Skip to main content

Fötlunarfræði

Fötlunarfræði

Félagsvísindasvið

Fötlunarfræði

MA gráða – 120 einingar

Fötlunarfræði er þverfagleg fræðigrein sem leggur áherslu á að þróa félagslegan skilning á fötlun og rannsaka þátt menningar og umhverfis í að skapa og viðhalda fötlun.

Markmið námsins er að veita nemendum fræðilega og hagnýta þekkingu á fjölbreytilegum þáttum sem varða fatlað fólk og málefni þess. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Lífshlaupið, sjálf og samfélag (FFR302M)

Aðstæður og reynsla fatlaðs fólks er miðlæg í umfjöllun námskeiðsins, þar sem áhersla er á lífshlaupið og þau meginsvið sem snerta daglegt líf, svo sem fjölskyldulíf, menntun, atvinnu og búsetu. Rýnt verður í íslenskar og erlendar rannsóknir um líf og aðstæður fatlaðs fólk og þau fjölmörgu öfl sem móta sjálfsmynd og sjálfsskilning fatlaðra barna, ungmenna og fullorðins fólks. Fræðileg umfjöllun námskeiðsins er tengd við lagasetningar, stefnumótun, þjónustu, velferðarkerfi og félagslegar aðstæður fatlaðs fólks. 

X

Fötlun og menning (FFR102M)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er að rýna í stöðu og ímynd fatlaðs fólks og birtingarmyndir fötlunar í (dægur)menningu og listum. Fjallað verður um ímyndir og hlutverk fatlaðs fólks í sögulegu samhengi, dægurmenningu, fjölmiðlum, bókmenntum, listum og almennri orðræðu. Sérstök áhersla verður lögð á (list)menningu fatlaðs fólks, sjálfskilning, kvenleika og karlmennsku. Rýnt verður í fötlun sem einn lið í fjölbreytileika samfélaga og staðsetningu fatlaðs fólks í menningu og sögu.

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Kenningar og sjónarhorn í fötlunarfræði (FFR102F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á þróun hugmynda og kenninga um fötlun og fái innsýn í fræðilega umfjöllun og rannsóknir á því sviði. Lögð er áhersla á þróun fötlunarfræða sem þverfræðilegrar og gagnrýnnar fræðigreinar með náin tengsl við réttindabaráttu fatlaðs fólks. Fjallað verður um margbreytileg félagsleg og menningarleg sjónarhorn og kenningar fræðigreinarinnar. Sérstök áhersla verður á þá hugmyndafræði sem legið hefur til grundvallar stefnumótunar og þjónustu við fatlað fólk undanfarna áratugi, þ.e.; 1) hugmyndafræði um “eðlilegt líf” normaliseringu, 2) hugmyndafræði um “sjálfstætt líf” independent living og 3) mannréttindasjónarmið. Jafnframt verður fjallað um tengsl hugmyndafræðinnar við daglegt líf fatlaðs fólks. 

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Opinber stjórnsýsla (OSS111F)

Á þessu kynningar- og inngangsnámskeiði fá nemendur heildaryfirsýn yfir skipulag og þróun opinberrar stjórnsýslu. Fjallað er um megineinkenni opinberrar stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal grundvöll hennar og helstu mótunarþætti. Í námskeiðinu er farið yfir grundvallarhugtök stjórnsýslufræðanna. Kynntar eru helstu kenningar um skipulagsheildir, valddreifingu og ákvörðunartöku í opinberri stjórnsýslu og lýst þróun stjórnsýslufræðinnar sem fræðigreinar. Athyglinni er sérstaklega beint að tengslum milli opinberrar stjórnsýslu og stjórnmála og áhrifum þeirra tengsla á uppbyggingu, starfshætti og stefnumótun. Áhersla er lögð á greiningu og skilning á því hvað skilur að einkarekstur annars vegar og opinberan rekstur og þjónustu hins vegar.

Athugið að námskeiðið er aðeins kennt með fjarnámssniði. 

2x40 mínútna fyrirlestrar sendir út á netinu og 1x40 mínútna fyrirspurnar- og umræðutími á netinu (Zoom-fundir) á viku.

