Skip to main content

Mið-Austurlandafræði

Hugvísindasvið

Mið-Austurlandafræði

Aukagrein – 60 einingar

Markmið Mið-Austurlandafræða við Háskóla Íslands er að stuðla að aukinni fræðslu, þekkingu og áhuga á Mið-Austurlöndum og menningu þeirra í víðum skilningi og jafnframt að veita nemendum grunnfærni í arabísku sem er helsta tungumál svæðisins.

Þroskaþjálfafræði - Aukagrein

Menntavísindasvið

Þroskaþjálfafræði

Aukagrein – 60 einingar

Í uppeldis- og menntunarfræði er fengist við spurningar sem tengjast þroska og uppeldi barna og unglinga, samskiptum fólks, sjálfsmyndum einstaklinga og hópa, fjölskyldum, skólum, kynferði og kyngervi, menningarlegum margbreytileika, menntun og starfsframa og þróun skólakerfa. Námið felur í sér fjölbreytta grunnmenntun sem undirbýr fólk til starfa á fjölmörgum sviðum uppeldis-, félags- og tómstundamála. Fjarnám.

Enska

Hugvísindasvið

Enska

BA gráða – 180 einingar

Nám í ensku við Háskóla Íslands er fræðilegt yfirlit yfir ensk málvísindi, bókmenntir, menningu og ensku sem heimsmál. Forsenda námsins er að nemendur hafi mjög góða færni í enskri ritun og talmáli.

Ítalska

Hugvísindasvið

Ítalska

BA gráða – 120 einingar

Nám í ítölsku við HÍ er opið bæði nemendum sem hafa enga kunnáttu í ítölsku svo og fyrir lengra komna. Markmið ítölskunáms við Háskóla Íslands er að kenna BA-nemum að njóta ítalskrar tungu, sögu, bókmennta, kvikmynda og lista. Nemendur eru þjálfaðir í notkun málsins og öðlast færni til að lesa og skilja bókmenntatexta út frá félagslegu og sögulegu baksviði þeirra.

Kynning á bókinni Ef þetta er maður eftir Primo Levi

27. janúar 2023 16:30 til 17:30

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsal

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og Istituto Italiano di Cultura di Oslo efni til kynningar á þýðingu Magnúsar H. Guðjónssonar á bókinni Ef þetta er maður (Se questo è un uomo) eftir ítalska rithöfundinn Primo Levi. Kynningin fer fram á alþjóðlegum minningardegi Helfararinnar 27. janúar. Stefano Rosatti, aðjunkt í ítölsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, mun segja frá höfundinum og tilurð verksins og þýðandinn fjallar um þýðinguna og les valda kafla úr verkinu.

Primo Levi var ítalskur gyðingur og efnafræðingur sem lenti í fangabúðum nasista á Auschwitz árið 1944, þá 25 ára gamall. Þegar rússneskir hermenn komu og frelsuðu fangana var hann nær dauða en lífi.

Er þetta ekki bara frekja? Samspil kvíða og hegðunarvanda barna

18. janúar 2018 12:00 til 13:00

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild heldur erindi um samspil kvíða og hegðunarvanda barna

Opið hús og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir  

Bein útsending frá erindinu.

Undanfarið hefur mikið verið rætt um kvíða meðal barna og unglinga á Íslandi og virðast skimanir benda til þess að tíðni hans sé að aukast. Í erindinu verður fjallað um birtingarmynd kvíða meðal barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við þennan vanda heima fyrir. Einnig verður rætt um tengsl kvíða við hegðunarvanda, hvernig einkenni kvíða eru oft mistúlkuð sem mótþrói og frekja og hvers vegna börn með ADHD eru í sérstakri áhættu til að þróa með sér kvíðaraskanir.

Fagháskólanám í leikskólafræði - Grunndiplóma

Menntavísindasvið

Fagháskólanám í leikskólafræði

Grunndiplóma – 60 einingar

Námsleið fyrir þau sem lokið hafa leikskólaliðanámi eða leikskólabrú á framhaldsskólastigi.

Námið er samstarfsverkefni HÍ og HA og er kennt í fyrsta skiptið haustið 2023.

Rússneska - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Rússneska

Grunndiplóma – 60 einingar

Rússneska er eitt af útbreiddustu tungumálum veraldar og hafa um 150 milljónir manna rússnesku að móðurmáli. Kunnátta í rússnesku er mikilvæg fyrir pólitísk, efnahagsleg og ekki síst menningarleg samskipti við Rússland, löndin sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Austur-Evrópu.

Rússneska - Aukagrein

Hugvísindasvið

Rússneska

Aukagrein – 60 einingar

Rússneska er eitt af útbreiddustu tungumálum veraldar og hafa um 150 milljónir manna rússnesku að móðurmáli. Kunnátta í rússnesku er mikilvæg fyrir pólitísk, efnahagsleg og ekki síst menningarleg samskipti við Rússland, löndin sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Austur-Evrópu.

Þýska - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Þýska

Grunndiplóma – 60 einingar

Menntun í þýsku opnar dyr að málsvæði sem er Íslendingum mjög mikilvægt í menningar-, stjórnmála- og efnahagslegu tilliti. Þýska er móðurmál um 90 milljóna Evrópubúa og opinbert tungumál fimm evrópskra ríkja sem við tengjumst með margvíslegum hætti í alþjóðlegu samstarfi. Námsleiðin er í boði bæði í fjarnámi og í staðnámi

Pages