Skip to main content
22. desember 2021

Jóla- og áramótakveðja frá Menntavísindasviði

Jóla- og áramótakveðja frá Menntavísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Senn kveðjum við árið 2021 og heilsum nýju ári. Árið sem er að líða var viðburðaríkt og íslenskt samfélag tókst á við margvíslegar áskoranir. Við erum ákaflega stolt af framlagi starfsfólks og sístækkandi hópi nemenda á Menntavísindasviði sem með rannsóknum, námi og þátttöku á vettvangi lögðu sitt af mörkum í þágu menntunar, þroska og velferðar barna og einstaklinga á öllum aldri. Árangur okkar þökkum við öflugu samstarfi við fjölmarga aðila og stofnanir samfélagsins. Með þessari jólakveðju þökkum við innilega fyrir stuðninginn og samstarfið á árinu sem er að líða.

Framundan eru mikilvæg samvinnuverkefni sem treysta enn frekar grunnstoðir íslenska menntakerfisins og byggja sterkari brýr milli formlega skólakerfisins og hins óformlega námsvettvangs frístunda og atvinnulífs. Á sviði menntunar slær hjarta hugsjóna og hugvits, og þar er samfélagsleg nýsköpun stöðug og mikil. Saman getum við skapað samfélag þar sem ólíkar raddir heyrast, samfélag sem byggist á grunngildum jafnréttis, lýðræðis og fagmennsku. Sterk samstaða um slíkt samfélag skilar árangri.

Megi árið 2022 verða gjöfult og gæfuríkt!

Kolbrún Þ. Pálsdóttir

Forseti Menntavísindasviðs

Árið 2021 var viðburðaríkt á Menntavísindasviði.

Hér er stiklað á helstu fréttum ársins.

Sjá einnig fréttaannál

Háskóli Íslands áfram í hópi 400 bestu á sviði menntavísinda

Sjá frétt:

Háskólinn á þremur nýjum listum Times Higher Education

Stjórnvöld kaupa Hótel Sögu til að hýsa starfsemi Menntavísindasviðs!

Sjá frétt á Vísi

Kófið, menntakerfið og heimilin

Fræðimenn innan Menntavísindasviðs leiddu rannsóknir á áhrifum heimsfaraldurs á skóla – og frístundastarf.

Sjá fréttir:

Kófið, menntakerfið og heimilin í nýju sérriti Netlu

Menntakerfið mætti margháttuðum áskorunum á tímum faraldursins

Menntafléttan leit dagsins ljós

Sjá fréttir:

Starfsþróun í menntakerfinu efld með ríkulegu fjárframlagi

Mikil ásókn í námskeið Menntafléttunnar

Öflug starfsþróun eflir menntakerfið fyrir alla

Starfstengt diplómanám fyrir ungt fólk með þroskahömlun hlaut jafnréttisviðurkenningu

Sjá frétt: Verðlaunuð fyrir lofsvert framlag í starfi við HÍ

Samningur um eflda jafnréttisfræðslu milli Menntavísindasviðs og Samtakanna 78

Sjá frétt: Stórefla jafnréttisfræðslu í námi á Menntavísindasviði

Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt til Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Sjá frétt: Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt til Háskóla Íslands

Raunfærnimat hefst til styttingar náms í

leikskólakennarafræðum

Sjá frétt: Mikill áhugi fyrir raunfærnimati í leikskólakennarafræði

Menntavísindasvið tekur að sér framkvæmd

æskulýðsrannsókna á velferð og viðhorfum ungmenna

Sjá frétt: Samvinna um rannsóknir á velferð og viðhorfum barna og ungmenna

Nýtt rannsóknarsetur um menntun og hugarfar stofnað í samvinnu við Samtök atvinnulífsins

Sjá frétt: Árangur og áhugahvöt - kveikjum neistann!

Öflug vísindamiðlun – sjá einnig fjölmiðlaumfjöllun á Facebook síðu MVS

280 erindi flutt á rafrænni Menntakviku

Sjá frétt: Ríflega 280 rannsóknir kynntar á Menntakviku

Alþjóðleg menntaráðstefna um óformlega menntun

Sjá frétt: Óformleg menntun valdeflir nemendur sem standa höllum fæti

Norræn ráðstefna um stærðfræðimenntun

Sjá frétt: Þurfum að nýta styrkleika og áhugasvið nemenda í stærðfræðinámi

Heilsuhegðun Íslendinga, nýtt hlaðvarp um heilsu og lifnaðarhætti ungs fólks leit dagsins ljós

Sjá frétt: Heilsuhegðun ungra Íslendinga – hlaðvarp um heilsu og lifnaðarhætti ungs fólks

Ný fræðslumyndbönd um málþroska barna

Sjá frétt: Ný fræðslumyndbönd um málþroska barna

Þemahefti um starfsemi frístundaheimila

Sjá frétt: Nýtt rit um nám á frístundaheimilum

Opið netnámskeið um vináttu og tölvuleikjaspilun í samstarfi við CCP

Sjá frétt: Er hægt að hanna vináttu?

Góð tengsl við foreldra skipta sköpum fyrir velferð ungmenna

Sjá frétt: Góð tengsl við foreldra skipta sköpum fyrir velferð ungmenna

Sex útskrifuðust með doktorspróf á árinu 2021

Sjá frétt: Háskóli Íslands fagnar 80 brautskráðum doktorum á undangengnu ári

Fleiri fréttir má sjá á fésbókarsíðu Menntavísindasviðs