X

Starfsumhverfi og stjórnun sveitarfélaga (OSS119F)

Sveitarfélögin mynda annan meginstofn íslenskrar stjórnsýslu. Markmið námskeiðsins er að nemendur geri sér grein fyrir starfsumhverfi þeirra og fái innsýn í stjórnun og vinnuferla á þessu mikilvæga stjórnsýslustigi. Í námskeiðinu verður gefið yfirlit yfir stjórnskipulega stöðu og hlutverk sveitarfélaga, lagareglur sem lúta að störfum sveitarstjórna og helstu verkefnum sveitarfélaganna. Fjallað verður um kosti þessi að skipta ríkjum í sveitarfélög, með hliðsjón af kenningum um lýðræði, hagkvæmni og valddreifingu. Farið verður yfir hvað felst í hlutverki sveitarfélaga annars vegar sem lýðræðislegra stjórnvalda og hins vegar sem þjónustuveitenda. Stuttlega verður einnig vikið að samskiptum ríkis og sveitarfélaga, þ. á m. að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tekjustofnum sveitarfélaga.

X

Málstofa I: Um rannsóknir fyrir MA nemendur (FFR103F)

Markmið málstofunnar er að skapa vettvang fyrir nemendur í meistaranámi til að fjalla um rannsóknir sínar og fá stuðning, hvatningu og aðhald við að vinna að MA rannsókn sinni og ritgerðarskrifum. Í málstofu I á haustmisseri er auk þessa fjallað um vinnulag í MA námi og nemendur fá kennslu um rafræn gagnasöfn, og um heimildaöflun og heimildanotkun. Þetta er hagnýt þekking sem mikilvægt er að MA nemar kunna skil á. Efni málstofunnar er sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem situr hana hverju sinni og kennarar málstofu leitast við að tengja rannsóknir nemenda því sem efst er á baugi í fötlunarfræðum. Nemendur eru hvattir til að mæta í málstofu allan námstíma sinn. Nemendum er eindregið ráðlagt að hefja vinnu við MA rannsókn sína snemma á námstímanum og vinna við hana samhliða því sem námskeið eru tekin

X

Lesnámskeið í fötlunarfræði (FFR110F)

Nemandi óskar eftir leiðsögn tiltekins kennara. Að jafnaði heldur kennari tvo til þrjá leiðsagnarfundi meðan á námskeiðinu stendur. Leiðsögn kennara beinist að undirbúningi og skipulagi vinnunnar, vali og  notkun heimilda og umræðu um gildi/þýðingu verkefnisins fyrir meistararannsókn nemanda. 

Nemandi getur einungis tekið eitt lesnámskeið í meistaranámi sínu. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

Nemendur í fötlunarfræði geta sótt um að taka lesnámskeið sem fellur að námsáætlun þeirra. Í námskeiðinu rýnir nemandinn í afmarkað svið, hugtak, eða gerir fræðilega samantekt á efni sem hann hefur áhuga á og tengist áherslu hans í náminu, einkum hvað varðar meistaraverkefni viðkomandi. Nemandinn setur fram námsmarkmið og tímaáætlun í samráði við leiðbeinanda, leitar eftir fræðilegum heimildum, greinir þær og gagnrýnir, og nýtir upplýsingarnar til að setja fram þekkingu á nýjan hátt.

Alla jafna er námskeiðið hugsað til undirbúnings meistararannsóknar.

X

Örnámskeið í fötlunarfræði I (FFR501M)

 

Online class through TEAMS

October st. from 10:00-12:00

November 1st from 12:00 – 14:00

 

Studies into the Middle Ages and early modern history shed light on how disability manifests itself and is represented in new contexts. In this intensive course students will get insight into how disability studies inform research into medieval and early modern history. Emphasis will be put on framing disability within its cultural and historical circumstance. By touching upon topics such as intersectionality, agency, religion, and societal support we will paint a picture in broad strokes into which the students will be encouraged to paint. 

The aim is to:

  • Give students insight into how to possibly understand the representation of disability within its cultural and historical contexts.
  • Encourage critical thinking about disability, how to address it, and how to research it (without being dogmatic).
  • Develop insight into interesting (sometimes disturbing, sometimes entertaining) case studies that show reality in a different perspective than what we are used to.
  • Understand the importance of the mundane
X

Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana (OSS204F)

Fjallað verður um íslensk stjórnvöld, íslenska stjórnsýslukerfið, reglur sem gilda um samskipti og yfirstjórn innan stjórnsýslukerfisins, um meðferð stjórnsýslumála og upplýsingarétt almennings. Aðalháerslan er á meðferð stjórnsýslumála og þýðingu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 í því sambandi. 

