Skip to main content

Um meistaranám í hagnýtri sálfræði

Um meistaranám í hagnýtri sálfræði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Meistaranám í hagnýtri sálfræði er verklegt og bóklegt framhaldsnám við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Nemendur eru þjálfaðir í hagnýtingu kenninga og rannsóknarniðurstaðna og þeim veittur góður undirbúningur undir sérfræðingsstörf og/eða doktorsnám. 
Markmið námsins er að dýpka skilning nemenda á sálfræðilegum úrlausnarefnum, kenningum og aðferðum. Námið er tveggja ára 120 eininga vettvangstengt nám og er sniðið í kringum þekkingu sem nýtist bæði í atvinnulífinu og doktorsnámi. Nemendur fá þjálfun í tölfræði- og rannsóknaraðferðum ásamt því að velja sitt kjörsvið til að dýpka þekkingu sína á tilteknu rannsóknar- og starfssviði.

Í boði eru fjögur kjörsvið:

Námið er tengt við atvinnulífið og munu nemendur, í samráði við kennara, geta sótt starfsþjálfun á vettvangi sem hentar þeirra kjörsviði.

Námið er byggt upp af skyldunámskeiðum, námskeiðum bundnum kjörsviðum og vali. Valnámskeið geta verið af öðrum kjörsviðum námsleiðarinnar og ákveðnir áfangar (M eða F áfanga) innan Sálfræðideildar. Einnig er hægt að taka valnámskeið utan Sálfræðideildar, t.d. í lýðheilsuvísindum, talmeinafræði, af Menntavísindasviði og í hagnýtri tölfræði (MAS).

Lokaverkefni er ýmist 30 eða 60 einingar.

Sjá nánari upplýsingar um MS-nám í hagnýtri sálfræði í Kennsluskrá HÍ.

Tengt efni