt okkur um mannlíf fyrri alda innan hins norræna menningarsvæðis, og þá sérstaklega á Íslandi.

X

Landshættir og fornleifaskráning (FOR405M)

Námskeiðið fjallar um landshætti og rannsókn þeirra með fornleifafræðilegum aðferðum.  Fjallað er um kennilegar forsendur og aðferðir við greiningu en aðaláhersla lögð á þjálfun aðferða við fornleifaskráningu á vettvangi.

X

Fornleifafræði eftir 1500 (FOR702M)

Í nútíma heimi er auðvelt að hugsa um fortíðina sem eitthvað sem er langt í burtu og hversdeginum óviðkomandi – hvort sem það er heimsókn á safn eða jafnvel fornleifafræðinám, sagan virðist alltaf vera aðskilin frá hversdagsleikanum. Hún er áhugamál okkar eða eitthvað sem við skoðum okkur til skemmtunar. Markmið þessa námskeiðs er að skoða samtímann frá sjónarhorni fornleifa- og sagnfræði: á hvaða hátt er líf okkar afleiðing atburða sem gerðust í fortíðinni? Námskeiðið mun sýna hvernig fortíðin lifir í nútímanum – ekki sem sögustaðir eða fornleifafræðibók heldur sem eitthvað sem hefur áhrif á skipulag hversdagsins og efnisveruleikan sem við búum í. Þótt rætur þessa ferla nái aftur til líffræðilegrar þróunar okkar þá má færa sterk rök fyrir því að flestir áhrifavaldarnir sem skapa umhverfi okkar eigi sér upphaf á síðustu 500 árum.

X

Efnisveruleiki og líkamleiki í kristinni menningu (FOR604M)

Í þessu námskeiði verða heimsmyndir miðalda og árnýaldar skoðaðar frá sjónarhorni efnismenningar, þ. á m. kirkjugripa, klæða, skarts og handrita, með áherslu á líkama og skynjun. Nemendur verða kynntir fyrir nýjum straumum og stefnum innan kennilegrar fornleifafræði eins og líkamleika og efnisveruleika, sér í lagi (en ekki einungis) í sambandi við trúarlega upplifun. Sjónum verður einkum beint að íslenskri efnismenningu frá 1100–1700 en einnig verða skoðuð dæmi víðar úr Evrópu.      Meðal viðfangsefna eru:

  • Fornleifafræði og líkaminn 
  • Saga skynfæranna
  • Efnisveruleiki helgigripa
  • Galdrar og lækningar
  • Fornleifafræði tilfinninga
  • Helgir dómar – verslun með líkamshluta
  • Siðaskiptin og myndbrot
  • Handrit og líkamleiki
X

Einstaklingsverkefni (FOR610G)

Einstaklingsverkefni.

X

Gróðurríki Íslands og jarðvegur (LÍF615M)

Kennt á móti LÍF 606M og ráða skráningar hvort námskeiðið er kennt. Íslenska háplöntuflóran; samsetning, fjölbreytni, staða í flóruríki jarðar. Heimskautaflóran: uppruni, kerfisfræði, vistfræði. Líflandafræði flórunnar við Norður Atlantshaf. Ísöld á norðurhveli, ísaldarlok á Íslandi og í Evrópu og gróðursaga á nútíma. Tilgátur um aldur og uppruna íslensku flórunnar og heimskautaflóru á norðurhveli. Íslenskur jarðvegur; myndun, sérkenni, eyðimerkurmyndun. Gróðurbreytingar eftir landnám. Flóra Íslands og útbreiðsla um landið, búsvæði og líffræðileg fjölbreytni. Válistategundir. Aðferðir til að lýsa og flokka gróður. Íslensk gróðurlendi: flokkun, útbreiðsla, umhverfi og nýting. Verkleg kennsla fer að hluta til fram að sumari til: 4 daga sumarnámskeið.

X

Rokkar og stokkar og reður í krús: Söfn og fræði (SAF201G)

Námskeiðið er almennur inngangur að safnafræði. Fjallað verður um helstu þætti safnastarfs og fræðilegar og sögulegar forsendur þess. Skoðað verður hlutverk safna í fortíð og nútíð, uppbygging safnkosts, flokkun, skráning og varðveisla. Hugað verður að aðgengi, fræðslu, sýningagerð og gildi rannsókna fyrir safnastarf. Einnig verða skoðaðar mismunandi aðferðir við túlkun og framsetningu á sýningum. Íslensk söfn verða sett í samhengi við þjóðfræði, sem og erlent safnastarf og fræði. Námskeiðið skiptist í þrjár lotur, sem hver fyrir sig spannar um 4 vikna tímabil. Í hverjum hluta eru fyrirlestrar frá kennara auk skipulagðrar heimsóknar á tiltekið safn og umræður í kjölfarið. Áhersla verður lögð á umræður og verkefnavinnu innan safna.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

