Skip to main content

Fullveldið, háskólinn og framtíðin – gildi háskóla fyrir íslenskt samfélag

""

Háskóli Íslands stendur fyrir ráðstefnu í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands dagana 7.-8. september í Hátíðasal Aðalbyggingar og Veröld – húsi Vigdísar. Markmið hennar er að varpa ljósi á það hvernig unnt er að beita menntakerfi og vísindastarfi til að búa í haginn fyrir áframhaldandi efnahagslega velsæld og farsælt samfélag og styrkja þar með fullvalda lýðræðisríki á Íslandi á 21. öld.

Ráðstefnan er tvískipt. Föstudaginn 7. september kl. 15-17 verður umræðufundur um framtíð háskólastarfs og laugardaginn 8. september kl. 9.30-15.30 verður boðið upp á fjórar málstofur þar sem fjallað verður frá ólíkum sjónarhornum um hlutverk háskóla í þróun samfélaga.

Dagskrá
Föstudaginn 7. september 2018 í Hátíðasal Aðalbyggingar

Kl. 15.00-15.15    Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Kl. 15.15-15.30    Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands 
Kl. 15.30-16.15    Beverly Oliver, prófessor við Deakin University í Ástralíu og sérfræðingur í stafrænu námi og kennslu – Navigating towards a prefered future: how and where might we educate current and future students for a world beyond the Fourth Industrial Revolution?
Kl. 16.15-17.00    Talbot Brewer, prófessor við University of Virginia í Bandaríkjunum og sérfræðingur í siðfræði og stjórnmálaheimspeki – Value of the Humanities
Kl. 17.00    Móttaka

Fundurinn fer fram á íslensku og ensku.

Laugardaginn 8. september 2018 í fundarsal Veraldar – húss Vigdísar
Málstofur

Kl. 09:30-10:30       Háskólar og fullveldi
Kl. 10:50-11:50       Háskóli Íslands og lýðveldi vísindanna
Kl. 13:00-14:00       Háskóli framtíðar
Kl. 14:00-15:15       Háskólar og nýsköpun

Málstofur fara fram á íslensku.