X

Hagnýt tölfræði (STJ201F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist skilning á eðli hinnar vísindalegu aðferðar og undirstöðuþekkingu í að greina tölfræðileg gögn sem notuð eru við margs konar opinbera ákvarðanatöku. Farið er yfir hugtök á borð við orsök, réttmæti og áreiðanleika. Fjallað er bæði um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, þar á meðal um breytur, gildi, miðlægni, staðalfrávik, úrtök, marktækni og tilgátuprófanir. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni í að greina og meta megindlegar rannsóknir með tilliti til aðferðafræði og jafnframt að þeir geti sótt gögn og framkvæmt einfaldar tölfræðiaðgerðir í töflureikni. 

X

Málstofa II: Um rannsóknir og vinnulag fyrir MA nemendur (FFR201F)

Markmið málstofunnar er að skapa vettvang fyrir nemendur í meistaranámi til að fjalla um rannsóknir sínar og fá stuðning, hvatningu og aðhald við að vinna að MA rannsókn sinni og ritgerðarskrifum. Í málstofu II á vormisseri fá nemendur einnig kennslu og þjálfun í fræðiskrifum og að kynna rannsóknir sínar í fyrirlestrum. Efni málstofunnar er sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem situr hana hverju sinni og kennarar málstofu leitast við að tengja rannsóknir nemenda því sem efst er á baugi í fötlunarfræðum. Nemendur eru hvattir til að mæta í málstofu allan námstíma sinn. Nemendum er eindregið ráðlagt að hefja vinnu við MA rannsókn sína snemma á námstímanum og vinna við hana samhliða því sem námskeið eru tekin.

X

Skipulag og stjórnun stofnana (OSS202F)

Fjallað er um helstu kenningar um skipulagsheildi (organizational theory) og atferli innan skipulagsheilda (organizational behavior). Áhersla er á skipulag og stjórnun opinberra stofnana og fyrirtækja. Markmið áfangans er að veita nemendum innsýn í fræðilega umfjöllun um viðfangsefnin ásamt hagnýtingu tiltekinna stjórnunaraðferða.

X

Stjórntæki hins opinbera (OSS203F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur fái innsýn í grunnþætti opinbers rekstrar og önnur úrræði sem ríkið getur beitt til að ná markmiðum sínum. Fjallað verður um ýmis stjórntæki ríkisvaldisins, þar á meðal rekstur opinberra stofnana, markaðsvæðingu, fjárhagslega hvata, regluvæðingu og tryggingar/styrki og áhersla lögð á mat og notkun stjórntækjanna við ólíkar aðstæður. Umfjöllunin um hvert stjórntæki er jafnt á fræðilegum grundvelli sem og útlistun á notkun þeirra á Íslandi. Æskilegt er að nemendur hafi tekið námskeiðið OSS101F Rekstrarhagfræði, markaðsbrestir og ríkisafskipti.  

 

X

Örnámskeið í fötlunarfræði II (FFR004M)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að rýna í viðfangsefni sem tengjast fötlun og fötluðu fólki. Viðfangsefni örnámskeiðsins geta verið breytileg en markmiðið er að varpa ljósi á stöðu fatlaðs fólks á ákveðnum sviðum samfélagsins út frá nýjustu rannsóknum og þekkingu í fötlunarfræði. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda og eru nemendur hvattir til að tengja viðfangsefni námskeiðsins við eigið nám. Námskeiðið nýtist þeim sem vilja greina stöðu fatlaðs fólks á ákveðnu sviði og öðlast fræðilega og hagnýta þekkingu sem styður við nám og/eða starf. Að kennslu koma auk kennara í fötlunarfræði annað fræðafólk, fatlað fólk og sérfræðingar hjá ríki, sveitarfélögum, samtökum fatlaðs fólks, o.fl.

