Skip to main content

Ljósmóðurfræði, doktorsnám

Ljósmóðurfræði

180 eða 240 einingar - Doktorspróf

. . .

Doktorsnám í ljósmóðurfræði veitir þekkingu, hæfni og þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum til að stunda vísindalegar rannsóknir og gegna hagnýtum störfum á innlendum sem og erlendum vettvangi.

Um námið

Doktorsnám í ljósmóðurfræði er 180/240e rannsóknaþjálfun. Doktorsritgerðin sjálf skal vera 180/240e og taka má námskeið til allt að 30e.

Doktorsnám að loknu meistaraprófi er þriggja - fjögurra ára fullt nám (60 einingar á hverju skólaári).

Að doktorsnámi loknu á nemandinn að vel undirbúinn að starfa sjálfstætt að vísindum.

Markmið námsins

  • Að veita nemendum þjálfun og innsýn í rannsóknaraðferðir hjúkrunarfræðinnar og tengdra greina.
  • Að nemendur öðlist ítarlega þekkingu á sviði doktorsverkefnis síns.

Í náminu felst undirbúningur og framkvæmd rannsókna, úrvinnsla og túlkun niðurstaðna, kynning og rökræður á eigin rannsóknum í samhengi við þekkingu á fræðasviðinu og birting í ritrýndum tímaritum.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Til að innritast í doktorsnám í ljósmóðurfræði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild þarf nemandi að hafa lokið MS prófi í ljósmóðurfræði eða öðru prófi sem rannsóknanámsnefnd metur að sé samsvarandi eða jafngilt.

Hvað segja nemendur?

Berglind Hálfdánsdóttir
Berglind Hálfdánsdóttir
fyrrum doktorsnemi

Helsta markmið doktorsrannsóknar minnar í ljósmóðurfræði var að skapa nýja þekkingu á barneignum á Íslandi, og þess vegna þótti mér nám við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands augljóst fyrsta val. Þannig átti ég kost á samstarfi við helstu fræðimenn landsins á sviði ljósmóðurfræði og hjúkrunar, auk samstarfs við erlenda fræðimenn á mínu rannsóknarsviði. Í doktorsnáminu fékk ég frelsi og sveigjanleika til að fylgja eftir því sem ég hafði ástríðu fyrir, með góðum stuðningi og nánu samstarfi við leiðbeinendur mína. 

Hafðu samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14