Áhugakönnun | Háskóli Íslands Skip to main content

Áhugakönnun

Netspjall

Áhugakannanir er einkum notaðar til að aðstoða fólk við að taka ákvarðanir um nám og störf. Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður nemendum og þeim sem hyggja á háskólanám upp á Bendil III sem er sérstaklega hannaður fyrir einstaklinga sem eru að velta fyrir sér námi á háskólastigi.

Bendill er rafræn íslensk áhugakönnun sem tekur mið af íslensku námsumhverfi og íslenskum vinnumarkaði. Þátttakendur fá myndrænar niðurstöður strax að svörun lokinni sem auðvelt er að lesa úr. Þegar einstaklingur hefur fengið niðurstöður sínar úr Bendli III getur hann/hún á auðveldan hátt tengt áhuga sinn við íslenskar starfslýsingar og háskólagreinar á Íslandi. 

Nánari upplýsingar um Bendil, starfslýsingar og námsgreinar á háskólastigi má nálgast hér.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
8 + 12 =
Leystu þetta einfalda dæmi. T.d. ef dæmið er 1 + 3, settu þá inn 4.