Skip to main content

Til sumarnáms við Columbia-háskóla

29. maí 2019

Fjórir nemendur Háskóla Íslands halda senn til sumarnáms við Columbia-háskóla í New York-borg í Bandaríkjunum. Þetta eru Ásgeir Kári Ásgeirsson, nemi í  fjármálum, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, nemi í hagnýtri sálfræði, Sigurbjörn Bernharð Edvardsson, nemi í lögfræði, og Veronika Guðmundsdóttir Jónsson, nemi í sagnfræði.  

Þetta er fimmta árið sem sumarnám við Columbia-háskóla býðst nemendum Háskóla Íslands, en fyrri þátttakendur hafa borið mikið lof á námið. Námstímabilið er sex vikur og taka nemendur námskeið sem þeir fá metin til eininga í námi sínu við Háskóla Íslands.

Columbia-háskóli er í hópi Ivy League-háskólanna svonefndu í Bandaríkjunum, en það eru átta rótgrónir og virtir háskólar sem hafa raðað sér efst á lista yfir bestu skóla í heimi.

Viðhorf til öldrunar neikvætt

5. febrúar 2020

„Íslendingar eru að eldast sem þjóð.“  Þessi fullyrðing hefur verið áberandi í samfélagsumræðunni og á köflum líka í íslenskum fjölmiðlum þar sem bent er á að öldrun sé ein helsta áskorun samtímans. Til stuðnings fullyrðingunni hefur verið bent á að Íslendingar þurfi að breyta áherslum í samfélagsgerðinni í ljósi þess að sá hluti þjóðarinar sem hættir störfum vaxi nú mjög hratt.

Gjarnan er bent á neikvæðar afleiðingar af þessari þróun, t.d.  kalli hækkaður aldur þjóðarinnar á aukinn kostnað í stoðþjónustu og í heilbrigðiskerfinu og einnig á breytt húsnæðisúrræði fyrir þennan ört vaxandi hóp fólks. Íslendingar eru þó ekki alveg á sama stað og aðrir Evrópubúar því í mannfjöldaspá Hafstofunnar fyrir tímabilið 2016 til 2065 segir að þótt þjóðin sé að eldast þá séu Íslendingar nú, og verði um sinn, mun yngri en flestar Evrópuþjóðir. Hagstofan spáir því að árið 2060 verði meira en þriðjungur Evrópubúa eldri en 65 ára en bara um fjórðungur Íslendinga.

Viðhorf til öldrunar neikvætt

Geir Sigurðsson, prófessor við Mála- og menningardeild

„Íslendingar eru að eldast sem þjóð.“  Þessi fullyrðing hefur verið áberandi í samfélagsumræðunni og á köflum líka í íslenskum fjölmiðlum þar sem bent er á að öldrun sé ein helsta áskorun samtímans. Til stuðnings fullyrðingunni hefur verið bent á að Íslendingar þurfi að breyta áherslum í samfélagsgerðinni í ljósi þess að sá hluti þjóðarinar sem hættir störfum vaxi nú mjög hratt.

Ráðning faglegra kvensveitarstjóra nátengd kynjaskiptingu sveitarstjórna

4. júní 2020

Ráðning kvenna í stöðu faglegs sveitar- eða bæjarstjóra er nátengd kynjaskiptingu viðkomandi sveitarstjórnar og þá sérstaklega því hvaða kyn eru í valdastöðum innan sveitarstjórnarinnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Evu Marínar Hlynsdóttur, dósents í opinberri stjórnsýslu við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem hið virta forlag Peter Lang gaf út á dögunum.

Sjálflýsandi skáldverk til skoðunar í nýrri bók

26. október 2020

„Í brennidepli eru íslensk skáldverk sem varpa með einhverjum hætti ljósi á sína eigin tilurð, einkenni sín eða viðtökur,“ segir Jón Karl Helgason, prófessor við Íslensku- og menningardeild um splunkunýja bók sína sem heitir: Sögusagnir: Þrjú tímamótaverk og einu betur. 

„Einfaldasta leiðin til að útskýra hvað ég er að fást við er ferskeytla sem margir hafa viljað eigna Tómasi Guðmundssyni og er svohljóðandi.

Hárin mér á höfði rísa
er hugsa ég um kærleik þinn.
Þetta er annars ágæt vísa,
einkum seinni parturinn.“

Jón Karl segir að vísan hefjist eins og hefðbundið ástarljóð en í seinni tveimur línunum sé líkt og vísan líti í spegil og fari að dást að sjálfri sér. Jón Karl segir þetta vera skólabókardæmi um sjálflýsandi skáldskap. 

Ný bók um menningararf og menningareignir

11. nóvember 2020

Í síðustu viku gaf Cambridge-háskólaforlagið út bók um menningararf og menningareignir eftir þá Valdimar Tr. Hafstein, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, og Martin Skrydstrup, dósent við Copenhagen Business School. Bókin heitir Patrimonialities: Heritage vs. Property.

