Skip to main content

Erasmus+ inngildingarstyrkir

Erasmus+ áætlunin leggur mikla áherslu á inngildingu til að gera fleiri nemendum kleift að fara í námsdvöl erlendis. Þetta er gert með sérstökum fjárstuðningi til þeirra sem mæta hindrunum af ýmsum toga. Nemendur Háskóla Íslands sem fara í skiptinám eða starfsþjálfun á vegum Erasmus+ eiga kost á að sækja um inngildingarstyrki til Alþjóðasviðs. Sótt er um styrkinn um leið og sótt er um námsdvöl erlendis.

Nemendum er bent á að skoða síðuna Inclusive Mobility en þar má finna upplýsingar um inngildingu (e. inclusion) og þjónustu sem háskólar og aðrar stofnanir bjóða uppá fyrir erlenda nemendur. Þar má finna upplýsingar um einstaka háskóla og lönd og einnig reynslusögur nemenda.

Mikilvægt er að nemandi kynni sér aðbúnað í móttökuskóla/stofnun eins vel og kostur er og upplýsi móttökuaðila fyrr en síðar um fötlun eða heilsufar sitt svo hægt sé tryggja góða þjónustu við upphaf náms eða þjálfunar. Gagnlegar upplýsingar um aðgengismál og þjónustu háskóla við nemendur með fötlun má finna á eftirfarandi síðum:

Nánari upplýsingar um inngildingarstyrki Erasmus+