Skip to main content

Sólir og ég ... og við öll í vorinu

Sólir og ég ... og við öll í vorinu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. mars 2018 12:30 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Auður Gunnarsdóttir, sópran, og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanó, frumflytja ný sönglög eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur við ljóð eftir Andra Snæ Magnason á Háskólatónleikum miðvikudaginn 14. mars.

Einnig eru á dagskránni verk eftir Jón Ásgeirsson við ljóð eftir Halldór Laxness, Jóhann Sigurjónsson og Matthías Johannessen. Jón verður níræður á árinu.

Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og þeir verða í Hátíðasalnum í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þetta eru síðustu Háskólatónleikarnir þetta vorið.

Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og allir eru velkomnir.

Auður Gunnarsdóttir, sópran, og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanó, frumflytja ný sönglög eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur við ljóð eftir Andra Snæ Magnason á Háskólatónleikum miðvikudaginn 14. mars. Tónleikarnir verða haldnir í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefjast klukkan 12:30.

Sólir og ég ... og við öll í vorinu