Viðbótarstyrkir vegna fötlunar eða sjúkdóms | Háskóli Íslands Skip to main content

Viðbótarstyrkir vegna fötlunar eða sjúkdóms

Netspjall

Nemendur Háskóla Íslands sem fara í skiptinám eða starfsþjálfun á vegum Erasmus+ eiga kost á að sækja um viðbótarstyrk vegna fötlunar eða sjúkdóms til að mæta viðbótarkostnaði.
Dæmi um kostnað sem er styrktur:

  • Laun aðstoðarmanna
  • Ferðakostnaður aðstoðarmanna
  • Sérstakt húsnæði til að mæta þörfum nemandans
  • Kostnaður vegna ferðaþjónustu
  • Flutningskostnaður tækjabúnaðar  

Nemandi þarf að skila umsóknareyðublaði, kostnaðaráætlun og vottorði sem staðfestir fötlunina eða sjúkdóminn til Skrifstofu alþjóðasamskipta.

Skrifstofa alþjóðasamskipta sækir formlega um styrkinn til Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB fyrir hönd nemanda.

Mikilvægt er að nemandi kynni sér aðbúnað í móttökuskóla/stofnun eins vel og kostur er og upplýsi móttökuaðila fyrr en síðar um fötlun sína eða sjúkdóm svo hægt sé tryggja góða þjónustu við upphaf náms eða þjálfunar.

Gagnlegar upplýsingar um aðgengismál og þjónustu háskóla við nemendur með fötlun eða sjúkdóm má finna á eftirfarandi síðum:

Nánari upplýsingar um viðbótarstyrki Erasmus+

Umsókn um viðbótarstyrk

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
8 + 4 =
Leystu þetta einfalda dæmi. T.d. ef dæmið er 1 + 3, settu þá inn 4.