Skip to main content

Hvað er hjúkrunarstjórnun?

Þekking í hjúkrunarstjórnun er mikilvæg öllum hjúkrunarfræðingum og hefur áhrif á gæði heilbrigðisþjónustunnar. Hjúkrunarstjórnun felur í sér samþættingu hjúkrunarmeðferða, skipulags, mannauðs, aðfanga og fjár og varðar nýtingu bestu þekkingar og rekstur heilbrigðisstofnana.

Í MS-námi í hjúkrunarstjórnun er lögð áhersla á að dýpka þekkingu, skilning og færni nemenda á þessu sviði og undirbúa þá til starfa sem stjórnendur og leiðtoga í hjúkrun. Í náminu er hægt er að velja um tvö kjörsvið en jafnframt er lögð er áhersla á sveigjanleika til þess að gefa nemendum tækifæri til að sérhæfa sig.

Kjörsviðin eru:

Rekstur og mannauðsstjórnun - fyrir þá sem hyggjast vinna við stjórnun og forystu stofnana og skipulagsheilda

Forysta og verkefnastjórnun - fyrir þá sem hyggjast vinna við stjórnun og forystu ákveðinna málaflokka og verkefna

Tengt efni