X

Lesnámskeið í fötlunarfræði (FFR205F)

Nemandi óskar eftir leiðsögn tiltekins kennara. Að jafnaði heldur kennari tvo til þrjá leiðsagnarfundi meðan á námskeiðinu stendur. Leiðsögn kennara beinist að undirbúningi og skipulagi vinnunnar, vali og  notkun heimilda og umræðu um gildi/þýðingu verkefnisins fyrir meistararannsókn nemanda. 

Nemandi getur einungis tekið eitt lesnámskeið í meistaranámi sínu. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

Nemendur í fötlunarfræði geta sótt um að taka lesnámskeið sem fellur að námsáætlun þeirra. Í námskeiðinu rýnir nemandinn í afmarkað svið, hugtak, eða gerir fræðilega samantekt á efni sem hann hefur áhuga á og tengist áherslu hans í náminu, einkum hvað varðar meistaraverkefni viðkomandi. Nemandinn setur fram námsmarkmið og tímaáætlun í samráði við leiðbeinanda, leitar eftir fræðilegum heimildum, greinir þær og gagnrýnir, og nýtir upplýsingarnar til að setja fram þekkingu á nýjan hátt.

Alla jafna er námskeiðið hugsað til undirbúnings meistararannsóknar.

X

MA-ritgerð í fötlunarfræði (FFR401L, FFR401L, FFR401L)

Meistararitgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistararitgerð í Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild er að jafnaði 30-60 einingar. Þegar sérstaklega stendur á má umfang meistararitgerða vera meira en 60 einingar. Meistararitgerð skal aldrei vera minni en 30 einingar.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MA-ritgerð í fötlunarfræði (FFR401L, FFR401L, FFR401L)

Meistararitgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistararitgerð í Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild er að jafnaði 30-60 einingar. Þegar sérstaklega stendur á má umfang meistararitgerða vera meira en 60 einingar. Meistararitgerð skal aldrei vera minni en 30 einingar.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MA-ritgerð í fötlunarfræði (FFR401L, FFR401L, FFR401L)

Meistararitgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistararitgerð í Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild er að jafnaði 30-60 einingar. Þegar sérstaklega stendur á má umfang meistararitgerða vera meira en 60 einingar. Meistararitgerð skal aldrei vera minni en 30 einingar.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Lífshlaupið, sjálf og samfélag (FFR302M)

Aðstæður og reynsla fatlaðs fólks er miðlæg í umfjöllun námskeiðsins, þar sem áhersla er á lífshlaupið og þau meginsvið sem snerta daglegt líf, svo sem fjölskyldulíf, menntun, atvinnu og búsetu. Rýnt verður í íslenskar og erlendar rannsóknir um líf og aðstæður fatlaðs fólk og þau fjölmörgu öfl sem móta sjálfsmynd og sjálfsskilning fatlaðra barna, ungmenna og fullorðins fólks. Fræðileg umfjöllun námskeiðsins er tengd við lagasetningar, stefnumótun, þjónustu, velferðarkerfi og félagslegar aðstæður fatlaðs fólks. 

X

Kenningar og sjónarhorn í fötlunarfræði (FFR102F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á þróun hugmynda og kenninga um fötlun og fái innsýn í fræðilega umfjöllun og rannsóknir á því sviði. Lögð er áhersla á þróun fötlunarfræða sem þverfræðilegrar og gagnrýnnar fræðigreinar með náin tengsl við réttindabaráttu fatlaðs fólks. Fjallað verður um margbreytileg félagsleg og menningarleg sjónarhorn og kenningar fræðigreinarinnar. Sérstök áhersla verður á þá hugmyndafræði sem legið hefur til grundvallar stefnumótunar og þjónustu við fatlað fólk undanfarna áratugi, þ.e.; 1) hugmyndafræði um “eðlilegt líf” normaliseringu, 2) hugmyndafræði um “sjálfstætt líf” independent living og 3) mannréttindasjónarmið. Jafnframt verður fjallað um tengsl hugmyndafræðinnar við daglegt líf fatlaðs fólks. 

