Skip to main content

Leikskólakennarafræði - Aukagrein

Menntavísindasvið

Leikskólakennarafræði

Aukagrein – 60 einingar

Námið er ætlað þeim sem hyggjast starfa sem leikskólakennarar eða við önnur tengd störf. Lögð er áhersla á þroska, samskipti og leik. 

Talmeinafræði - Undirbúningsnám

Hugvísindasvið

Talmeinafræði, forkröfur

Undirbúningsnám – 75 einingar

Undirbúningsnámi í talmeinafræði er ætlað að gera nemendum sem hyggja á meistaranám í talmeinafræði við HÍ kleift að uppfylla faglegar forkröfur sem gerðar eru um tiltekin námskeið í íslenskri málfræði og sálfræði. 

Er þetta ekki bara frekja? Samspil kvíða og hegðunarvanda barna

18. janúar 2018 12:00 til 13:00

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild heldur erindi um samspil kvíða og hegðunarvanda barna

Opið hús og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir  

Bein útsending frá erindinu.

Undanfarið hefur mikið verið rætt um kvíða meðal barna og unglinga á Íslandi og virðast skimanir benda til þess að tíðni hans sé að aukast. Í erindinu verður fjallað um birtingarmynd kvíða meðal barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við þennan vanda heima fyrir. Einnig verður rætt um tengsl kvíða við hegðunarvanda, hvernig einkenni kvíða eru oft mistúlkuð sem mótþrói og frekja og hvers vegna börn með ADHD eru í sérstakri áhættu til að þróa með sér kvíðaraskanir.

Kvikmyndafræði

Hugvísindasvið

Kvikmyndafræði

BA gráða – 120 einingar

Í kvikmyndafræði er lögð áhersla á að skoða kvikmyndamiðilinn í sem víðustu samhengi og teknar eru til sýninga tilrauna- og heimildamyndir, ekki síður en leiknar frásagnarmyndir, og þær greindar í ljósi fjölbreyttra fræðikenninga.

Kínversk fræði - Aukagrein

Hugvísindasvið

Kínversk fræði

Aukagrein – 60 einingar

Kína er fjölmennasta ríki og annað stærsta hagkerfi veraldar sem leika mun leiðandi hlutverk á flestum sviðum mannlífs í heiminum á 21. öldinni. Ástundun kínverskra fræða gerir nemendum kleift að tjá sig á og skilja hversdagslegt mál og öðlast haldbæra þekkingu á kínversku ritmáli sem verið hefur í samfelldri mótun í yfir 3000 ár. Loks hefur námið að geyma menningar-, samfélags- og viðskiptatengd námskeið.

Spænska

Hugvísindasvið

Spænska

BA gráða – 180 einingar

Í náminu fá  nemendur undirstöðuþekkingu á máli og menningu þeirra landa sem hafa spænsku að þjóðtungu. Reynt er að gera námið eins lifandi og kostur er meðal annars með samskiptum við erlenda nemendur við HÍ.

Almenn bókmenntafræði

Hugvísindasvið

Almenn bókmenntafræði

MA gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í almennri bókmenntafræði er leitast við að veita nemendum vísindalega þjálfun og undirbúning fyrir kennslustörf á framhaldsskólastigi, vísindastörf af ýmsu tagi, doktorsnám eða önnur störf.

Sögukennsla

Hugvísindasvið

Sögukennsla

MA gráða – 120 einingar

Meistaranám í sögukennslu er tveggja ára nám á framhaldsstigi sem er ætlað að veita nemendum dýpri skilning á sagnfræði og auk þess öðlast nemendur kennsluréttindi.

Námið er sniðið að nemendum sem hafa lokið BA námi í sagnfræði.

Ljósmóðurfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Ljósmóðurfræði

MS gráða – 120 einingar

Meistaranám fyrir ljósmæður sem lokið hafa kandídatsprófi. Nemendur fá 72 einingar metnar úr fyrra námi og ljúka því einungis 48 einingum til meistaraprófs á þessari námsleið.

Danska

Hugvísindasvið

Danska

BA gráða – 180 einingar

Í BA-námi í dönsku er lögð áhersla á að nemendur nái hratt og örugglega tökum á dönsku máli í ræðu og riti og öðlist þekkingu á dönsku samfélagi, menningu og bókmenntum.

Pages