Skip to main content

STEM

STEM - á vefsíðu Háskóla Íslands

Fjölbreytt háskólanám sem smíðar lykil að framtíðinni

Háskóli Íslands býður upp á mjög fjölbreytt háskólanám í STEM-greinum en STEM er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir fræðagreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda. Menntun í STEM-greinum opnar fólki dyr að gríðarlega fjölbreyttum og spennandi störfum á öllum sviðum samfélagsins þar sem hugvitið er hagnýtt til að bæta líf okkar.

Kynntu þér hér fjölbreytt úrval STEM-námsleiða í HÍ. Hægt er að lesa sér til um hvað hver og ein STEM-grein býður í námi auk þess að fá vísbendingar um þau fjölbreyttu störf sem standa til boða á vinnumarkaði að námi loknu. STEM-nám hefur líka þá eiginleika að fólk getur jafnvel skapað sín eigin störf að háskólanámi loknu á grunni hugmynda og nýsköpunar sem er kjarninn í öllum STEM-greinum. STEM-bakgrunnur styður einnig oft fólk til stjórnunarstarfa í fyrirtækjum og til leiðtogahlutverka í samfélagi.

Ekki hika við að hafa samband við Nemendaráðgjöf HÍ og bóka viðtal til að fá stuðning við námsval út frá hæfileikum og áhuga.

STEM er tækifærið - Gríptu það!

Tengt efni