Skip to main content

Háskólavinir Háskóla Íslands

Háskólavinir Háskóla Íslands - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands vill að treysta böndin við núverandi og brautskráða nemendur og aðra þá sem vilja veg Háskólans sem mestan. Hugmyndin er að sameina krafta allra þeirra sem numið hafa við skólann og efla tengslin við atvinnulífið og eignast þar með öfluga talsmenn og velunnara víða í samfélaginu. Með því að hlúa að tengslaneti Háskólans í heild skapast undirstaða fyrir öflugt starf Háskólavina. Fræðasvið skólans og allar deildir vinna að sama markmiði, að efla tengslin við eigið samfélag og þá sem tala máli skólans úti í samfélaginu.

Liður í starfi Háskólavina er mánaðarlegt fréttabréf þar sem finna má fréttir af fjölbreyttu starfi skólans og spennandi viðburðum á vegum hans. Þú getur gerst áskrifandi hér.