Skip to main content

Tölvunarfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Tölvunarfræði

BS gráða – 180 einingar

Nám í tölvunarfræði er eitt það hagnýtasta sem völ er á.

Tölvunarfræðingar taka virkan þátt í þróun, hönnun, prófun, breytingu og forritun hugbúnaðar og starfa með fólki úr mörgum fagstéttum.

Uppbygging og rekstur nútímaþjóðfélags byggist í veigamiklum atriðum á hugbúnaði og námið miðar að því að nemendur verði færir um að þróa og reka traustan og skilvirkan hugbúnað.

Táknmálsfræði og táknmálstúlkun

Hugvísindasvið

Táknmálsfræði og táknmálstúlkun

BA gráða – 180 einingar

Íslenskt táknmál, gjarnan nefnt ÍTM, er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og búa hér á landi um 2-300 manns sem hafa ÍTM að fyrsta máli. Í BA-námi í táknmálsfræði og táknmálstúlkun er lögð áhersla á að nemendur nái hratt og örugglega tökum á íslenska táknmálinu en námið opnar nemendum einnig leið til skilnings á nýjum menningarheimi, sögu, menningu og samfélagi táknmála og málhafa þeirra hérlendis sem annars staðar.

Ritlist

Hugvísindasvið

Ritlist

Aukagrein – 60 einingar

Í ritlist er lögð áhersla á frjóa hugsun og miðlun hennar í texta af ýmsu tagi. Meðal annars í ljóðum, smásögum, skáldsögum, bókmenntaþýðingum, leiktexta, greinum og öðrum þeim formum sem þátttakendur kalla til eða finna upp. Námið er í senn hagnýtt og listrænt.

Kínversk fræði - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Kínversk fræði

Grunndiplóma – 60 einingar

Í kínverskum fræðum öðlast nemendur vald á kínverskri tungu og ritmáli sem og skilning á fjölmörgum hliðum kínverskrar menningar, margbrotnum pólitískum og samfélagslegum birtingarmyndum í kínverskum samfélögum nútímans og hinu blómlega og spennandi viðskiptalífi í Kínverska alþýðulýðveldinu.

Þýska

Hugvísindasvið

Þýska

BA gráða – 180 einingar

Menntun í þýsku opnar dyr að málsvæði sem er okkur Íslendingum mjög mikilvægt í menningar-, stjórnmála- og efnahagslegu tilliti. Þýska er móðurmál um 90 milljóna Evrópubúa og opinbert tungumál fimm evrópskra ríkja sem við tengjumst með margvíslegum hætti í alþjóðlegu samstarfi.

Almenn málvísindi

Hugvísindasvið

Almenn málvísindi

BA gráða – 180 einingar

Almenn málvísindi er vísindagrein sem fjallar um tungumálið í víðu samhengi, eðli mannlegs máls og sérkenni einstakra tungumála. Undirstöðumenntun í almennum málvísindum kemur sér vel í margs konar störfum, svo sem fjölmiðlun, kynningarstarfi, rannsóknum og ritstörfum auk annarra starfa þar sem fengist er við tungumálið. Námið er góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í ýmsum greinum.

Matvælafræði

Heilbrigðisvísindasvið

Matvælafræði

BS gráða – 180 einingar

Matvælafræði er frábær blanda af heilbrigðisvísindum, raunvísindum og verkfræði. Í náminu er mikil áhersla á nýsköpun og raunveruleg verkefni í samstarfi við atvinnulífið.

Kynjafræði - Aukagrein

Félagsvísindasvið

Kynjafræði

Aukagrein – 60 einingar

Kynjafræði snýst um margbreytileika mannlífsins. Nánast allt í veröldinni hefur kynjafræðilegar hliðar og fátt er kynjafræðinni óviðkomandi. Kyn er grundvallarstærð í tilverunni og eitt af því sem skapar margbreytileika mannlífsins rétt eins og kynvitund, kynhneigð, litarháttur, þjóðernisuppruni, aldur, stétt, fötlun og fleiri félagslegir áhrifaþættir.  Fjarnám.

Menntun framhaldsskólakennara, MT

Þverfræðilegt framhaldsnám

Menntun framhaldsskólakennara

MT gráða – 120 einingar

Námið býður upp á fjölbreytt val kjörsviða með sérhæfingu í ákveðnum viðfangsefnum skólastarfsins þvert á námsgreinar og skólastig. Námið er sniðið að nemendum sem hafa bakkalár gráðu í einhverri kennslugrein framhaldsskóla og að framhaldsskólakennurum sem eru nú þegar með leyfisbréf.

„Ég sagði nei, ég ætla að eiga þetta barn!“ Óstýrilæti fatlaðra kvenna við ákvarðanir...

29. febrúar 2024 12:00 til 13:00

Þjóðminjasafn Íslands

Freyja Haraldsdóttir er þriðji fyrirlestari hádegisfyrirlestraraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á vormisseri 2024 en röðin er tileinkuð samtvinnun. Titill fyrirlestrarins er „„Ég sagði nei, ég ætla að eiga þetta barn!“ Óstýrilæti fatlaðra kvenna við ákvarðanir um barneignir“. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 12.00 fimmtudaginn 29. febrúar í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Pages