Skip to main content

Tilkynningar frá rektor vegna samkomubanns

13. mars 2020

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sendi meðfylgjandi tilkynningar á starfsfólk og stúdenta í kjölfar samkomubanns stjórnvalda.

Til stúdenta

„Kæru nemendur.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra lýsti í dag yfir að samkomubann tæki gildi þann 16. mars nk. og muni vara í fjórar vikur. Þetta er gert samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis til að hefta útbreiðslu kórónaveiru (COVID-19). Nánari upplýsingar um áhrif samkomubannsins eru á vef Almannavarna og eru nemendur hvattir til að kynna sér þau vandlega.

Þetta hefur eftirfarandi í för með sér fyrir Háskóla Íslands:

Sundlaugarnar eru okkar torg og almenningsgarðar 

29. nóvember 2023

„Sundlaugarnar eru spennandi staður, þetta eru okkar torg og almenningsgarðar. Það þurfa öll samfélög svona staði þar sem ókunnugir umgangast. Þessi staður er sérstakur því þú ert ekki að gera neitt annað, þetta er hin fullkomna núvitund, síðasti símalausi staðurinn í samfélaginu. Sem eitt mikilvægasta íslenska almannarýmið er þetta áhugavert því þarna erum við öll ýmist berrössuð eða á sundfötum, sem er óvenjulegt miðað við almannarými í öðrum löndum,“ segir Valdimar Tryggvi Hafstein, prófessor í þjóðfræði. Hann og Katrín Snorradóttir þjóðfræðingur voru að senda frá sér bókina Sund sem byggist á yfirgripsmiklum rannsóknum á hinni einstöku sundmenningu Íslendinga sem er yngri en margan grunar.

Doktorsvörn í reikniverkfræði: Markus Götz

5. desember 2017 14:00 til 17:00

Aðalbygging

Hátíðasalur

Doktorsefni: Markus Götz

Heiti ritgerðar: Skalanleg gagnagreining með ofurtölvum

Andmælendur

Dr. Håkan Grahn, prófessor í Tölvuverkfræði við Tækniháskólann í Blekinge, Svíþjóð

Dr. Shantenu Jha, prófessor í tölvunarfræði við Rutgers Háskólann í Bandaríkjunum.

Leiðbeinandi: Dr. Morris Riedel, gestadósent við IVT-deild HÍ

Aðrir í doktorsnefnd: Dr. Ólafur Pétur Pálsson og Dr. Matthias Book, prófessorar við IVT-deild HÍ

Doktorsvörn stýrir: Kristján Jónasson, forseti Iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði og tölvunarfræðideildar

Uppskerudagur

20. febrúar 2021

Kveðja rektors til stúdenta og starfsfólks á brautskráningardegi:

„Kæru nemendur og samstarfsfólk. 

Í erilsömu starfi Háskóla Íslands árið um kring standa brautskráningardagar ævinlega upp úr og eru sveipaðir hátíðarljóma. Í dag munu á fimmta hundrað kandídatar fagna merkum áfanga þegar þeir fá prófskírteini sín afhent í Háskólabíói. 

Fyrir hönd Háskóla Íslands óska ég öllum kandídötum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með árangurinn. Prófskírteinin frá Háskóla Íslands eru ekki aðeins gæðastimpill heldur einnig lykill að framtíðinni, að nýjum störfum eða frekara námi. Gleymum því aldrei að þekking er undirstaða jafnt þroska einstaklingsins sem blómlegs samfélags og Háskóli Íslands er skóli atvinnulífs framtíðar. 

Jarðvísindafólk HÍ hlýtur verðlaun fyrir frumkvæði og forystu

14. júní 2021

Jarðvísindafólk við Háskóla Íslands hlaut í morgun ársfundarverðlaun Háskóla Íslands. Verðlaunin voru nú veitt í þriðja sinn en með þeim vill Háskóli Íslands heiðra hóp eða teymi sem sýnt hefur sérstakt frumkvæði og forystu við uppbyggingu framúrskarandi starfs innan skólans.

„Við Háskóla Íslands starfar einstaklega öflugur hópur jarðvísindafólks við Jarðvísindadeild, Jarðvísindastofnun og Norræna eldfjallasetrið, sem hefur í sameiningu gegnt algjöru lykilhlutverki í tengslum við eldsumbrotin á Reykjanesskaga undanfarna mánuði,“ sagði Háskólarektor á ársfundi skólans í morgun þegar verðlaunin voru afhent. 