X

Fötlun og menning (FFR102M)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er að rýna í stöðu og ímynd fatlaðs fólks og birtingarmyndir fötlunar í (dægur)menningu og listum. Fjallað verður um ímyndir og hlutverk fatlaðs fólks í sögulegu samhengi, dægurmenningu, fjölmiðlum, bókmenntum, listum og almennri orðræðu. Sérstök áhersla verður lögð á (list)menningu fatlaðs fólks, sjálfskilning, kvenleika og karlmennsku. Rýnt verður í fötlun sem einn lið í fjölbreytileika samfélaga og staðsetningu fatlaðs fólks í menningu og sögu.

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Málstofa I: Um rannsóknir fyrir MA nemendur (FFR103F)

Markmið málstofunnar er að skapa vettvang fyrir nemendur í meistaranámi til að fjalla um rannsóknir sínar og fá stuðning, hvatningu og aðhald við að vinna að MA rannsókn sinni og ritgerðarskrifum. Í málstofu I á haustmisseri er auk þessa fjallað um vinnulag í MA námi og nemendur fá kennslu um rafræn gagnasöfn, og um heimildaöflun og heimildanotkun. Þetta er hagnýt þekking sem mikilvægt er að MA nemar kunna skil á. Efni málstofunnar er sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem situr hana hverju sinni og kennarar málstofu leitast við að tengja rannsóknir nemenda því sem efst er á baugi í fötlunarfræðum. Nemendur eru hvattir til að mæta í málstofu allan námstíma sinn. Nemendum er eindregið ráðlagt að hefja vinnu við MA rannsókn sína snemma á námstímanum og vinna við hana samhliða því sem námskeið eru tekin

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með SPSS forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Lesnámskeið í fötlunarfræði (FFR110F)

Nemandi óskar eftir leiðsögn tiltekins kennara. Að jafnaði heldur kennari tvo til þrjá leiðsagnarfundi meðan á námskeiðinu stendur. Leiðsögn kennara beinist að undirbúningi og skipulagi vinnunnar, vali og  notkun heimilda og umræðu um gildi/þýðingu verkefnisins fyrir meistararannsókn nemanda. 

Nemandi getur einungis tekið eitt lesnámskeið í meistaranámi sínu. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

Nemendur í fötlunarfræði geta sótt um að taka lesnámskeið sem fellur að námsáætlun þeirra. Í námskeiðinu rýnir nemandinn í afmarkað svið, hugtak, eða gerir fræðilega samantekt á efni sem hann hefur áhuga á og tengist áherslu hans í náminu, einkum hvað varðar meistaraverkefni viðkomandi. Nemandinn setur fram námsmarkmið og tímaáætlun í samráði við leiðbeinanda, leitar eftir fræðilegum heimildum, greinir þær og gagnrýnir, og nýtir upplýsingarnar til að setja fram þekkingu á nýjan hátt.

Alla jafna er námskeiðið hugsað til undirbúnings meistararannsóknar.

X

Örnámskeið í fötlunarfræði I (FFR501M)

 

Online class through TEAMS

October st. from 10:00-12:00

November 1st from 12:00 – 14:00

 

Studies into the Middle Ages and early modern history shed light on how disability manifests itself and is represented in new contexts. In this intensive course students will get insight into how disability studies inform research into medieval and early modern history. Emphasis will be put on framing disability within its cultural and historical circumstance. By touching upon topics such as intersectionality, agency, religion, and societal support we will paint a picture in broad strokes into which the students will be encouraged to paint. 

The aim is to:

  • Give students insight into how to possibly understand the representation of disability within its cultural and historical contexts.
  • Encourage critical thinking about disability, how to address it, and how to research it (without being dogmatic).
  • Develop insight into interesting (sometimes disturbing, sometimes entertaining) case studies that show reality in a different perspective than what we are used to.
  • Understand the importance of the mundane
X

Málstofa II: Um rannsóknir og vinnulag fyrir MA nemendur (FFR201F)

Markmið málstofunnar er að skapa vettvang fyrir nemendur í meistaranámi til að fjalla um rannsóknir sínar og fá stuðning, hvatningu og aðhald við að vinna að MA rannsókn sinni og ritgerðarskrifum. Í málstofu II á vormisseri fá nemendur einnig kennslu og þjálfun í fræðiskrifum og að kynna rannsóknir sínar í fyrirlestrum. Efni málstofunnar er sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem situr hana hverju sinni og kennarar málstofu leitast við að tengja rannsóknir nemenda því sem efst er á baugi í fötlunarfræðum. Nemendur eru hvattir til að mæta í málstofu allan námstíma sinn. Nemendum er eindregið ráðlagt að hefja vinnu við MA rannsókn sína snemma á námstímanum og vinna við hana samhliða því sem námskeið eru tekin.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir II (FMÞ201F)

