Megindleg sálfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Megindleg sálfræði

Megindleg sálfræði er eitt af fjórum kjörsviðum MS-náms í hagnýtri sálfræði. Markmið kjörsviðsins er að veita nemendum þjálfun á sviði sálmælinga, aðferðafræði og hönnun sálfræðilegra rannsókna og greiningu gagna.Megindleg sálfræði og rannsóknir innan hennar eru undirstaða rannsókna annarra undirgreina sálfræðinnar eins og klínískrar sálfræði og vinnusálfræði en mikill skortur er á áreiðanlegum og réttmætum mælitækjum á þessum sviðum hérlendis. Meistaranám á þessu kjörsviði bætir úr þessum skorti því nemendur hljóta ekki einungis þjálfun og öðlast færni sem nýtist þeim á vinnumarkaði heldur sinna þeir einnig rannsóknum á þessu sviði.

Námskeið

Í námskeiðum kjörsviðsins er fjallað um fræðilegar undirstöður sálmælinga og nemendur hljóta þjálfun í að hanna slík mælitæki og meta gæði þeirra með aðferðum tölfræðinnar.  Lögð verður áhersla á að nemendur öðlist góða yfirsýn yfir notkun tölfræðiaðferða og hljóti verklega þjálfun í að beita þeim aðferðum. 

Lokaverkefni og starfsþjálfun

Nemendur geta valið um að ljúka 30 eða 60 ects MS-verkefni. Nemendur sem velja 30 eininga lokaverkefni fara í 12 eininga starfsþjálfun á þriðja misseri þar sem þeim gefst tækifæri til þess að beita þekkingu sinni á starfsvettvangi (til dæmis á Menntavísindastofnun og tölfræðiráðgjöf á Heilbrigðisvísindasviði).

Þeir sem nema Megindlega sálfræði geta sérhæft sig í:

  • Þróun og mati sálfræðilegra prófa, kvarða og spurningalista
  • Gagnaöflunaraðferðum
  • Tilraunasniðum og hönnun rannsókna
  • Tölfræðilegri greiningu gagna

Að námi loknu

Þörf fyrir fólk með sérhæfingu á þessu sviði er mikil hjá rannsóknarstofnunum og rannsóknarhópum háskólanna, opinberum stofnunum sem vinna að stefnumótun á sviði heilbrigðismála og menntamála eða fyrirtækjum sem sinna markaðsrannsóknum og starfsmannarannsóknum. Meistaranám í Megindlegri sálfræði veitir góðan grunn fyrir doktorsnám í öllum greinum sálfræðinnar.

Sjá nánari upplýsingar um kjörsviðið Megindleg sálfræði og inntökuskilyrði í Kennsluskrá HÍ.

Sjá einnig upplýsingar um nauðsynleg fylgigögn með umsókn og umsókn um framhaldsnám við HÍ.

Tengt efni
Megindleg sálfræði

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.