X

Efnahagur og lífshættir - Íslandssaga III (SAG270G)

Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum yfirsýn yfir meginþætti í félags- og hagsögu Íslands frá byrjun 19. aldar og fram til okkar tíma. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist gagnrýninn skilning á félagslegum og efnahagslegum aðstæðum Íslendinga og hvernig þær breytast. Jafnframt er leitast við að nemendur öðlist færni við að greina og miðla fræðilegri þekkingu og byggi þar á því sem þeir hafa lært í námskeiðinu Sagnfræðileg vinnubrögð.  Helstu viðfangsefni námskeiðsins eru efnahagsleg tengsl Íslands við umheiminn; vöxtur og hnignun landbúnaðarsamfélagsins, orsakir og afleiðingar atvinnubyltingarinnar um 1900, stéttaskipting og nýir lífshættir í iðnaðarsamfélagi; konur, karlar og atvinnulífið; fólksfjöldi og fjölskyldulíf; áhrif heimsstyrjaldanna; kreppan mikla og haftakerfið, hagvöxtur og hagsveiflur; Evrópusamvinna og alþjóðavæðing efnahagslífs; vöxtur velferðarsamfélagsins; atvinnuþróun á lýðveldistímanum; fjármálavæðing efnahagslífs og „Hrunið“.

X

Stjórnmál og menning — Íslandssaga IV (SAG273G)

Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum gagnrýnin skilning á sagnaritun um þróun íslensks stjórnmála- og menningarlífs frá upphafi nítjándu aldar til samtímans. Sjónum er beint að eftirtöldum þáttum: (i) þjóðríki og sjálfstæðisbarátta, (ii) lýðræði, (iii) menning og menntun, (iv) kyn, kynverund og stéttir, (v) flokkar og hagsmunasamtök og (vi) tengsl við umheiminn. Áhersla er lögð á að setja sögu Íslands í norrænt, vestrænt og hnattrænt samhengi. Í námskeiðinu fá nemendur þjálfun í að lesa og ræða frum- og eftirheimildir sem og í að afla heimilda og skrifa fræðilegan texta um afmarkað viðfangsefni.

X

Landfræðileg upplýsingakerfi 1 (UMV401G)

Nemendur með UMV401G sem skyldunámskeið hafa forgang við skráningu. 

Markmið: Að gera nemendum frá breiðum bakgrunni mögulegt að hagnýta landfræðileg upplýsingakerfi til kortagerðar og landfræðilegrar greiningar við skýrslu- og álitsgerð, kynningu verkefna, vinnu og rannsóknir. Að nemendur öðlist þroska og þjálfun til að 1) stýra verkefnum á sviði landfræðilegra upplýsinga, 2) meta hvernig landfræðileg greining og kort nýtast best fyrir fjölbreytt verkefni, 3) rita texta sem túlkar korta og lýsir landfræðilegri greiningu, 4) rita fagmannlega skýrslu um verkefni sem hagnýtir sér landfræðileg upplýsingakerfi, kort og landfræðilega greiningu. 

Efni: Kynning á landfræðilegum upplýsingakerfum og landfræðilegum gögnum. Gerð landakorta og þematískra korta. Notuð verða vektor gögn og rasta gögn. Farið verður í val eftir eigindum og staðsetningu, og gerð kortalaga út frá vali. Kennd verða tengsl við töflugögn og landfræðileg tengsl. Æfðar verða fjölbreyttar aðgerðir með kortalög, t.d. klippa, sameina, flytja gögn á milli laga, auk teikningar og gerðar nýrra kortalaga. Tenging loftmynda við kortalög verður kennd. Sýnd verður tenging gagna með GPS hnitum við landakort. Kynnt verður landfræðileg greining gagna. Áhersla er á að stuðla að þroska nemenda við að velja innihald korta, aðgerðir og greiningartæki, hanna kort og túlka kort með texta. 

Kennsluhættir: Nemendur kynnast og fá þjálfun í algengri hagnýtri notkun landfræðilegra upplýsingakerfa í verklegum kennslutímum í tölvustofu, við vinnu heimaverkefna og gerð lokaverkefnis byggðum á raunverulegum gögnum. Verkefni eru hönnuð til að hvetja til þroska nemenda í vali korta, innihalds og greiningartækni auk túlkunar korta.

