Skip to main content
26. september 2017

Fjölbreytt dagskrá á Menntakviku

Nú styttist í árlega ráðstefnu Menntavísindasviðs Menntakviku: Rannsóknir, nýbreytni og þróun sem haldin verður við Háskóla Íslands þann 6. október 2017. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í menntavísindum og tengdum sviðum. Menntakvika verður sett við hátíðlega athöfn í skólastofu framtíðar á Menntavísindasviði á Alþjóðadegi kennara þann 5. október.

Hátt í 220 erindi í 58 málstofum, sem snerta öll fræðasvið menntavísinda, verða flutt á ráðstefnunni. Viðfangsefnin eru afar fjölbreytt og má þar nefna kynjahugleiðingar, heilsuhegðun og fæðuval, sjálfsmyndarsköpun, umræðu um Kópavogshæli, fóstur með Downs-heilkenni, menntun ungs flóttafólks, íþróttaiðkun unglinga og stuðningsmenn enska boltans.

Auk þess verður boðið upp á tvær spennandi vinnustofur undir stjórn dr. Zachary Walker.

Áhugasamir geta kynnt sér dagskrá ráðstefnunnar í heild sinni hér.
Takið daginn frá og fjölmennið!

Frá Menntakviku 2016.