Fjallað er þá fjölbreytni sem er að finna í  eigindlegum rannsóknum. Rýnt er í fimm mismunandi rannsóknarhefðir, þ.e. tilviksathuganir, frásögurannsóknir, etnógrafíu, fyrirbærafræði og grundaða kenningu. Nemendur öðlast aukna færni í að afla rannsóknargagna á vettvangi og beita mismunandi greiningaraðferðum á eigindleg gögn. Þeir fá jafnframt þjálfun í framsetningu niðurstaðna í tengslum við fræðiskrif. Þá fá nemendur tækifæri til að ígrunda eigin rannsóknir og sjálfa sig sem eigindlega rannsakendur.

X

Örnámskeið í fötlunarfræði II (FFR004M)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að rýna í viðfangsefni sem tengjast fötlun og fötluðu fólki. Viðfangsefni örnámskeiðsins geta verið breytileg en markmiðið er að varpa ljósi á stöðu fatlaðs fólks á ákveðnum sviðum samfélagsins út frá nýjustu rannsóknum og þekkingu í fötlunarfræði. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda og eru nemendur hvattir til að tengja viðfangsefni námskeiðsins við eigið nám. Námskeiðið nýtist þeim sem vilja greina stöðu fatlaðs fólks á ákveðnu sviði og öðlast fræðilega og hagnýta þekkingu sem styður við nám og/eða starf. Að kennslu koma auk kennara í fötlunarfræði annað fræðafólk, fatlað fólk og sérfræðingar hjá ríki, sveitarfélögum, samtökum fatlaðs fólks, o.fl.

X

Lesnámskeið í fötlunarfræði (FFR205F)

Nemandi óskar eftir leiðsögn tiltekins kennara. Að jafnaði heldur kennari tvo til þrjá leiðsagnarfundi meðan á námskeiðinu stendur. Leiðsögn kennara beinist að undirbúningi og skipulagi vinnunnar, vali og  notkun heimilda og umræðu um gildi/þýðingu verkefnisins fyrir meistararannsókn nemanda. 

Nemandi getur einungis tekið eitt lesnámskeið í meistaranámi sínu. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

Nemendur í fötlunarfræði geta sótt um að taka lesnámskeið sem fellur að námsáætlun þeirra. Í námskeiðinu rýnir nemandinn í afmarkað svið, hugtak, eða gerir fræðilega samantekt á efni sem hann hefur áhuga á og tengist áherslu hans í náminu, einkum hvað varðar meistaraverkefni viðkomandi. Nemandinn setur fram námsmarkmið og tímaáætlun í samráði við leiðbeinanda, leitar eftir fræðilegum heimildum, greinir þær og gagnrýnir, og nýtir upplýsingarnar til að setja fram þekkingu á nýjan hátt.

Alla jafna er námskeiðið hugsað til undirbúnings meistararannsóknar.

X

MA-ritgerð í fötlunarfræði (FFR401L, FFR401L, FFR401L)

Meistararitgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistararitgerð í Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild er að jafnaði 30-60 einingar. Þegar sérstaklega stendur á má umfang meistararitgerða vera meira en 60 einingar. Meistararitgerð skal aldrei vera minni en 30 einingar.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MA-ritgerð í fötlunarfræði (FFR401L, FFR401L, FFR401L)

Meistararitgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistararitgerð í Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild er að jafnaði 30-60 einingar. Þegar sérstaklega stendur á má umfang meistararitgerða vera meira en 60 einingar. Meistararitgerð skal aldrei vera minni en 30 einingar.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MA-ritgerð í fötlunarfræði (FFR401L, FFR401L, FFR401L)

Meistararitgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistararitgerð í Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild er að jafnaði 30-60 einingar. Þegar sérstaklega stendur á má umfang meistararitgerða vera meira en 60 einingar. Meistararitgerð skal aldrei vera minni en 30 einingar.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs

Fylgstu með Félagsvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.