Skip to main content

Robert Costanza: Er til meðferð við fíkn okkar í hagvöxt?

Robert Costanza: Er til meðferð við fíkn okkar í hagvöxt? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. febrúar 2018 16:00 til 17:30
Hvar 

Háskólatorg

HT-105

Nánar 
Fer fram á ensku
Öll velkomin

Dr. Robert Costanza, einn af þekktustu fræðimönnum samtímans innan umhverfisgeirans, fjallar um hvernig beita má meðferðarúrræðum, sem gefist hafa vel fyrir einstaklinga, til að þróa samfélög í átt til meiri sjálfbærni og velferðar á opnum fundi.

Rétt eins og einstaklingar geta heil samfélög orðið fíkn að bráð, til dæmis fíkn í stöðugan hagvöxt. Costanza mun fjalla um hvernig hægt er að beita meðferðarúrræðum, sem gefist hafa vel fyrir einstaklinga, á heilu samfélögin. Þar er einkum átt við samtalsmeðferð sem gengur út á jákvæða hvatningu (e. motivational interviewing) þar sem fíkillinn sér fyrir sér kosti þess að bæta hegðun sína í stað þess að horfa bara á skaðlegar afleiðingar hennar. Á sama hátt er hægt að setja fram jákvæðar sviðsmyndir um þróun samfélaga í átt til sjálfbærni og aukinnar velferðar. Costanza mun meðal annars segja frá nýrri hreyfingu, Wellbeing Economy Alliance (WE-All), sem hefur sett þessi mál á oddinn en að henni koma ríkisstjórnir, samfélög, félagasamtök og fræðimenn víða um heim.

Dr. Robert Costanza er einn af þekktustu fræðimönnum samtímans á sviði umhverfismála en hann hefur m.a. lagt áherslu á þverfræðilegar rannsóknir tengdar visthagfræði og þeim fjárhagslegu verðmætum sem felast í þjónustu vistkerfa (e. Ecosystem Services). Costanza er prófessor í opinberri stefnumótun við Crawford School of Public Policy við Australian National University en starfar einnig fyrir þjóðarráð Bandaríkjanna á sviði vísinda og umhverfis (National Council on Science and the Environment) og ýmsar vísinda- og rannsóknastofnanir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu.

Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, stýrir fundinum og umræðum að loknum fyrirlestri.

Að dagskrá lokinni verða léttar veitingar í Veröld – húsi Vigdísar.

Að fyrirlestrinum standa námsleið í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, Hagfræðistofnun Háskólans, Líf- og umhverfisvísindastofnun og Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun.

Dr. Robert Costanza, einn af þekktustu fræðimönnum samtímans innan umhverfisgeirans, fjallar um hvernig beita má meðferðarúrræðum, sem gefist hafa vel fyrir einstaklinga, til að þróa samfélög í átt til meiri sjálfbærni og velferðar.

Robert Costanza: Er til meðferð við fíkn okkar í hagvöxt?