Skip to main content

Ljósmóðurfræði

Ljósmóðurfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Ljósmóðurfræði

MS gráða – 120 einingar

Meistaranám fyrir ljósmæður sem lokið hafa kandídatsprófi. Nemendur fá 72 einingar metnar úr fyrra námi og ljúka því einungis 48 einingum til meistaraprófs á þessari námsleið.

Skipulag náms

X

Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.

Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.

X

Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)

Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.

Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.

Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.

X

Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.

Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.

Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.

Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna. 

Í meðferðarrannsóknum verður m.a., fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).

Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar-og ljósmóðurfræðinnar. 

Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.

X

Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)

Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í  hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.

Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.

Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.

Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.

X

Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)

Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.

Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.

Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.

X

Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)

Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.

Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.

Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.

X

Lokaverkefni (LJÓ442L)

Lokaverkefni

X

Lokaverkefni (LJÓ442L)

Lokaverkefni

X

Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)

Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.

Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.

Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir
Rut Vestmann
Edda Rún Kjartansdóttir
Ella Björg Rögnvaldsdóttir
Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir
ljósmóðurfræðinemi

Ég hafði gengið með ljósmóðurdrauminn í maganum í nokkur ár þegar ég loksins lét slag standa og sótti um. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Námið er mjög skemmtilegt og við sem hófum nám á sama tíma höfum tengst sterkum vinaböndum. Námið er einnig að miklum hluta verklegt og það hefur verið krefjandi en jafnframt yndislegt að fá að fylgja konum og fjölskyldum þeirra í gegnum barneignarferlið.  Ljósmóðurstarfið er líka fjölbreyttara en ég hafði séð fyrir sjálf. Ég hlakka til geta kallað mig ljósmóður.

Rut Vestmann
ljósmóðurfræðinemi

Ég hefði varla trúað því hversu gefandi, fræðandi og innihaldsríkt ljósmæðranámið er. Í náminu myndast síðan fámennur og þéttur vinahópur sem er gott að hafa í svona krefjandi námi. Það sem mér þykir einna helst spennandi við ljósmæðrastarfið er það hversu fjölbreytt starfið er og hversu sjálfstætt ljósmæður starfa. Þetta starf er síðan frábær blanda af fræðilegri þekkingu og mannlegu innsæi. Námið sjálft er mjög krefjandi en um leið er alltaf skemmtilegt að mæta í skólann og það er fyrir utan alla klínísku kennsluna sem fer fram í gegnum allt námið þar sem enginn dagur er eins og maður bætir við þekkingu sína daglega.

Edda Rún Kjartansdóttir
ljósmóðurfræðinemi

Að vera ljósmóðurnemi krefst mikils af manni. Það krefst óbilandi metnaðar, áhuga á einstaklingnum, gífurlegs faglegs innsæis en síðast en ekki síst heiðarleika við sjálfan sig og aðra. En það að vera ljósmóðurnemi er líka best í heimi. Á námstímanum fær maður tækifæri til að sinna skjólstæðingum í gegnum allt barneignarferlið, aðstoða þau og vera til staðar á mikilvægustu og ánægjuríkustu en jafnframt stundum erfiðustu stundum lífs þeirra. Námið er að mestu leyti verklegt og það hafa verið forréttindi að fá að læra undir handleiðslu þeirra faglegu ljósmæðra sem starfa á fjölbreyttum starfssviðum innan ljósmóðurfræðinnar. Bekkirnir eru fámennir og myndast því yfirleitt samheldinn og náinn hópur og ég er stolt af því að geta kallað þær ljósusystur mínar.

Ella Björg Rögnvaldsdóttir
ljósmóðurfræðinemi

Ég valdi mér ljósmóðurfræði þar sem mér finnst starfsvettvangur ljósmæðra heillandi og fátt sem ég get hugsað mér betra en að vera fólki innan handar á jafn áhrifamiklum tíma í lífinu og í barneignaferlinu. Námið er fræðilegt en í senn mjög klínískt, krefjandi en skemmtilegt. Það sem helst hefur komið á óvart er hve fjölbreyttur starfsvettvangur ljósmæðra er. Rúsínan í pylsuendanum er svo að vera í svona litlum bekk þar sem myndast fljótt þéttur vinahópur.

Hafa samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14

Eirberg

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.