Skip to main content

Sjö til sumarnáms í Stanford

13. júní 2023

Í sumar verða sjö nemendur Háskóla Íslands við nám í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum, í svokölluðu Stanford Summer International Honors Program. HÍ er einn fárra háskóla í heiminum sem hefur kost á að senda nemendur í þetta sérstaka heiðursprógram sem stendur yfir í átta vikur. 

Nemendurnir sjö sem halda til Stanford eru þau: Agatha Elín Steinþórsdóttir, nemi í lífefna- og sameindalíffræði, Ásgerður Erla Haraldsdóttir, nemi í sálfræði, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir, nemi í efnaverkfræði, Iðunn Andradóttir, nemi í læknisfræði, Kristján Dagur Egilsson, nemi í hagnýtri stærðfræði, Ómar Ingi Halldórsson, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, og Urður Andradóttir, nemi í læknisfræði.

Háskóli Íslands hefur átt í samstarfi við Stanford-háskóla frá árinu 2010 en hann er einn fremsti háskóli heims og býður upp á nám á breiðu sviði. 

Félagsráðgjafar mikilvægir

Anna Sigrún Ingimarsdóttir, MA frá Félagsráðgjafardeild

„Kveikjan að rannsókninni var í raun strax á fyrsta ári í félagsráðgjöf, í áfanga sem fjallar um áföll, sorg og sálræna skyndihjálp. Ég hugsaði strax með mér að mig langaði að skrifa eitthvað um þetta efni en vissi ekki alveg hvernig. Eftir að hafa kynnt mér málið frekar sá ég að þetta var eldheitt í fræðunum erlendis og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Anna Sigrún Ingimarsdóttir félagsráðgjafi. Hún gerði rannsókn á hlutverki félagsráðgjafa sem viðbragðsaðila í samfélagslegum áföllum, með sérstakri áherslu á náttúruhamfarir.

Sólir og ég ... og við öll í vorinu

14. mars 2018 12:30 til 13:00

Aðalbygging

Hátíðasalur

Auður Gunnarsdóttir, sópran, og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanó, frumflytja ný sönglög eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur við ljóð eftir Andra Snæ Magnason á Háskólatónleikum miðvikudaginn 14. mars.

Einnig eru á dagskránni verk eftir Jón Ásgeirsson við ljóð eftir Halldór Laxness, Jóhann Sigurjónsson og Matthías Johannessen. Jón verður níræður á árinu.

Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og þeir verða í Hátíðasalnum í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þetta eru síðustu Háskólatónleikarnir þetta vorið.

Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og allir eru velkomnir.

Íslenska umhyggjubilið og kynjajafnrétti

9. nóvember 2018 12:00 til 13:00

Veröld - Hús Vigdísar

VHV-007

Fyrirlesarar: Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild, Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsfræði og Ásdís A. Arnaldsdóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf.

Eitt Norðurlandanna hefur Ísland lengt bil frá þeim tíma þegar fæðingarorlofi lýkur og þar til leikskólar taka við. Þetta bil er foreldrum ætlað að brúa sjálfum, redda þessu. Lausnir verða töluvert kynjaðar og umhyggjubilið vinnur þannig augljóslega gegn markmiðum laga um fæðingarorlof og raunar gegn almennri jafnréttisstefnu íslenskra stjórnvalda. Í málstofunni verður fjallað um þetta umhyggjubil, lausnir foreldra og hugmyndir um endurbætur.

Rebekka Lind Ívarsdóttir Wiium

Rebekka Lind Ívarsdóttir Wiium
Þýðingarfræði

Námið er krefjandi en mjög gefandi og skemmtilegt. Bekkirnir eru litlir en það hefur sína kosti þar sem mikið er um umræðu tíma svo að allir geti hjálpast að við að skilja námsefnið í sameiningu. Þetta nám hefur kennt mér að tungumál eru meira en bara orð. Þau eru samblanda af menningu og hvernig fólk tjáir sig á mismunandi hátt. Þetta nám hefur ekki bara bætt skilning minn á nýju tungumáli, heldur hefur það einnig styrkt mig í eigin móðurmáli.

Reynir Freyr Reynisson

Reynir Freyr Reynisson
Iðnaðarlíftækni, MS

Ég valdi Iðnaðarlíftækni því að það var mjög fjölbreytt áfangaval í boði í þessu þverfræðilega námi, ásamt skyldunámskeiðum sem voru heillandi fyrir mig.  Það var mjög sérstakt að vera í fyrsta hóp á nýrri námsbraut og fá að taka þá í að móta hana fyrir þá sem á eftir koma.  Þetta nám er í nánu samstarfi við atvinnulífið, þannig að það eru flestir sem fóru í þetta nám komnir með vinnu í tengslum við það.  

Óðinshani flýgur á hafsvæði við Galapagoseyjar og heim aftur

4. nóvember 2019

Óðinshani er einn af fallegustu fuglunum sem koma hingað á vorin en hann er oft seint á ferð enda þarf hann að fljúga yfir þvílík höf og víðerni að fáir fuglar ná nokkru svipuðu í fari milli heimsálfa. Þetta er þó bara nýlega uppgötvað og í hópi þeirra sem drógu upp rétta farið hjá þessum fugli eru vísindamenn við Háskóla Íslands. 

„Óðinshani sem kemur úr eggi á Íslandi flýgur ævintýralegar vegalengdir,“ segir José Alves, sem er gestavísindamaður við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi. „Hann flýgur héðan til Grænlands og svo eftir Atlantshafsströnd Norður-Ameríku alla leið til Flórída. Hann nemur hins vegar ekki staðar þar heldur flýgur áfram yfir Karíbahaf og yfir í Kyrrahaf. Þar hefur hann vetursetu á opnu hafi milli Níkarakva, Ekvador og Galapagoseyja. Hann ferðast því 15 til 18 þúsund kílómetra á hverju ári.“ 

Án skordýra værum við ekki á jörðinni

9. júní 2020

Nú fagna stórir sem smáir. Í vændum er nefnilega skordýraskoðun á vegum Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands í Elliðaárdal. Rýmkun stjórnvalda á samkomuhömlum gerir þetta kleift en viðburðurinn er í röð sem kallast Með fróðleik í fararnesti sem er samstarfsverkefni HÍ og FÍ. Þetta er einn allra vinsælasti viðburðurinn í röðinni þar sem fjölskyldufólk safnast saman við gömlu rafstöðina í Elliðaárdal og fær hjálp við að greina og skoða pöddur í smásjám. Vísindamenn Háskólans mæta með tól og tæki en fólk er hvatt til að koma með stækkunargler sem gerir þetta vísindaævintýri miklu skemmtilegra.

Pages