„Þarna eru á ferðinni jarðfræðingar, jarðeðlisfræðingar, jarðskjálftafræðingar, og jarðefnafræðingar, svo dæmi séu tekin, sem hafa unnið þrekvirki undanfarna mánuði og undirstrika með þekkingu sinnu, fagmennsku, reynslu og ósérhlífni mikilvægi og gæði þess öfluga starfs sem unnið er í Háskóla Íslands alla daga.“

Hvaða áhrif hefur samstarf Rússa og Kínverja á norðurslóðum?

1. júlí 2022

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með alþjóðamálum undanfarna mánuði að velvild í garð Rússa hefur minnkað hratt í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu. Flestar Evrópuþjóðir og Bandaríkin hafa gagnrýnt innrásina og landið hefur verið beitt viðskiptaþvingunum með það að markmiði að stöðva stríðið. Ekki hafa þó allar þjóðir tekið jafnafdráttarlausa afstöðu gegn Rússum og þeirra hópi eru Kínverjar. Vangaveltur er um hvort þessar tvær nágrannaþjóðir hyggi á nánara samstarf á næstu árum en meðal þeirra sem skoða samstarf þjóðanna og áhrif þess, ekki síst á norðurslóðum, er Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

„Mér finnst við missa svo mikilvæga auðlind“

„Það er sagt að konur upplifi þrefalda ógn (e. triple effect). Aldurinn, útlitið og það að vera kona,“ segir Erla Sólveig Kristjánsdóttir, prófessor við Viðskiptafræðideild, sem ýtir á næsta ári úr vör rannsókn á kynbundnum aldursfordómum gegn konum, eldri en 50 ára, á vinnumarkaði.

Erla segir að upp úr fertugu byrji konur að finna fyrir hindrunum á vinnumarkaði. Þær fái jafnvel ekki svar þegar þær sækja um vinnu og að litið sé fram hjá þeim varðandi stöðuhækkun.

„Mig langar að taka viðtöl við konur sem eru eldri en 50 ára, og jafnvel 45 ára og eldri. Ég er nú þegar með komin 12 konur sem hafa áhuga á að koma í viðtal án þess að hafa haft nokkuð fyrir því. Þetta eru háskólamenntaðar konur með starfsreynslu, eru 50 ára og eldri en eru atvinnulausar.“

Mikið mengunarálag í íslenskum höfnum

4. desember 2023

„Niðurstöðurnar í þessari rannsókn eru sláandi og hafa sýnt fram á fjölbreytilegt mengunarálag í íslenskum höfnum, hvort sem litið er til efnainnihalds í seti og dýrum eða áhrifa efnanna á lífverur.“

Þetta segir Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, en HÍ rekur slík rannsóknasetur víða um land sem eru í mjög nánum tengslum við þjóðlífið þar sem þau starfa. Undanfarið hefur Halldór Pálmar leitt rannsókn sem snýst um að meta mengunarálag í íslenskum höfnum með ýmsum aðferðum og greiningum á lífverum og seti en hafnarsvæði eru með helstu mengunaruppsprettum í sjó hér við land að sögn vísindamannsins.

Veit verkur í mjöðm á útsynning?

Við vildum skoða hvernig fólk spáði fyrir um veður áður en Veðurstofa Íslands tók að sér það hlutverk,“ segir Eiríkur Valdimarsson, meistaranemi í þjóðfræði, en sú grein er kennd í Félags- og mannvísindadeild.

„Fólk þurfti einhvern veginn að spá fyrir um veðrið og það eru ekki nema nokkrir áratugir frá því að Veðurstofa Íslands var orðin það föst í sessi að menn hættu að mestu að gera eigin spár.“

Terry Gunnell, dósent í þjóðfræði, er leiðbeinandi Eiríks í verkefninu. „Þetta hefur lítið verið rannsakað, en núna gefst mér færi á að ferðast um landið, hitta fólk og taka viðtöl um efnið,“ segir Eiríkur. „Ég þekki þetta frá því þegar ég var krakki. Ég er alinn upp á sveitabæ í Skagafirði og þar voru nokkrir sem
kunnu að spá fyrir um veðrið.“

Samræður í stað lyfja

Engilbert Sigurðsson, dósent við Læknadeild, og Hafrún Kristjánsdóttir, doktorsnemi við Læknadeild

Þunglyndi er alvarlegt vandamál sem mikið er á sig leggjandi til að ráða á bót. Nú er unnið að rannsókn innan Háskóla Íslands og Landspítalans sem miðar að því að beita hugrænni atferlismeðferð til að létta undir með því fólki sem leitar til heilsugæslustöðva vegna depurðar og kvíðaraskana. Hugræn atferlismeðferð snýst m.a. um að styðja þetta fólk við að koma auga á ógagnlegar hugsanir, skoða hvaða áhrif þær hafa á líðan og endurmeta svo hugsanirnar í kjölfarið ef ástæða er til.

Pages