X

Efnismenning og samfélag: Hlutirnir, heimilið, líkaminn (ÞJÓ205G)

Í námskeiðinu verður efnisleg hversdagsmenning tekin til gagngerrar umfjöllunar. Gefið verður yfirlit yfir þetta þverfaglega rannsóknarsvið og rýnt jöfnum höndum í dæmi úr samtímanum og frá fyrri tíð, íslensk og erlend. Meðal annars verður fjallað um föt og tísku, matarhætti, hlutina sem umkringja okkur í daglega lífinu, rusl og hreinlæti, handverk og neyslumenningu, hús og garða, heimilið, borgarlandslag, söfn og sýningar. Um leið kynnast nemendur ýmsum kenningum og sjónarhornum sem leggja t.a.m. áherslu á mannslíkamann, kyngervi, neyslu, rými og stað.

X

Norræn trú (ÞJÓ437G)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.

X

Matur og menning: (NÆR613M)

Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.

Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.

Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.

Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.

X

Starfsreynsla við uppgröft eða safn (FOR413G)

This course is comprised solely of work experience connected to archaeology undertaken by the student. Work can include participation on an archaeological fieldschool, excavation (uppgröftur), survey project (fornleifaskráning), post-excavation analysis (urvinnsla) including finds or conservation work (forvarsla) and work at a museum or heritage agency. If you are in doubt about what might count, contact the head of the department. The work must entail a minimum of 40 full-working days. At the end of the work, students must ask for a report form to be filled out by their employer/supervisor and this form must then be returned to the head of department. The form is available on the departmental website and can be downloaded here: https://fornleifafraedi.hi.is/?attachment_id=741.

X

Starfsreynsla við uppgröft eða safn (FOR419G)

This course is comprised solely of work experience connected to archaeology undertaken by the student. Work can include participation on an archaeological fieldschool, excavation (uppgröftur), survey project (fornleifaskráning), post-excavation analysis (urvinnsla) including finds or conservation work (forvarsla) and work at a museum or heritage agency. If you are in doubt about what might count, contact the head of the department. The work must entail a minimum of 20 full-working days. At the end of the work, students must ask for a report form to be filled out by their employer/supervisor and this form must then be returned to the head of department. The form is available on the departmental website and can be downloaded here: https://fornleifafraedi.hi.is/?attachment_id=741.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Birna Magnúsdóttir
Snædís Sunna Thorlacius
Birna Magnúsdóttir
Fornleifafræði - BA nám

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fornleifafræði. Fyrst ætlaði ég að klára BS gráðu í viðskiptafræði en fornleifafræðin togaði meira í mig svo ég ákvað að skipta yfir. Námið er frábært og það er mjög hagnýtt. Það er allt inni í þessu, fræðilegt, verklegt og góð útivera á sumrin. Margar fræðigreinar tvinnast saman í þessu námi og manni líður svolítið eins og maður sé í fjársjóðsleit þegar maður situr ofan í skurði með litla múrskeið og finnur merkilegan hlut sem hefur þýðingu fyrir söguna. Háskóli Íslands er flott samfélag, óháð því hvaða deild þú velur þér, þú ert allstaðar á meðal jafningja. Verkefnin eru krefjandi á köflum en alltaf mjög skemmtileg og áhugaverð. Það er góð aðstaða til náms. Matsölurnar og bókabúðin eru frábær. Mér finnst svolítið eins og ég sé heima. Það kom mér líka á óvart hvað aldursbilið er breitt meðal nemanda, það er alltaf hægt að fara í nám og það er alltaf hægt að auka við sig. Láttu vaða og hlustaðu á hjartað!

Snædís Sunna Thorlacius
Fornleifafræði - BA nám

Nám í fornleifafræði við Háskóla Íslands er einstaklega skemmtilegt og fjölbreytt. Fornleifafræði er mjög þverfagleg svo mögulegt er að taka valáfanga á áhugasviði hvers og eins auk þess sem það er gott jafnvægi á milli bóklegs og verklegs náms. Það er mjög góður andi meðal nemenda í fornleifafræðinni, sérstaklega vegna þess að fyrstu vikuna í náminu fara nýnemarnir í vettvangsferð þar sem þeir kynnast bæði innbyrðis og kynnast starfi fornleifafræðinga á vettvangi. Deildin er tiltölulega lítil og er því tilvalin til þess að mynda tengsl bæði við samnemendur og kennara, sem eru einnig meðal fremstu fræðimanna á sínu sviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.