Rekstur og mannauðsstjórnun | Háskóli Íslands Skip to main content

Rekstur og mannauðsstjórnun

Rekstur og mannauðsstjórnun er annað af tveimur kjörsviðum í MS-námi í hjúkrunarstjórnun. Kjörsviðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa við stjórnun og forystu stofnana og skipulagsheilda í heilbrigðisþjónustu.

Markmið

Að veita nemendum tækifæri til að efla sig á sviði rekstrar og mannauðsstjórnunar í heilbrigðisþjónustu. Tekið er mið af þeim sem hyggjast vinna við stjórnun og forystu stofnana og skipulagsheilda. Í náminu öðlast nemendur þekkingu og færni í hugmyndafræði og kenningum stjórnunar og forystu, hlutverki stjórnenda, grunnatriðum fjármála og rekstrar, öryggis í heilbrigðisþjónustu og gagnreyndum starfsháttum.

Skyldunámskeið (48e)

  • HJÚ143F Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (6e)
  • HJÚ135F Hagnýt tölfræði (6e)
  • HJÚ142F Rekstur og heilbrigðisþjónusta (6e)
  • HJÚ252F Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (6e)
  • HJÚ253F Eigindleg aðferðafræði (6e)
  • HJÚ259F Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (6e)
  • HJÚ149F Nýting gagna og upplýsinga í heilbrigðisþjónustu (6e)
  • HJÚ258F Forysta í heilbrigðisþjónustu (6e)
  • HJÚ0AIF Málstofa í hjúkrunarfræði (hluti af meistaraverkefni) 

Valnámskeið (12e)

Nemendum er sérstaklega bent á námskeið í Hjúkrunarfræðideild (HJÚ) og námskeið í mannauðsstjórnun (VIÐ), opinberri stjórnsýslu (OSS), stjórnun og stefnumótun (VIÐ) og námskeið innan lýðheilsuvísinda (LÝÐ).

Lokaverkefni (30e)

HJÚ441L Lokaverkefni

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.