Skip to main content

Félagsráðgjöf

Félagsráðgjöf

Félagsvísindasvið

Félagsráðgjöf

MA gráða – 120 einingar

Rannsóknartengt nám í félagsráðgjöf er fyrst og fremst hugsað fyrir félagsráðgjafa sem lokið hafa BA námi auk starfsréttindanáms og vilja dýpka þekkingu sína á tilteknu sviði.

Samsetning námsins er sveigjanleg og skipuleggur hver nemandi námið í samráði við sinn leiðbeinanda. Fjarnám að mestu eða hluta. 

Skipulag náms

X

Rannsóknamálstofur í MA-námi við Félagsráðgjafardeild (FRG003F)

Undirbúningur og gerð lokarannsóknar í meistaranámi. Farið er yfir verklag í fræðilegum ritgerðum. Meðal annars er fjallað um rannsóknaáætlanir, aðferðir og hvernig rannsóknir eru tengdar kenningagrunni og starfsvettvangi félagsráðgjafar. Nemendur kynna rannsóknaáætlanir sínar, fá gagnrýna viðgjöf og taka þátt í hópumræðum sem gagnast á gagnkvæman hátt.

X

MA ritgerð í félagsráðgjöf (FRG441L)

Markmið meistaraverkefnis er að veita nemanum þjálfun í að hanna, skipuleggja, þróa og framkvæma rannsóknarverkefni í félagsráðgjöf, læra að taka tillit til þeirra takmarkana sem leiða af vali á aðferðum, tækni, vísindasiðfræði og reglum um persónuvernd. Nemendur skulu með sjálfstæðum hætti og í rituðu máli geta skilgreint rannsóknarefni sitt, sett fram rannsóknarspurningar og tilgátur.

X

Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F)

Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með SPSS forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Inngildandi rannsóknaraðferðir (ÞRS104F)

Í námskeiðinu er sjónum beint að þróun rannsókna og  rannsóknaraðferða innan gagnrýnna fræða svo sem fötlunar -, hinsegin- og kynjafræði. Athyglin beinist að gagnrýni jaðarsettra hópa á hefðbundnar rannsóknir, en sú gagnrýni á meðal annars rætur sínar að rekja til femínískra fræða. Farið verður yfir með hvaða hætti nýlegar áherslur endurskilgreina valdatengsl milli rannsakanda og þátttakenda. Slíkar rannsóknir byggjast á nánu samstarfi á milli þátttakenda og fræðifólks þar sem byggt er á gagnkvæmri virðingu og þátttöku. Markmið þeirra er að vera umbreytandi og stuðla að valdeflingu þátttakenda í öllu rannsóknarferlinu. Rýnt verður í helstu einkenni, möguleika og takmarkanir slíkra rannsóknarhefða og aðferð, t.d. starfendarannsókna, þátttökurannsókna, samvinnurannsókna, dagbókaskrifa, sögulokaaðferð og spurningalista út frá algildri hönnun, auk þess sem fjölbreyttar samstarfsleiðir verða kynntar. Þá verður sjónum beint að þeim fjölmörgu siðferðilegu áskornunum sem mæta samstarfsaðilum í slíkum rannsóknum. Áhersla verður á að kynna og ræða nýjar rannsóknir og þróunarverkefni á sviðinu.

X

MA ritgerð í félagsráðgjöf (FRG441L)

Markmið meistaraverkefnis er að veita nemanum þjálfun í að hanna, skipuleggja, þróa og framkvæma rannsóknarverkefni í félagsráðgjöf, læra að taka tillit til þeirra takmarkana sem leiða af vali á aðferðum, tækni, vísindasiðfræði og reglum um persónuvernd. Nemendur skulu með sjálfstæðum hætti og í rituðu máli geta skilgreint rannsóknarefni sitt, sett fram rannsóknarspurningar og tilgátur.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir II (FMÞ201F)

Fjallað er þá fjölbreytni sem er að finna í  eigindlegum rannsóknum. Rýnt er í fimm mismunandi rannsóknarhefðir, þ.e. tilviksathuganir, frásögurannsóknir, etnógrafíu, fyrirbærafræði og grundaða kenningu. Nemendur öðlast aukna færni í að afla rannsóknargagna á vettvangi og beita mismunandi greiningaraðferðum á eigindleg gögn. Þeir fá jafnframt þjálfun í framsetningu niðurstaðna í tengslum við fræðiskrif. Þá fá nemendur tækifæri til að ígrunda eigin rannsóknir og sjálfa sig sem eigindlega rannsakendur.

X

Lesnámskeið um sérsvið (FRG004F)

Nemandi vinnur skrifleg verkefni eða ítarlega heimilda-ritgerð um tiltekinn þátt þess rannsóknasviðs sem hann hefur valið sér í samráði við umsjónarkennara.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsráðgjafardeild á samfélagsmiðlum

 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.