„Í bókinni rannsökum við m.a. handritamálið milli Íslands og Danmerkur, skil á menningarminjum til Grænlands, kröfur Grikkja um skil á styttunum úr Meyjarhofinu frá British Museum, kröfur skoskra sjálfstæðissinna til Lewis-taflmannanna, verndun leikhúshefða í Kerala-héraði á Indlandi, Vimbuza-lækninga í Malaví og alþýðulista á Jemaa el-Fna markaðstorginu í Marrakess ... tja, bara svo nokkuð sé nefnt,“ segir Valdimar. 

Brunaáverkar geta haft alvarlegar langtímaafleiðingar

26. nóvember 2020

Brynja Ingadóttir er lektor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og frumkvöðull á sviði fræðslu til þeirra sem þurfa að nýta sér heilbrigðisþjónustuna. Hún hefur þróað tölvuleiki til að nota í sjúklingafræðslu, bæði fyrir börn og fullorðna, og er mjög spennt yfir þeirri nýjung í fræðslu. 

Rannsóknir hennar hafa flestar beinst að sviði fræðslu til sjúklinga, sérstaklega að hjartasjúklingum og bataferli skurðsjúklinga. Þetta skiptir verulegu máli varðandi þann þátt að auka líkur á bata og til að bæta líðan sjúklinga í bataferlinu og til langframa.

„Ég hef verið að skoða væntingar sjúklinga til fræðslu,“ segir Brynja, „og hvernig þær hafa verið uppfylltar, þekkingu þeirra á sjúkdómsástandi sínu og margt fleira.  Ég hef mikinn áhuga á að þróa sjúklingafræðslu, bæði með því að prófa fjölbreyttar kennsluaðferðir en einnig að rannsaka færni heilbrigðisstarfsmanna í þessum mikilvæga hluta starfsins og hvernig styðja megi þá til að bæta slíka hæfni.“

Sagnamaður hinna hopandi íslensku jökla - myndband

27. október 2022

„Það fylgir því mjög sterkt tilfinning að snúa aftur að jökli sem þú þekkir og sjá hann breytast með svo afdrifaríkum hætti, að hluta til yfir áratugi eða jafnvel bara milli ára. Það getur verið yfirþyrmandi stundum og það er hryggilegt til þess að hugsa að sumir þessara staða munu verða óþekkjanlegir innan nokkurra áratuga,” segir Kieran Baxter, nýdoktor við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn á Hornafirði.

Kieran hefur ásamt samstarfsfólki sínu þróað nýjar aðferðir í myndmiðlun til þess að koma til skila þeim miklu breytingum sem eru að verða á jöklum landsins. Myndskeið hans af hraðri bráðnun íslensku jöklanna hafa vakið feiknaathygli víða um heim og hafa m.a. fært Kieran tækifæri til þess að vinna með BBC að hinni geysivinsælu þáttaröð Frozen Planet.

Sagnamaður hinna hopandi íslensku jökla - myndband

„Það fylgir því mjög sterkt tilfinning að snúa aftur að jökli sem þú þekkir og sjá hann breytast með svo afdrifaríkum hætti, að hluta til yfir áratugi eða jafnvel bara milli ára. Það getur verið yfirþyrmandi stundum og það er hryggilegt til þess að hugsa að sumir þessara staða munu verða óþekkjanlegir innan nokkurra áratuga,” segir Kieran Baxter, nýdoktor við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn á Hornafirði.

Kieran hefur ásamt samstarfsfólki sínu þróað nýjar aðferðir í myndmiðlun til þess að koma til skila þeim miklu breytingum sem eru að verða á jöklum landsins. Myndskeið hans af hraðri bráðnun íslensku jöklanna hafa vakið feiknaathygli víða um heim og hafa m.a. fært Kieran tækifæri til þess að vinna með BBC að hinni geysivinsælu þáttaröð Frozen Planet.

Algjör flýtileið fyrir þau sem vilja gefa út tónlist

13. febrúar 2024

Á Íslandi er gríðarlega sterk tónlistarmenning og í dag getur í rauninni hver sem er búið til tónlist. Fyrir sum eru lagasmíðar skapandi áhugamál en fyrir önnur eru þær leið til tjáningar. Á alls 33 klukkustunda, yfirgripsmikla og einstaka námskeiðinu Lagasmíðar og textagerð hjá Endurmenntun Haskóla Íslands öðlast þátttakendur þekkingu á lagasmíðum og innsýn í lagasmíðar starfandi tónlistarfólks. Við ræddum við kennara námskeiðsins, þau Hildi Kristínu Stefánsdóttur, Sóleyju Stefánsdóttur og Jóhannes Ágúst Sigurjónsson.

Hildur StefansItalian Trulli

Pages