Samstarf | Háskóli Íslands Skip to main content

Samstarf

Alþjóðlegt samstarf

Deildin á í miklu alþjóðlegu samstarfi á sviði rannsókna, kennara- og stúdentaskipta. Fjölmargir kennarar taka þátt í fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum og samstarfsnetum, einkum norrænum og evrópskum. Þar má bæði nefna net á sviði málfræði eins og ScanDiaSyn, NORMS, NLVN, RILiVS og N’CLAV og net á sviði bókmennta eins og Nordisk Netværk for Avantgardestudier og European Network for Avant-Garde and Modernism Studies.

Margir kennarar fara árlega til skemmri eða lengri dvalar við erlenda samstarfsskóla, einkum á vegum Erasmus og Nordplus-skiptiáætlananna. Einnig koma kennarar frá erlendum samstarfsskólum til deildarinnar. Fjöldi stúdenta fer einnig utan í skiptinámi og sívaxandi fjöldi erlendra stúdenta stundar skiptinám við deildina, einkum í íslensku sem öðru máli.

Guðrún Birgisdóttir, verkefnisstjóri alþjóðamála við Hugvísindasvið, veitir upplýsingar um alþjóðleg samskipti. Viðtalstímar eru á skrifstofu sviðsins alla virka daga frá 10-12. Sími 525 4262, gb@hi.is.

 Upplýsingar um alþjóðlegt samstarf:

Innlent samstarf

Deildin á gott samstarf við ýmsar innlendar stofnanir, félagasamtök og aðrar deildir Háskólans. Náið samstarf er við aðrar deildir á Hugvísindasviði og er mjög algengt að nemendur taki aðalgrein í Íslensku- og menningardeild en aukagrein í annarri deild á Hugvísindasviði, eða öfugt.

Samstarf er um meistaranám í íslenskukennslu við Menntavísindasvið og samstarf um meistaranám í talmeinafræði við Læknadeild og Sálfræðideild. Samstarfssamningur um kennslu er milli deildarinnar og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Þá er samstarf við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík um meistaranám í máltækni og meistaranám í menningarfræði við Háskólann á Bifröst.

Fræðimenn við deildina eiga gott samstarf við fjölmiðla, þá sérstaklega Ríkisútvarpið þar sem þeir flytja reglulega erindi í þáttum á vegum stofnunarinnar og eru kallaðir til viðtals af ýmsu tilefni.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.