Skip to main content

Tómstunda- og félagsmálafræði - Aukagrein

Menntavísindasvið

Tómstunda- og félagsmálafræði

Aukagrein – 60 einingar

Tómstundastarf gegnir mikilvægu menningar- og uppeldishlutverki í nútímasamfélagi. Í tómstunda- og félagsmálafræði er fjallað um gildi, þýðingu og hlutverk tómstunda- og félagsmálastarfs fyrir fólk á öllum aldri. Sérfræðiþekking tómstunda- og félagsmálafræðinga felst meðal annars í að leiða saman hópa, stuðla að félagslegum þroska og hæfni með fjölbreyttum viðfangsefnum. 

Voru þetta alltaf sömu karlarnir sem kusu?

9. apríl 2024 16:00 til 17:00

Árnagarður

Stofa 201

Hrafnkell Lárusson, nýdoktor við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist „Voru þetta alltaf sömu karlarnir sem kusu? Rýnt í kjörgögn frá landshöfðingjatímanum.“ 

Málstofan er í stofu 201 í Árnagarði þriðjudaginn 9. apríl kl. 16:00-17:00. Verið öll velkomin.

Um fyrirlesturinn

Á landshöfðingjatímanum (1874-1903) var átta sinnum boðað til almennra kosninga til Alþingis, en auk þeirra voru haldnar allnokkrar aukakosningar. Kosningaréttur var takmarkaður við um 10% landsmanna (eingöngu karla) og kjörsókn var jafnan fremur dræm, einkum á fyrri helmingi landshöfðingjatímans.

Hagnýt spænska

Í náminu fá  nemendur undirstöðuþekkingu á máli og menningu þeirra landa sem hafa spænsku að þjóðtungu. Reynt er að gera námið eins lifandi og kostur er meðal annars meðsamskiptum við erlenda nemendur við HÍ.

Mið-Austurlandafræði og arabíska - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Mið-Austurlandafræði og arabíska

Grunndiplóma – 60 einingar

Markmið Mið-Austurlandafræða og arabísku við Háskóla Íslands er að stuðla að aukinni fræðslu, þekkingu og áhuga á Mið-Austurlöndum og menningu þeirra í víðum skilningi og jafnframt að veita nemendum grunnfærni í arabísku sem er helsta tungumál svæðisins.

Stærðfræði og stærðfræðimenntun

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Stærðfræði og stærðfræðimenntun

BS gráða – 180 einingar

Námið er sérstaklega ætlað þeim er hyggja á kennslustörf í framhaldsskólum og er í samstarfi við Menntavísindasvið.

Byggður er traustur og breiður grunnur í stærðfræði. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist sem flestum hliðum stærðfræðinnar. Námið gefur góðan grunn fyrir meistaranám í Menntun framhaldsskólakennara, en opnar einnig fleiri möguleika á framhaldsnámi í stærðfræði og tölfræði.

Listfræði

Hugvísindasvið

Listfræði

BA gráða – 120 einingar

Nám í listfræði veitir þekkingu í sögu myndlistar og sjónrænnar menningar og þjálfun í að skilja, greina og túlka myndlistarverk og annað sjónrænt efni frá ólíkum tímum og í mismunandi þjóðfélögum. Sérstök áhersla er lögð á íslenska myndlistarsögu í náminu. Listfræði er kennd í samstarfi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Næringarfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Næringarfræði

MS gráða – 120 einingar

Hagnýtt og fjölbreytt framhaldsnám í öflugu rannsóknaumhverfi þar sem áhersla er á einstaklingsmiðaða nám, klínískt nám og rannsóknir. Öllum nemendum í rannsóknar- og framhaldsnámi stendur til boða að taka hluta af námi sínu erlendis í samvinnu við leiðbeinendur. 

Námsgráðan veitir rétt til að sækja um lögverndað starfsheiti næringarfræðings. 

Faralds- og líftölfræði, MS

Þverfræðilegt framhaldsnám

Faralds- og líftölfræði

MS gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í Faralds- og líftölfræði öðlast nemendur hagnýta þekkingu á aðferðum í lýðgrunduðum rannsóknum, þjálfun í beitingu þeirra og túlkun á niðurstöðum rannsókna á sviði lýðheilsu- og heilbrigðisvísinda

Kóresk fræði - Aukagrein

Hugvísindasvið

Kóresk fræði

Aukagrein – 60 einingar

Aukagrein er í Kóreskum fræðum er í senn spennandi og áhugavert nám sem opnar þér sýn inn í málnotkun og menningu Kóreu. Heimspeki Asíu er partur af náminu.

Kóresk fræði - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Kóresk fræði

Grunndiplóma – 60 einingar

Diplómanám í kóreskum fræðum er í senn spennandi og áhugavert nám sem opnar þér sýn inn í málnotkun og menningu Kóreu. Heimspeki Asíu er partur af náminu.

Pages