Opnunarhátíð Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál á Laugarvatni | Háskóli Íslands Skip to main content

Opnunarhátíð Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál á Laugarvatni

Hvenær 
5. apríl 2019 15:00 til 17:00
Hvar 

Laugarvatn - kennslu og heimavist

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Niður úr fílabeinsturninum: Hvað geta rannsóknir gert fyrir íslensk sveitarfélög á 21. öldinni?

Hátíðin hefst með opnunarávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Aðrir fyrirlesarar eru Colin Copus emeritus prófessor við De Montfort háskóla í Leicester og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Þau munu fjalla um hvers vegna það er mikilvægt að rannsóknir séu ekki stundaðar í einangruðum fílabeinsturnum og hvaða máli rannsóknir skipta fyrir eflingu sveitarstjórnarstigsins á 21. öldinni. Að lokum mun rannsóknarstjóri setursins Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild HÍ, kynna fyrirhugaða starfsemi setursins stuttlega.

Fundarstjóri er Sjöfn Vilhelmsdóttir forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Að lokinni formlegri dagskrá verða léttar veitingar í boði setursins. Fundurinn er opinn öllum en gestir eru beðnir um að skrá sig á stjornsyslustofnun.hi.is.