Skip to main content

Pólsk fræði - grunndiplóma

Hugvísindasvið

Pólsk fræði

Grunndiplóma – 60 einingar

Nám í pólskum fræðum er í senn spennandi og áhugavert nám sem veitir innsýn í pólska tungu, menningu og samfélag.

Þetta nám er diplómanám sem er hægt að ljúka á tveimur árum. 

Menntun framhaldsskólakennara, MS

Þverfræðilegt framhaldsnám

Menntun framhaldsskólakennara

MS gráða – 120 einingar

Námið er sniðið að nemendum með grunnmenntun af Félagsvísinda-, Heilbrigðisvísinda og Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Nemendur þurfa að hafa lokið 120 einingum á BS stigi til innritast í þetta nám. 

Pólsk fræði - Aukagrein

Hugvísindasvið

Pólsk fræði

Aukagrein – 60 einingar

Nám í pólskum fræðum er í senn spennandi og áhugavert nám sem veitir innsýn í pólska tungu, menningu og samfélag.

Þetta nám er aukagrein sem er hægt að taka með öðru námi.

Samfélagstúlkun - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Samfélagstúlkun

Grunndiplóma – 60 einingar

Með hraðvaxandi fjölgun innflytjenda frá ýmsum heimshornum hefur þörf fyrir túlka á fjölda erlendra mála aukist gríðarlega. Þetta stafar meðal annars af lagaskyldu til að útvega túlka við tilteknar aðstæður á sviðum dóms-, heilbrigðis-, skóla- og félagsmála.

Sálfræði,einstaklingsbundið meistaranám

Heilbrigðisvísindasvið

Sálfræði

MS gráða – 120 einingar

MS-nám í sálfræði er tveggja ára rannsóknartengt framhaldsnám við Sálfræðideild HÍ. Námið veitir nemendum kost á að afla sér framhaldsmenntunar á sérsviði innan sálfræðinnar. Nemendur þurfa að hafa tryggt sér leiðbeinanda áður en sótt er um þetta nám. Sálfræðideild býður einnig upp á nám í Hagnýtri sálfræði með kjörsviðum í klínískri sálfræði, megindlegri sálfræði og félagslegri sálfræði. Sótt er um Hagnýta sálfræði fyrir nám með kjörsviðum. 

Þýðingafræði

Hugvísindasvið

Þýðingafræði

MA gráða – 120 einingar

Helstu markmið með meistaranámi í þýðingum eru að undirbúa nemendur fyrir störf á vettvangi þýðinga eða sem fræðimenn, stundum hvort tveggja. Þetta er nám sem tengir saman fræði og framkvæmd alveg frá upphafi og nemendur fá mikla æfingu í hinum praktíska þætti námsins samhliða hinum fræðilega.

Iðnaðarverkfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Iðnaðarverkfræði

BS gráða – 180 einingar

Iðnaðarverkfræði er kerfisbundin nálgun við að leysa vandamál í víðasta samhengi. Námið byggir upp hæfni til að gera þetta með aðstoð vísindalegra aðferða.

Lögð er áhersla á nýsköpun og eru nemendur hvattir til að huga að samhengi verkfræði og tölvutækni við umhverfi, markað og samfélag.
Námið hentar þeim sem finnst gaman að starfa með fólki og hafa einnig gott vald á tækni og raungreinum.

„Þetta er gargandi snilld!“

Guðmundur Sæmundsson, aðjunkt  í Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

„Doktorsrannsókn mín snýr að málnotkun í umfjöllun um íþróttir og markmið hennar er að draga saman upplýsingar um ástæður þess sérmáls sem þar tíðkast.“ Þetta segir Guðmundur Sæmundsson, aðjunkt í íslensku við íþróttafræðasetrið á Laugarvatni.

„Einna áhugaverðust er sú sérstaka orðræða sem einkennir íþróttirnar en hún skapast sennilega af samspili umhverfis og eðlis íþrótta en þar er mikill hraði, samkeppni og spenna. Allt þetta skapar sterkari stílbrögð en í öðru málfari.“

Þetta er alveg fáranlegt!

10. október 2017 14:00 til 14:30

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Stofa H-101

Nemendur í starfstengdu diplómamámi fyrir fólk með þroskahömlun sýna vídeóverk um aðgengi í Stakkahlíðinni. 

Uppeldis- og menntunarfræði - Aukagrein

Menntavísindasvið

Uppeldis- og menntunarfræði

Aukagrein – 60 einingar

Í uppeldis- og menntunarfræði er fengist við spurningar sem tengjast þroska og uppeldi barna og unglinga, samskiptum fólks, sjálfsmyndum einstaklinga og hópa, fjölskyldum, skólum, kynferði og kyngervi, menningarlegum margbreytileika, menntun og starfsframa og þróun skólakerfa. Námið felur í sér fjölbreytta grunnmenntun sem undirbýr fólk til starfa á fjölmörgum sviðum uppeldis-, félags- og tómstundamála.

Pages