Skip to main content

Háskólar og fullveldi

Rætt verður um það hvaða hlutverki háskólar gegna við að styrkja fullveldi í lýðræðisríkjum og þá sérstaklega hvernig Háskóli Íslands hefur stuðlað að viðgangi íslenska þjóðríkisins. Hvaða hlutverki gegndi Háskóli Íslands við stofnun fullvalda ríkis á Íslandi? Hvernig geta háskólar stutt við aðlögun íslenskrar menningar og tungumáls að hröðum tæknibreytingum samtímans og viðhaldið þannig menningarlegu fullveldi þjóðarinnar? Hvernig geta háskólar stuðlað að auknu jafnrétti í samfélaginu og gert þannig sem flestum borgurum landsins kleift að taka virkan þátt? Hvaða hlutverki hafa stofnanir á borð við Háskóla Íslands gegnt við að efla íslenskt atvinnulíf og tryggja samkeppnishæfni landsins í framtíðinni? 

Málstofustjóri: Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri á rektorsskrifstofu

Kl. 9.30-9.45    Guðmundur Hálfdanarson, prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild og forseti Hugvísindasviðs – Stofnun Háskólans og fullveldið 

Kl. 9.45-10.00    Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild – Háskólinn, fullveldið og jafnrétti 

Kl. 10.00-10.15    Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus – Háskólinn, fullveldið og tungan 

Kl. 10.15-10.30    Umræður

Kl. 10.30-10.50    Kaffihlé